Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 49
nefndi: HvaS er list? Þar sýndi Dosto- jevskí fram á hve fráleit er afstaða þeirra sem vilja ekki viðurkenna að formið sé nauðsynlegt en innihaldið og tilgangur- inn skipti öllu máli. Og hvernig á verk sem hefur ekki listrænt form að geta náð tilgangi sínum, þannig spyr Dostojevskí, og Simon með honum rúmum hundrað árum seinna og þarf reyndar ekki þá til að benda á svo augljóst mál að sterkt fo:m efli innihaldið, ef það er þá hægt að greina þetta að. Simon velti fyrir sér að ekki mætti dæma höfunda og lista- menn eftir pólitík einni og nefndi dæmi um vonda rithöfunda sem hefðu jákvæð viðhorf, og snillinga sem hefðu auðgað mannkynið en hefðu haft slæm pólitisk sjónarmið. Sartre nefndi hann með höf- undum sem væru alveg geldir listrænt en á hinn bóginn menn einsog Céline, Beckett, Joyce, Proust, menn sem hefðu gefið heiminum nýtt forrn í verkum sin- um en væru ekki alltaf að ota fram sín- segja hvað sem það kostar. Það kann að vera að form hans sé gamaldags en það er satt fyrir honum og þar með okkur. Það getur verið að hann skrifi i sama stíl og Tolstoj, þessum breiða þungstreymandi með urmul af persónum, sama er mér. Með sinum hætti gegnir hann því skyld- uga hlutverki skálds og listamanns að vera vitnisberi um þá veröld sem hann Iifir í, einsog hann sér hana og skynjar með engan dómara æðri yfir sér en sam- vizku sína. 7. Og svo sveif allt i einu yfir grasblettinn g æna prinsessa frá írlandi sem bar sig einsog hana langaði alveg eins til að fara að dansa þangað til hún kom að hljóð- nemanum, settist við hann og tók um legginn á honum einsog væri stilkur á blómi sem hún væri hissa að hefði vaxið upp úr tréborðinu og fór að tala við þetta blóm á dýru máli sem bar keim sömu ræðu, og væri kannski eini dag- skrárliðurinn sem aldrei brygðist. Ana Maria Matute er einn af helztu skáldsagnahöfundunum sem hafa reynt að þrífast á Spáni þrátt fyrir tvennskonar ritskoðun sem hefur ógnað, ríkis og kirkju. Það hefur viljað til láns að stjórn- arvöldin eru stundum að reyna að þykjast vera frjálslynd einkum til að gera sig samkvæmishæf hjá sinum bandarísku verndurum og fjármögnurum, eða til að gera ekki eins óþægilegt fyrir þá síðar- nefndu í ýmsum þjóðasamtökum að halda uppi núverandi tíðleikum. Þó hafa mörg skáld og aðrir listamenn löngum gist fangelsi Frankó og ýmsir látið þar lífið. Ana Maria Matute segir að óviða sé gott að lifa sem skáld þar sem hún þekki til, en á Spáni verði það til að flýta fyrir að menn deyi ef þeir eru skáld. Hún hef- ur lýst flestum betur að mínu viti sálar- strííi og klofningu hverrar fjölskyldu sem fylgdi borgarastyrjöldinni með sínum Leopold. Senghor Claude Simon Martin Walser Veijo Meri Vladimir Nabokov um göfugu og hreinu tilfinningum. Hann nefndi slíka eldheita Stalínista einsog Picasso og Neruda sem samtímis hefðu verið miklir listamenn og hélt áfram: því það eru líka til hugrakkir and-stalínistar sem eru skrambi vondir höfundar, einsog til að mynda Solsjenitsín sem á kannski sinar mörgu góðu hliðar, er kannski mjög hugrakkur en aðhyllist skáldsöguvinnu- brögð sem eru næstum alveg þau sömu og langafar okkar höfðu. Simon sagði að Majakovski hefði haft eftir frönskum manni að striðið væri alltof alvarlegt mál til þess að trúa her- mönnunum fyrir því. En Michel Deguy hefði sagt að bókmenntirnar væru alltof alvarlegt mál til að trúa byltingarmönnum fyrir þeim. Simon sagði: sönn byltingar- list eða -bókmenntir er sjaldan, kannski aldrei, bókmenntir sem fjalla um bylt- ingu heldur ala upp menn i því að tala frjálst, þær forðast troðnar slóðir, vikja langt frá stöðnuðum og gamalkunnum formum. í bókmenntum verði alltaf að felast gagnrýni á bókmenntirnar sjálfar og málið, þvi maðurinn er mótaður í mynd síns máls. Simon sagði: það er ekki til nein byltingarlist sem hefur ekki bylt- ingarform, sagði Majakovskí, og skaut sig að lokum. En hvað sem Claude Simon segir er Solsjenitsín höfundur sem segir okkur margt sem við þurfum að vita, mikill maður sem segir það sem hann þarf að af James Joyce og Yeats, með tónblæ þaðan og kannski var það söngur máls- ins sem gaf því blæ af ijóði, ef til vill meira en efnið átti í sjálfu sér. Edna O’ Brien, skáldsagnahöfundur frá írlandi sem hefur flúið eyjuna sína grænu og býr i Englandi, og ræða hennar bar keim af einskonar ástarhatri til írlands einsog tal fleiri íra sem hvorki geta verið á ír- landi né lifað án þess. Svo sveif hún aftur í sæti sitt með samskonar dansfreistingar og augun græn einsog grasið og hárið rauða svo sólhitað að maður bjóst við að færi að rjúka úr því. Síðan kom fullur Finni, skáldsagnahöf- undurinn Paavo Rintala, og hljóðneminn var ekki lengur blóm heldur var hann orðinn að glasi í hendi skáldsins sem tók að lesa okkur pistilinn á finnsku með slik- um formælingum að þýðendur skiluðu bara setningu og setningu meðan flaum- urinn rann rauðglóandi úr skáldinu, og Finnarnir veltust allir um af hlátri en út- lendu gestirnir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið; enda kom á daginn að hann hafði verið að segja að við værum bæði asnar og fífl að láta teyma okkur á okkar löngu og loðnu eyrum stífluðum af merg og kuski og kannski heymoði hingað á þessa hálfvitalegu samkomu þangað sem enginn heilvita maður kæmi.... og fylgdi sögunni að þetta væri árviss viðburður á Lahtimótunum að þangað kæmi Rintala alltaf jafnfullur og flytti ævinlega þessa bræðravigum. Hún var tiu ára þegar styrjöldin brauzt út og friðsæll bernsku- heimur hennar hrundi til grunna. Allt var skyndilega eitrað og lævi blandið og allur heimurinn ægilegur. Ein systir í hópi margra bræðra, móðirin dó, hún ólst upp við brúðuleikhús, hún samdi sjálf leikina fyrir það, og skrifaði og skrifaði. Hún var aðeins sautján ára þegar hún skrifaði fyrstu skáldsögu sina, gaf út fyrstu skáldsögu sina tuttugu og tveggja ára gömul: Los Abel, Abelfjölskyldan sem eignast sinn Kain. Og aftur og aftur koma fyrir í verkum Matute andstæðurnar Kain—Abel, togstreita þeirra. Sakleysi og sekt, hver er saklaus og hver er sekur? í bókum Matute eru sterkar ástriður sem skapa persónum mikil og dramatisk örlög og leiða til hatrammra átaka, stundum til bölvunar. Helzta skáldsaga hennar er Los hijos muertos, Hinir dauðu synir þar sem fordæming Kains fylgir kynslóð eftir kynslóð og steypir i glötun, kraftmikil bók, með ítarlegu raunsæi samanslungnu við ljóðræna fegurð. Þar koma fyrir marg- breytilegar manneskjur og margþættar, þar blandast viðkvæmni og styrkur og sársauki, reynslusviðið er ótrúlega vitt í bókum hennar. Yfir þessari konu var tiginn blær og mikil fágun, fjarlæg og nálæg í senn, sterk og brothætt. Hún var mjög óstyrk þegar hún flutti framsöguerindi sitt sem var vönduð hugvekja; persónuleg og 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.