Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 19
rekstur. Auk þess má nefna að við eyðum engu í auglýsingar. Og að lokum hið af- gerandi: Við notum prenttækni sem er allmiklu ódýrari heldren hefðbundið bókprent (hlær tryllíngslega). Spyrill: Er ekki nauðsynlegt að aug- lýsa? Adelius: Nei, sú er ekki reynsla okkar. Bóksalar hafa yfirleitt komið einstaklega kurteislega fram við okkur, haft bækur okkar til sýnis á góðum stöðum i versl- unum (ath. þarsem dönsku blöðin liggja frammi í íslenskum bókaverslunum). Það hefur orðið þess valdandi að okkur hefur tekist að selja til móts við aðra og meira þráttfyrir engar auglýsíngar af okkar hálfu. Algengt er að bækur annarra for- laga seljist í 2000-3000 eintökum en okk- ar bækur ná oft 4000-5000 eintaka sölu. Spyrill: (íllgjarn) Hví hafa ekki allir höfundar flykkst að Rithöfundaforlag- inu? Adelius: (hugrakkur) Okkur bætast stöðugt nýir höfundar. En ein ástæðan fyrir því að ekki eru allir á okkar snær- um er sú að t. d. metsöluhöfundar vilja heldur koma út hjá gömlu forlögunum því þau borga sama hundraðshluta af söluverði til höfundar en söluverð þeirra er allmiklu hærra og því kemur aug- ljóslega meira i hlut þess höfundar er selst vel. Spyrill: (brosandi) Hvað er í þvi fólgið að vera félagi í Rithöfundaforlaginu? Adelius: (hugsandi) Upprunalega þýddi það að maður gekk því algerlega á hönd, þ. e. a. s. gaf eingöngu út verk sín hjá því forlagi. (syrgjandi) Þetta hefur hinsveg- ar reynst ógerlegt í framkvæmd einsog ástæður eru og því hafa flestir höfundar okkar einnig gefið út bækur hjá öðrurn forlögum. Spyrill: (reytinn) Ykkur hefur semsagt varla tekist að halda uppi raunveruleg- um þrýstíngsaðgerðum á önnur forlög? Adelius: (niðurdreginn) Það er hæpið að halda þvi fram á meðan þau eru í fullu fjöri. Það hefur líka mart orsakast af því að okkar höfundar hafa gefið út hjá þeim mörg ágæt verk. Hinsvegar (stappar í sig stálinu) hefur tekist með fordæmi okkar að koma í veg fyrir að bókaverð hafi hækkað! Það hefur nú staðið i stað í nokkur ár. Spyrill: (á innsoginu) Er salan í bóka- verslunum afgerandi fyrir forlag ykkar; eða hefur ykkur tekist að finna nýja lesendahópa og leiðir til dreifíngar? Adelius: (litillátur) Við höfum umþað- bil 1500 áskrifendur sem fá bækurnar beint frá forlaginu; en við erum því miður skammt á veg komnir í þessu til- liti. Og á þetta atriði að fjölga áskrifend- um munum við í framtíðinni leggja mikla áherslu. Bókaverslanir (syrgjandi) taka í sinn hlut um 40% af útsöluverði bóka, þetta er drjúg upphæð sem við gætum öðrumkosti ráðstafað á annan hátt, t. d. til höfunda. Kórinn: Hér lýkur þessu viðtali, raun- verulega þremur viðtölum steyptum sam- an í eitt. En ekki sakar að geta þess að samtökin gefa út tímarit „tidskrift“. Það er gefið út í 9000 eintökum. Meðlimir fá það ókeypis. Bless. V. Ójafn leikur kattarins aS músinni Hvað er SÚR alías REX happa og glappaf yrirtækið ? SÚR er ekki Samband Úngra Reykvik- ínga. SÚR er ekki Sölunefnd Úttaugaðra Rússadindla. SÚR er á hvers manns vörum. Kaupið SÚR. Notið SÚR. SÚR mælir með sér sjálft. SÚR-hausar nýkomnir. SÚR gerir yður glaðan. SÚR lýsir upp skammdegið. SÚR er ekki til. SÚR er hugmynd. SÚR er lífsviðhorf. Þannig er SÚR til i hjörtum fólksins. Lífsviðhorf þrífast ekki á íslandi. VI. Léttur samleikur tengiliða í ræðu haldinni í samkomusal SÚR að Krónprinsessugötu 39, 5. hæð í Kaup- mannahöfn á lokuðum fundi þarsem rætt var um ræníngjaforlög, neðanjarð- arforlög og pólitisk forlög sem grundvalla starfsemi sína á tækni þeirri sem hér að framan er nefnd offsettfjölföldun lét ræðumaður Ó. H. S. þetta fjúka: „ . . með því að gefa laumulega gætur að þróuninni, skilja áhrifaþætti hinnar raunverulegu framvindu en ekki yfir- borðsframvindu vestrænna og austrænna fjölskyldumiðla geta dvergforlögin ekki einúngis orðið sameinandi afl og aflvaki heldur aflkerfi nútímaritmáls og hugs- unar og leikið geysistórt hlutverk í vit- undarsmiðju íslensks þjóðfélags. Fjöl- miðlun og yfirleitt hverskonar samskipti vélvædd taka meiri hluta af tima og starfi en nokkrusinni fyrr; bæði að fyrir- ferð og afli mælanlegar framleiðsluein- íngar. Grundvallarstaðreyndin er þessi: Fjöldinn miðlar ekki, heldur er fjöldan- um miðlað. Þetta gerist þráttfyrir að tæknilegir möguleikar séu fyrir hendi á fjölmiðlun. Fjölmiðlun er það að fjöldi manna miðli fjölda manna; einsog á sterídur miðlar fámenn klika fjöldanum hagreiddum staðreyndum og atburðum. Viljið þið úngu hugverkamenn beita aflinu af skynsemi í þessari kröftugu víxlaverkun heilafisksins í nútímanum þá býður núverandi ástand einmitt uppá gullin tækifæri til voldugrar siðbótar. Samfara nýjum hreyfingum og sam- faratækni samfara tækniendurbótum (frjóu andrúmslofti nýrra leiða) þá hefur undrum í líki meðfærilegra ræmugerðar- tækja, myndsegulbanda og fjölföldunar- tækja skolað yfir hinn óánægða minni- hluta hins ánægða minnihluta heims- byggðarinnar. Að vísu er meðhöndlun þessara tækja öil á frumstigi en það staðfestist af ýms- um áreiðanlegum vitnum að andlegt (og iíkamlegt) lif sé mögulegt í nokkrum nýjum myndum hafi þessar leiðir til tjáníngar opnast. Alþýðunni getur orðið það eðlilegt og auðvelt að þroska sig gegnum sköpun og jafnframt fá útrás fyrir tækjahúngur sitt og þannig barið kylfuna úr eigin greip. Úngu hugverkamenn: Við getum í hæsta lagi litið á okkur sem umboðsmenn fólksins í þessari verunni, tilgángurinn má ekki vera sá að ávarpa lýðinn af hljóðbergi firríngarinnar eða ætla sér ítroðsluhlutverkið leiða, heldur að ýta við náúnganum, vekja hann til farsæls skriðs“. VII. Sagt í leikslok „Bókmenntir eru eilíflega dauðar — það sem við stefnum að er bóklíf.“ Ólafur H. Torfason. ♦ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.