Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 5
greiddi hann án nokkurrar athugsemdar. Ekki löngu seinna barst honum annar reikningur frá hattasaumara konu sinnar — hann hljóð- aði uppá 2.250 gyllini. Einnig hann greiddi Metternich þegar í stað, en í þetta sinn gerði hann athugasemd: — Elskan mín, ég sé að eftir því sem hattar þínir minnka verða reikningarnir hærri; ég horfi framtil þess dags þegar hattasaumarinn leggur aðeins fram reikning- inn. Michélangelo Buonarroti (1475—1564), ítalski málar- inn, myndhöggvarinn og arkitektinn, var eitt sinn spurður af Karli keisara fimmta, hvað honum fynd- ist um Albrecht Durer. — Væri ég ekki Michel- angelo, svaraði hann, þá vildi ég heldur vera Albrecht Diirer en Karl fimmti. John Milton (1608—1674) enska skáldið sem m. a. orti „Paradísarmissi“, var ein- hverju sinni að því spurður, hvort hann mundi kenna dóttur sinni mörg erlend tungumál. — Nei, svo sannarlega ekki, svaraði hann beisklega, ein tunga er meira en nóg fyrir konu. Milton var alla ævi erfið- ur í umgengni og missti sjón- ina með árunum. Fyrsta kona hans hafði farið frá honum eftir mánaðar sam- vistir og aðeins komið aftur í afbrýðiskasti. Önnur kona hans lézt af barnsförum. Þegar hið blinda skáld kvæntist í þriðja sinn, var það einungis gert til að ná í konu til að annast bú og börn. Hertoginn af Buck- ingham kallaði hina fögru en skapbráðu frú Elísabetu rós. — Um litinn get ég ekki dæmt, sagði Milton, en þyrn- anna verð ég var dagsdag- lega. Eftir að Milton hafði gengið í sitt þriðja hjóna- band, sem kom flestum mjög á óvart, var hann spurður af vini sínum, hvernig hann, blindur maðurinn, hefði get- að valið réttan maka, og hvort sjónleysið torveldaði honum ekki að njóta til fullnustu blessunar hjóna- bandsins. — Milton batt strax enda á allar frekari vangaveltur vinarins með því að segja: — Ég hef valið vel. Og Öll fjölskyldan saman Frá 1. nóvember til 31. marz gilda fjölskyldufargjöld Loftleiða, þau leysa margan vanda. Nú getur öll fjölskyldan skroppið saman í: Viðskiptaferðalagið Vetrarfríið Jólaheimsóknina Afslátturinn nemur 50% fyrir maka og börn milli 12 og 26 ára. Ferðaskrifstofurnar og umboðsmenn Loftleiða um allt land veita upplýsingar, taka á móti farpöntunum og selja farmiða. LOFTIEIÐIR 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.