Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 8
Pér lærió nýtt tungumál á 60 tímum! Lingiiaphone lykillinn aó nýjum heimi Tungumálanámsheið á hljámplötum eóa segulböndunir ENSKA, ÞÝ2KA, FRANSKA, SPÁNSKA, PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA, SÆNSKA. NORSKA, FINNSKA, RÚSSNESKA, GRlSKA, JAPANSKA o. fl. Verð aðeins hr. 4.500- AFBORGUNARSKILM'ALAR Hljóðfcerahús Reyhjauihur Laugauegi 96 simi: I 36 56 iriii á mönnum og dýrum. Hann svaraði strax: — Það eru ekki til nein dýr sem reykja. Theodor Mommsen (1817—1903), þýzki sagn- fræðingurinn og nóbelsverð- launahafinn, er almennt tal- inn hafa átt heimsmet í fjar- hygli. Eftirfarandi saga gæti vel bent til, að það sé rétt: Dag nokkurn situr Mommsen prófessor í spor- vagni og les dagblað. Hann ýtir sem snöggvast gleraug- unum uppá ennið, en þegar hann ætlar að halda áfram lestrinum, finnur hann hvergi gleraugun sín. Hann leitar einsog óður maður í öllum vösum, þartil lítil stúlka við hliðina á honum segir: — Gleraugun eru uppá enninu. Glaður í bragði setur prófessorinn upp gleraugun og segir vingjarnlega. — Takk, litla vinkona, og hvað heitir þú? — Ebba Monnnsen, pabbi! svarar telpan. Þegar Napóleon III hafði samið bók sína, „Saga Ses- ars“, beið hann með að láta prenta hana, þartil hann hafði lagt hana fyrir ýmsa lærða menn, þeirra á meðal Theodor Mommsen, sem hann bauð sérstaklega til Parísar í þessu tilefni. Þegar verkið var komið út, spurði einn af vinum Mommsens hann, hvort hann ætti að kaupa bókina handa syni sínum. — Hversu gamall er sonur yðar? spurði Monnnsen. — Fjórtán ára. — Þá skuluð þér flýta yð- ur að kaupa hana, sagði Monmisen. Hefði hann verið aðeins einu ári eldri, væri hann vaxinn uppúr henni. Mary Wortley Montagu (1689—1762) var eftilvill sérvitrasta skáldkona 18. aldar. Eitt sinn gaf hún þessa kaldhæðnu lýsingu á sínu eigin fagra kyni: — Það er aðeins ein ein- asta ástæða til þess, að ég er ánægð með að vera kona. Eg mun aldrei þurfa að gift- ast konu. Michel de Montaigne (1533—1592), franski rit- höfundurinn og hugsuðurinn, segir sitt af hverju um einka- líf sitt og venjur í sinni frægu og sígildu bók, „Ess- ais“. Hér eru nokkrar at- hugasemdir hans um ánægju matlystugs manns: — A æskuárunum hljóp ég stundum yfir eina og eina máltíð. Því þar sem Epíkú- ros fastaði og snæddi spart- verskar máltíðir til að venja lostafullt eðli sitt við að vera án óþarfans, þá fastaði ég hinsvegar til að þjálfa losta- fullt eðli mitt í að njóta ó- þarfans með enn meiri á- nægju en ella. — Langar máltíðir eru mér skaðsamlegar. Á barns- aldri tamdi ég mér nefni- lega þann ósið að halda á- fram að borða meðan ég sat undir borðum. Þegar ég er heimavíð, tek ég því gjarna Ágústus mér til fyr- irmyndar og sezt að borð- um örlítið seinna en hinir; hinsvegar tek ég það ekki upp eftir honum að standa upp frá borðum á undan öðr- um. Mér finnst þvertámóti sérstök ánægja að sitja lengi á eftir og hlusta á aðra án- þess að taka sjálfur þátt í samræðum. Ég verð semsé alveg eins þreyttur af að tala með fullan maga einsog mér finnst heilbrigt og skemmti- legt að tala hátt og taka þátt í samræðum fyrir máltíðir. Charles de Secondat de Montesquieu (1689—1755), franski rithöfundurinn og heimspekingurinn, varð eitt sinn fyrir því, að kona af háum aðalsættum, sem var dálítið laus á kostun- um, þjakaði hann með ótal spurningum. Loks spurði hún, í hverju hamingjan væri fólgin. Montesquieu svaraði: Avallt fyrirliggjandi úrval af vefnaðarvörum Kr. Þorvaldsson & Co. HEILDVERZLUN GreLtisgötu 6 — Símar 24730 og 24478 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.