Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 58
skuldbundin til að taka upp slíkan notk- unarhátt. í Lotus-málinu vísaði alþjóðlegi setu- dómstóllinn frá tilraunum frönsku rikis- stjórnarinnar til að koma á stofn já- kvæðri meginreglu i alþjóðalögum á þá leið, að í málum vegna árekstra á úthaf- inu væri lögsaga einvörðungu í höndum ríkja þeirra, sem ættu fána þá, sem skip- in hefðu við hún, þótt hann viki að nokkrum málum, þar sem málsókn fór fram aðeins fyrir dómstólum fánaland- anna, en benti á: „Jafnvel þótt fátíðni dómsúrskurða í málum, sem fregnir eru um, dygði til sannindamerkis því, að kringumstæður séu, eins og umboðsmaður frönsku rikis- stjórnarinnar hefur gefið í skyn, sýndi það einungis, að ríki hefði í reynd látið hjá líða að hefja sakamál, en ekki að þau hefðu viðurkennt, að þau væru til þess skuldbundin; einungis þannig ef slik vanræksla stafaði af því, að þau væru þess meðvitandi, að þeim væri skylt að láta það hjá líða, væri unnt að ræða um alþjóðlega hefð.“BD Þegar ríkisstjórn Colombíu reyndi i verndarhælis-málinu að treysta á meinta staðar-venju, sem væri sérkennandi fyrir Suður-Ameríku, áhrærandi verndarhæli stjórnarerindreka, hafnaði Alþjóðadóm- stóllinn málsstaðhæfingum Colombíu og vakti athygli á meginþáttum alþjóðlegrar hefðar. „Sá aðilinn, sem treystir á hefð af þessu tagi, verður að færa sönnur á, að hefðin sé grundvölluð að slíkum hætti, að hún sé bindandi fyrir hinn aðilann. Rikisstjórn Colombíu verður að sanna, að umgetin regla sé i samræmi við stöð- ugan og sams konar notkunarhátt, við- hafðan af rikjum, sem um er að ræða, og að í notkunarhætti þessum birtist réttur tilheyrandi rikinu, sem verndar- hæli veitti, og skylda hvílandi á herðum landsrikisins. Þetta leiðir af 38. gr. dóm- stólslaganna, sem lýtur að alþjóðlegri hefð sem vitnisburði um almennt hátta- lag, viðtekið sem lög.“52) Sakir þess að sams konar málsköpum væri ekki ávallt hlítt, vísaði Alþjóðadóm- stóllinn i fyrirvara-málinu55) á bug tilvist reglu í hefðarlögum á þá leið, að allir að- ilarnir að sáttmála þyrftu að gjalda ein- róma samþykki við fyrirvara, sem ríki áskildi sér, til að það ríki yrði aðili að sáttmálanum. Á áþekkum forsendum taldi dómstóllinn í fiskveiða-málinu,54) að tíu milna reglan með tilliti til afmörk- unar flóa hefði ekki hlotið stöðu al- mennrar reglu í alþjóðalögum. Merkir fræðimenn fallast samt sem áður á það, að ógerningur sé að segja, hvenær eitthvert tiltekið framferði, við- haft af ríkjum, verði rakið til þeirrar sannfæringar, að þau séu skuldbundin til að viðhafa slíkt framferði. Eins og Anand hefur réttilega bent á: „Á hvaða þrepi hefð, sem álitin er bindandi regla, rís upp yfir það að vera breytanleg venja eða háttvísi, er stigs- atriði, sem ekki verður skilgreint eða nákvæmlega ákvarðað. Úrskurður þess kann að vera einungis álitamál og mats- atriði.“55) í þessu samhengi hafa allmargir höf- undar lagt til, að ítrekað atferli, sem á er fallizt eða leiðir ekki til mótmæla þorra rikja, skuli vera talið fullnægja hefðar- kvöðum. Parry hélt því fram, að „ef á einn veg er hvað eftir annað að farið, verður aðeins vænzt eða að minnsta kosti eðlilega vænzt, að á þann veg hafi verið að farið, og ekki á annan veg, af sann- fæiingarástæðu eða skuldbindingar.“5«) Varðandi opinio juris lét MacGibbon það álit í ljós, að „það megi gjarnan fullyrða, að allt og sumt, sem nauðsynlegt væri, er það, að til kröfunnar eða atferlisins sé gengið eins og vegna réttar væri og án þess að mótmæli fylgdu eða með öðrum orðum, eins og hún eigi rétt á sér og sé talin lögmæt.“57) Ef þessi mælikvarði er viðhafður um kenninguna um landgrunnið, var Mac- Gibbon þeirrar skoðunar, að „að svo miklu leyti sem kröfur landa Suður- Ameriku hafa því sem næst svarað til kröfutegundar Bandaríkjanna, hefur engum mótmælum að þeim verið beint, og rök verða að þvi færð, að þættir, sam- eiginlegir báðum kröfutegundunum, sem önnur ríki hafa á fallizt og meira að segja haft að fordæmi, séu í þann veginn að verða, ef þeir eru ekki þegar orðnir, hluti af hefðbundnum alþjóðlegum lög- um. Að svo miklu leyti sem frekari kröf- um til fullveldis yfir yfirliggjandi sjó hafa fylgt þrálát mótmæli frá öðrum rikjum, hefur verið komið í veg fyrir, að þeir þættir verði alþjóðalög."55) Þegar árið 1950 veitti Lauterpacht nýju kenningunni stöðu hefðbundinnar meg- inreglu alþjóðalaga, þar eð háttalag það, sem Bandaríkin og Bretland höfðu inn- leitt, var talið heimilt, nær þvi að sjálf- sögðu, frá upphafi. Að hans mati „er það, sem máli skiptir, ekki svo mjög fjöldi rikjanna, sem þátt taka í myndun henn- ar, né lengd timabilsins, sem breytingin varaði, heldur á hverju sviði fyrir sig hlutfallslegt mikilvægi ríkjanna, sem innleiða breytinguna."59) O’Connell féllst að fullu á þetta sjónarmið í skrifum árið 1955.so) Johnson leit á nýju kenninguna sem eina hinna almennu meginreglna laga, sem viðurkenndar væru af öllum siðuðum þjóðum, og þess vegna reglu í gildandi alþjóðalögum.“6i) Á þessar skoðanir féllst Mouton þó ekki.62) Kunz leit svo á, að hún væri ein- ungis nýr háttur (norm) í almennum hefðbundnum alþjóðalögum in fieri, in statu nascendi".53) í úrskurði sínum í Abu Dhabi-gerðinni lýsti Asquith lávarð- ur þvi yfir með áherzlu, að „í engu formi verður sú krafa ennþá gerð vegna kenn- ingarinnar, að hún hafi tekið á sig hina hörðu drætti eða skýlausu stöðu grund- vallaðrar reglu í alþjóðalögum."54) Áður en fullyrt verður um stöðu hefð- ar gagnvart kenningunni um landgrunn- ið, þarf að gera ljóst það meginatriði, hvort yfirgnæfandi meirihluti ríkja hefur tækifæri og ráðrúm til að setja sjónarmið sín fram eður ei. Af þeim sjónarhóli verður ekki undir tekið með Lauterpacht, þegar hann veitti henni slika stöðu þegar árið 1950 á grundvelli háttalags helztu siglingaþjóðanna, Bandaríkjanna og Bretlands. Um það leyti höfðu allmörg lönd, svo sem Frakkland, Ráðstjórnarrík- in, Japan, Norðurlönd, Indland, Ástralía, Burma og Ceylon, ekki látið í ljós afstöðu sína. Auk þess fylgdi fast i kjölfar Trum- an-yfirlýsingarinnar talsverð „ringulreið og brigzl“, svo að gripið sé til orðalags Kunz. Ennfremur er það óæskilegt að ge:a jafn hátt undir höfði tilfinningum og hagsmunamálum fárra ríkja, hve voldug sem þau kunna að vera, og ger- völlu alþjóðlega samfélaginu. Með þess- um orðum er samt sem áður ekki verið að neita því, að kenningin hafi hlotið stöðu hefðbundinnar meginreglu í al- þjóðalögum. Eitt ríkið á eftir öðru hefur ekki einungis lýst yfir rétti sínum, held- ur áttu öll þeirra, innan vébanda Al- þjóða-laganefndarinnar, hlut að um- ræðum, og loks á hinni sögulegu Genfar- ráðstefnu um lögin á hafinu, hlut að glöggri skilgreiningu á rétti þeim, sem af þessum nýja hætti (norm) hlýzt. Á Genfar-ráðstefnunni 1958, þar sem kom- in voru saman frá endimörkum jarðar nær öll riki hennar, var það glögglega itrekað, að strandríkin hefðu óskoraðan rétt yfir landgrunninu ipso jure á grund- velli samfelldni og að það væri viðtekið alþjóðlegt háttalag. Haraldur Jóhannsson þýddi. 29) Oppenheim, ibid., bls. 628—630. 30) Hall (Pearce Higgins), International Law, 8. útgáfa, 1938, bls. 189. 31) Colombos, op. cit., note 18, bls. 57. 32) Hurst, op. cit., note 6, bls. 43. 33) Sjá Laws and Regulations on the Regime of the High Seas, Vol. I, bls. 38. 34) Tilfært af Waldock, op. cit., note 7, bls. 120. 35) Ibid., bls. 139. 36) Ibid. 37) Green. op. cit., note 7, bls. 79. 38) Sjá gerðardóm Max Huber í Palmaseyjar-mál- inu (eða Miangas) frá 4. apríl 1928, eins og frá dómn- um er skýrt í 22 A.J.I.L.. 867 (1928), bls. 908. 39) Ibid. 40) Sjá dómsúrskurð P.C.I.J. í málinu um lagalega stöðu Austur-Grænlands, sería A/B, no. 53 (5. apríl 1933), bls. 46. 41) Sjá gerð í Clippertoneyjar-málinu, eins og frá henni er skýrt í 26 A.J.I.L 390 (1932), bls. 394. 42) Sjá dómsúrskurð I.C.J. í máli Minquiers og Ecrehos, I.C.J. Reports 1953, bls. 66—99. Einkum persónulega skoðun Basdevant dómara, ibid. bls. 78. 43) Lauterpacht, op. cit., note 28, bls. 429—430. 44) Vallat, op. cit., note 9, bls. 335. 45) L.F.E. Goldie, „Australia’s Continental Shelf: Legislation and Proclamations“, 3 I.C.L.Q. 535, 1954, bls. 561. 46) Garcia Amador, op. cit., note 6, bls. 131. 47) Varðandi texta Abu Dhabi-gerðarinnar, sjá 1 I.C.L.Q. 247—261, 1952, í þessu samhengi einkum bls. 256—257. 48) Ibid., bls. 256. 49) Shigeru Oda, op. cit., note 21, bls. 151. 50) Schwarzenberger, op. cit., note 19, bls. 364. 51) P.C.I.J., sería A, no. 10, 1927, bls. 28. 52) I.C.J. Reports 1950, bls. 276. 53) I.C.J. Reports 1951, bls. 25. 54) I.C.J. Reports, 1951 bls. 131. 55) Ur doktorsritgerð R.P. Anand, lagðri fyrir lagadeild Yale-háskóla 1964, VI. kapítula, en hún hefur ekki verið birt. 56) Clive Parry, The Sources and Evidences of Intcrnational Law, 1965, bls. 62. 57) I.C. MacGibbon, „Customary International Law and Acquiescence“, 33 B.Y.B.I.L., 115, 1957 bls. 131. 58) Ibid., bls. 119, neðanmáls. 59) Lauterpacht. op. cit., note 28, bls. 394. 60) O’Connell, „Sedantry Fisheries and the Austra- lian Continental Shelf“, 49 A.J.I.L., 185 (1955), bls. 194—195. 61) D.H.N. Johnson, „The Legal Status of the Sea- bed and Subsoil“, 16 z.f.a.o. R.V.R., 1956 ss 451, 459, tilfært af Shigeru Oda, op. cit. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.