Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 51
mannsins væri að spyrja og hafna bók- menntaafstöðunni sem Sartre lýsti svo vel. Að spyrja þýðir að breyta, sagði Lupan: að breyta þýðir að lifa.... sagði þessi rúmenski rithöfundur og er vonandi að slík endurskoðunarstefna þrífist og dafni í sósíalísku löndunum, þvi án sí- spyrjandi gagnrýni og mannúðarkröfu er sósalisminn dauður. 11. Viðhorfin víxluðust, andstæðum fjölg- aði í framboðinu á hinum daglegu fund- um við lítið skýrek, stundum yfir bláan himininn, og oftast voru trén kyrrir og hljóðir verðir utan um samkomurnar á grasinu; og aldrei þurfti að setja upp kvenfélagstjaldið góða því sólin skein glatt og varla að bærist þytur úr laufi. Þýðendurnir hixtuðu og stömuðu stund- um og stundum var einsog þeir væru farnir heim til Helsinki og engin furða; og litlu vasatækin voru að brenna út og bila og oft mátti sjá tæknitrega rithöf- unda hrista tækin í ákafa einsog þeir væru að reyna að ná salti eða sykri eftir atvikum úr stífluðum bauk. Þetta kom einkum að sök þegar talað var á finnsku þar sem margt óvænt gat skeð í ræðunni en Sovétmaðurinn hafði túlkinn með sér sem talaði jafnharðan á ensku. Sumir voru þeir sem vöktu athygli þótt þeir töluðu ekki á fundunum. Einn þeirra var austurríska skáldið H. C. Artmann frá valsanna Vinarborg sem gekk um á fjallgöngumannastígvélum reimuðum upp á hné, og bar nokkurn svip af ringluðum flóttamanni í skyndibúðum að bíða eftir almenningssúpu og hugsa um kavíarinn sem hann skildi eftir heima og kampa- vínið; með þunglyndisleg augu hins sanna húmorista líkt og að síga með djúpum baugum undir þeim niður að þykku yfir- skegginu sem gerði andlitið munnlaust þangað til hás röddin bar flaum af furðulegum hugmyndum og orðaleikjum fram á ýmsum málum, sakleysi augnanna mengað einsog Dóná sem er svo blá í söng. Á höfði bar hann sólhjálm sem bæði minnti á Sherlock Holmes um leið og í fasi hans var líka meyjarsál doktors Watsons, og svo datt manni i hug að þar væri fiðrildaveiðari sem hefði skilið eftir stóra netið sitt í fatageymslunni og hefði óvart vegna mistaka ferðaskrifstofu lent á ljónaveiðum og saknaði flissins og hrifnifrekjunnar í teftónskum skáld- (þetta)dýrkandi smámeyjum með ýstru á hnjánum. Ennþá hef ég ekki náð í neitt eftir þetta skáld sem vakti forvitni mína en hef það eftir öðrum að bækur þessa manns séu furðulegt fyrirbæri í þýzkum bókmenntum eftir stríð sem kannski hafi ekki verið viðurkennt sem skyldi vegna þess hve ólíkur hann sé málbræðrum sínum, margslunginn og ólíkindalegur. Af finnsku höfundunum sem ég kynnt- ist þarna þótti mér athyglisverðastir ljóð- skáldið Paavo Haavikko og Veijo Merí, sem mér þykir meðal betri skáldsagna- höfunda Norðurlanda, lítill vexti og við- kunnanlegur maður sem bar með sér eitt- hvert innra bros, en ég hef áður sagt frá báðum þessum mönnum í grein í Birtingi. Það var engan veginn vandalaust að tengja hin ólíku sjónarmið og stýra um- ræðunum þannig að þær héldust í far- vegi en lentu ekki úti i móum, það gerði af fimleik og lagni útgefandinn Ville Repo, en gamall kunningi minn til margra ára, tungumálagarpurinn Kai Laitinen var byggingameistari í Babels- turni þar sem rúmlega tuttugu skáld fluttu eftir sig efni hver á sínu máli við aðdáanlegt þolgæði áheyrenda eða áhorf- enda eitt kvöld í ráðhúsi Lahti. Samvirk ráðstjórn stýrði snurðulausum framkvæmdum: auk fyrrnefndra þeir Erkki Reenpáá, Matti Suurpáá og Pekka Lounela með Hannu Taanila fyrir fram- kvæmdadínamó. Það er hugsjón þessara manna að vinna að þvi að draga úr fjandskap og sprengi- hættu í heiminum með auknum skilningi og kynnum. Þegar umræðunum var að ljúka tiplaði finnsk skáldkona með gult hár og þykka smyrslaköku fyrir andlitinu í skærbláum tízkubuxum á gullnum sandölum sem geislaperlurnar gusu af í grænu grasinu og greip hljóðnemann sínum smágerðu velsnyrtu höndum og kreisti svo að nú var hann hvorki blóm né bikar heldur átti hann að vera byltingarvopn, kannski molotovkokkteill. Og fór að lofsyngja Stalín svo að lá við að rauðu dílamir í kinnunum kæmust gegnum fegrunarkök- una. Og þegar ég var búinn að svara henni í ræðu, kom hún til mín og sagði: æi ég meinti það ekki svoleiðis. 4 Kristinn Einarsson: SVARIÐ MÉR VOLGA NÉVA enn ræði ég hlutlna umhverfis mig virði þá fyrir mér skoða samt eru þeir ekki raunsatt umhverflð það er eitthvað iangt í burtu fjarlægt sem ekkl verður gripið andartak f tónverki eftir músorgskí eða græni liturinn í sjávarmyndum ajvazovskís lífið í þessari borg tilvera einhverrar sérstakrar manngerðar hvað er það sem skapað hefur þessa hörku stálsins búna um leið seiglu járnslns hver er þessl ofn og rauður bjarminn leikur um vélamenninguna en lífið og sálin já sumir þykjast sjá kaldar tungur brjótast úr logunum og boða fölskva inn í þennan eld nótt á þessum degi þjóðarsálina láta þeir villast í eyðimörkinni hverjir eru þeir spámenn ég fer á bjórkrána til að hlusta á alþýðuna les blöðin tii að kunna mér leikreglurnar eftir fimmtíu sumur — „hvað er þá orðið okkar starf“ harka stáls og seigla járns mótuð af ótal styrjöldum ég trúi já ég trúi á þjóðarsálina í allri sinni nekt elnog hún stígur nú upp af skógunum sléttunum fljótunum og sezt að í borg til þess að tæknivæðast hver verða örlög þfn volga þín néva munt þú áfram veita svölun þyrstum eða vatn þitt þurrt sem eyðumerkursandur inni í þögn þinni er falið svar milljónanna hvenær veitist þér þor til að láta það hljóma eða nægir þér að hafa einn hljóðnema og hátaiara eru eyru þín einsog sandtunna geðveikraspítalans eða opið niðurfallið lengi höfum við beðið svars þfns og aðrir segjast hafa það hverju skal trúa í þögn þinni enn bíð ég svarsins voiga enn um sinn er spegill þinn fyrir augum mfnum néva rennsli ykkar óháð manninum eða er það svo efinn hefur heimsótt mig f nótt og hvísl hans bergmálar enn í eyrum mér hafa virkjanir og skipaskurðir stöðvað blóðrás ykkar er tæknin sem eitur f beinum ykkar svarið mér volga néva enn bíð ég svars ykkar og ég sá bjarmann teygja sig hærra og fann glóðina aukast aukast og mér varð hugsað til spurninga minna ólgandi í straumkastinu er þetta þá svarið volga néva er þetta þá svarið 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.