Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 17
Ólafur Haukur Símonarson: í upphafi leiks eða Davíð og Golíat i. „Varla verður með réttlátum hœtti úthrópað í svo stuttu máli þetta sem ekki er neitt launúngarmál hvorki mikið né lítið að þeim voluðu sauðum sem undir ýmsu yfirskini á sig tekið hafa með öllu óláni sem þvílíku fargani fylgir að samanfella kver sem megi verða til nokkurrar upplýsíngar eða skemmt- tmar alþýðu eða Capitalistum ílla farnast flestum í efnalegu tilliti og margar ágætar manneskjur útslíta sinni sál og ekki er óal- gengt að likamir þessara bili fljótt vegna óskaplegrar meðferðar sem líkja má oft að- eins við pyndíngar á óbótamönnum sem svo kallast af þjóðfélaginu . . . „Slík er meðferðin á þessum lömbum (rit- höfundum) í höndunum á þessari undarlega samsettu þjóð sem hefur um lángan aldur stytt sér stundir á þennan dólgslega hátt og lagt þari metnað sinn og tekið á sig margan krók með engu öðru markmiði en þvi að troða á riturum sínum helst lemja þá og svelta allt til dauða . .“ „Þó megi segja að meðferðinni (á rithöf- undum) hafi heldur þokað í áttina til þol- anlegs skepnuskapar þá er engin sála á þessu landi frí af þeim djöfulsskap að vilja alla hugsun útmá og stíga hœlnum á þá hönd- ina sem er rétt út til farsœllegrar leiðslu . .“ „Þessa svívirðu (arðrán á rithöjundum) má eygja með auðveldum hœtti ef heiðar- legur vilji leiðir sjónir og knýr undir skiln- inginn sem er hið œvarandi skilyrði allra mannagjörða er til gagns eru œtlaðar varan- legs en ekki til óþurftar og hneisu . „Öldúngakynslóðin sem stjórnar hinum geirnegldu menníngarfyrirtœkjum fyllir frystikistur sínar af handritum úngra höf- unda. Menníngarmálaliðar hins opinbera slá úr og í sé þeim boðinn texti leiki nokkur minnsti grunur á um að höfundurinn dragi andann . .“ „Stirfni bókaútgefenda drepur i dróma sjálft sköpunarstarfið“. Ó. H. Torfason. „Bóktjáníng er okkar œr og kýr. Við hugs- um öllum þjóðum fremur í letri — epískt. Við erum einsog ritvélar sem umhverfið skrifar á málshœtti. Því er okkur meiri nauðsyn en öðrum að útgáfan sé óheft". „Aðeins einum manni hefur haldist það sœmilega uppi hér á landi að helga sig skrif- um fagurbókmennta svokallaðra: Halldóri Laxness. Hann er eini atvinnurithöfundurinn í þeim dúrnum. Aðrir eru annaðhvort at- vinnulausir rithöfundar eða dauðir atvinnu- rithöfundar“. „Það er því engin furða þótt ýmsir tengi þetta ástand meinbugum þjóðfélagsins — þeirri furðu að allt virðist gánga klakklaust og greiðlega sem gefur af sér hið dularfulla efni penínga. Stýrimenn þjóðfélagsins sýngja fyrir lofsönginn um allt hið blessunarlega sem lýtur auðskildum lögmálum framboðs og tilbúinna þarfa" „Hví eru verk Thors Vilhjálmssonar ekki rifin útúr höndunum á honum glóðvolg og gefin út samtímis á 3—4 túngumálum?" „Er það nokkur hemja að Steinar Sigur- jónsson missi heilsuna á lángdregnu salt- fiskáti í leku húsnœði og neyðist tilað gefa út sína texta sjálfur — maður sem ekki á bót fyrir rassinn á sér?“ II. Staðan í hálfleik. Það er ekki launúngarmál að úngviði meðal höfunda gengur ílla að koma verk- um sínum þennan síðasta spöl tilorðníng- arinnar:um greipar hinna dularfullu út- gefenda, um prentvélar og bókabúðir í hendur og fyrir sjónir þeirrar álþjóðar sem þau sannarlega eru ætluð. Má vera að úngum skrifurum hafi á öllum tímum ílla tekist við þennan þátt sem virðist krefjast ótvíræðra hæfileika i sölumennsku með öllu sem slíku fylgir: ýtni, hanastélsyppingar, vindlareykíngar og útblásin goðverustellíng. Furðulegt þetta basl þegar alkunna er að aldrei í sögunni hefur verið svo laf- auðvelt um fjölföldun og dreifíngu les- máls. Enga skarpskyggni þarf tilað koma auga á reisuleg prenthúsin byggð fyrir gildisaukann spýtandi feiknum prentaðs máls yfir lesandi lýð:verðlistum, ferða- mannatrekkeríi, símaskrám, viðskipta- skrám, dagatölum, klósettpappír með brandara á, munnþurrkum með spakmæli á, áletruðum brúðuklæðum, skattskýrsl- um og öðrum morðhótunum hins opin- bera ásamt órannsakanlegum fjöllum eyðublaða — öllu þessu er hrannað á sakleysíngjana sem ljúka upp augum. Prenthúsum á íslandi hefur fjölgað og þá ekki orðin lítil afkastagetan. Nokkrar offsettprentsmiðjur hafa komið til sög- unnar eða sagan til þeirra. Mart er út gefið, borgað vel og umyrðalaust — nema lítið af fagurbókmenntum. Greyið. Hvaða slægur er í þeim forlögum sem fyrir hendi eru á íslandi? Kannski mætti svara þessari spurníngu með því að bera fram aðra. Hver skyldi trúa því að jafn ágætur höfundur og Guðbergur Bergsson þurfi að fara bónleiður milli búða útgef- enda — hafi t. d. verið neitað um út- gáfu á Tómasi Jónssyni Metsölubók hjá því forlagi sem róttækast telur sig (M&M); handrit hans hafa legið svo ár- um skiptir í salti hjá forleggjurum án- þess höfundur hafi fengið klár svör varð- andi útgáfu. Hver fæst til að trúa því að greiðslur til Guðbergs fyrir margra ára vinnu nemi einum mánaðarlaunum verkamanns?! Ótrúlegt en satt. Þau forlög sem einkum hafa haft með höndum útgáfu á fagurbókmenntum eru annaðhvort uppbyggð sem klíkufyrir- tæki sem losnað hafa úr öllum tengslum við það fólk sem eittsinn var stoðin og styttan (M&M, ab), eða lúta lögmálum menntaðs einveldis (Helgafell). Reynsla úngra höfunda af M&M er slæm einsog dæmið um Guðberg Bergs- son sannar; ab hefur að vísu gefið út ljóðabækur úngra skálda og sannað að mögulegt er að gera slíkar bækur ódýr- ar, en útgáfusjónarmið eru afturhaldsöm og forræðishneigð stjórnanda íllþolanleg fyrir höfunda. Helgafell hefur reynst einasta skjól margra. Það hefur á undangengnum ár- um gefið út mart verka ýngri höfunda stundum myndarlega. Má gera því skóna að lækka muni risið á fagurbókmenntum á íslandi er ekki nýtur við í framtíðinni smjörlíkispenínga Ragnars í Smára. En ekki er við þvi að búast að Ragnar hald- ist endalaust við grínið. Hvað tekur þá við? Ekkert raunverulega lifandi bók- rnennta- og listatímaiit er til á íslandi. Höfundar eiga því ekki í það húsið að venda með afurðir sínar. Að vísu er til tímarit M&M sem einsog fársjúkur mað- ur rís uppvið dogg annað veifið og segir bænirnar sínar. Mikil skömm var að því að Birtíngsmenn skyldi fremur kjósa að drepa rit sitt heldren fá til liðs við sig ýngri menn. Þannig ónýttist mikið og merkilegt starf sem þeir vissulega unnu. Ennþá er ósvarað þeirri spurníngu hvað verður úr Skírni eftir að Ólafur Jónsson kom að honum dauðvona. Er þó von til að slíkum bardagamanni takist að gera gott rit. Hvað virðist aðallega hamla bóklífi? Það er dæmigert fyrir hin alsnægu þjóð- félög að öll vinna er bituð niður og þeir einstaklíngar sem eiga hlut að gerð vöru (bókar) eru í flestum tilvikum gjörsam- lega úr tengslum við aðra þá er þátt eiga að framleiðslu vörunnar. Skapast þannig vantraust og firríng; og þeir sem vel eru staðsettir í framleiðslukeðjunni geta komið sér upp aðstöðu tilað arðræna hina. Koma þannig á daginn ótrúleg misskipti á arði og valdi. Af öðru því sem heftir eðlilegt bók- líf má nefna bókaverð sem hér á landi er óhóflegt. Svo mart hefur verið spjall- að um þessi mál og bent m. a. á fárán- leg tollalög. En eitt er víst: afar stórum hópum úngmenna og aldraðs fólks er vegna okurverðs gert ókleift að festa kaup á bókum. Þótt viljinn sé fyrir hendi til slíkrar fjárfestíngar þá hrökkva aur- arnir ekki til. Einnig má nefna að dreifíngarkerfi er hér ekkert til þannig að nái til allra byggðra bóla. Jafnvel stærri kauptún eru afskipt. Loks er skylt að nefna að útgáfu hér virðist ekki vera mörkuð nein stefna, hún er ekki tengd ákveðnum þjóðfélags- hópum eða skoðunum. Þetta er viða er- lendis grundvöllur útgáfustarfs. Afdönk- un sú sem virðist hafa orðið hlutskipti M&M er auðvitað skilyrt af þeirri stjórn- málalegu lognmollu sem hér hefur ríkt. Óvíst er hvort Halldór Laxness hefði nokkrusinni náð slíkri stærð í vitund þjóðarinnar hvaðþá útávið ef ekki hefði borið hann uppi mikil undiralda sósíal- ískrar hugsjónar og menníngarpólítíkur þá er vonin og fyrirmyndin skein í Sovét. Þessa undiröldu hefur lægt gjörsamlega. Menn spyrja sig:mun bókin blíva? Og það er fyllilega ástæða tilað bera fram þessa spurníngu. Komið hafa til sögunn- ar myndsegulbönd; svokölluð kassettu- tæki hafa kollvarpað segulbandinu og gert það almenníngseign. Tónskáld hafa þegar hafist handa umað hagnýta sér kassetturnar og komast á þann hátt um- 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.