Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 21
mannfélagsúrbætur. Hann ætti því að kynna sér þessi mál betur. Við þetta má svo bæta því, að réttindi rithöfunda i samfélaginu eru vægt sagt mjög takmörkum háð að öðru leyti. Oft sýnist hægt að taka verk þeirra og brúka til margskonar hluta, án þess svo mikið sem tala við höfund. í því sambandi má nefna afnot af bókasöfnum, sem farið hafa mjög vaxandi. Á s. 1. vetri upplýsti borgarbókavörður i útvarpi að útlán hjá honum hefðu aukist um tæp 200% s. 1. 5 ár. Fyrir þessi not af vinnu höfunda fá þeir ekkert. Ég hef hér að framan rætt nokkuð á- standið í kjaramálum rithöfunda, eins og það horfir við mér. Þá er liklega næst að hugleiða hvað helst sé hægt að gera í málinu, en áhugi á því hefur mér fund- ist vera lítill fram að þessu. Litið hefur verið á rithöfunda sem einskonar horn- rekur er litlu máli skipti í gróðaspekúla- sjónum nútímans. í þeim hefur þótt lé- leg fjárfesting. Þeir urðu einnig hart úti i þeim áróðri sem var nokkuð áhrifamikill á síðustu áratugum, þótt nú sýnist hann á þónokkru undanhaldi. Ég á við áróður- inn fyrir útlendri forsjá á sem flestum sviðum, samfara vantrú á mátt og sjálf- stæði þjóðarinnar. Það hefur verið stefna vissra afla i þjóðfélaginu að gera sem minnst úr öllu sem þjóðlegt getur kall- ast. Svo langt gekk þetta um skeið að rætt var í alvöru um að gera ísland að hluta annars ríkis og leggja niður ís- lenska tungu af hagkvæmnisástæðum. Það gefur auga leið að þessi þjóðfélags- öfl hafa aldrei haft mikinn áhuga á kjörum íslenskra rithöfunda, eða tilveru þeirra yfirleitt. Úr þessum herbúðum er runnin lítilsvirðing íslenskra fjölmiðla á rithöfundastéttinni. Rithöfundar hafa reyndar verið og eru enn sundraðir og klofnir félagslega, og hafa því ekki getað sinnt stéttarlegum málefnum eins og átt hefði að vera. Á þeirra reikning verður því að skrifa nokkuð af vesöld stéttar- innar. En eru rithöfundar léleg fjárfesting? Það sýndi sig í fyrra, þegar þessi mál voru athuguð, að tekjur hins opinbera af vinnu rithöfunda voru margfallt meiri en menn höfðu gert sér ljóst. T. d. nam söluskattur af innlendum bókum einn saman um 20 miljónum. Svo koma aðrir skattar og tollar, bæði frá fyrirtækjum og starfsfólki í bókaiðnaði og bókaversl- un, og sá óbeini hagnaður sem samfélag- ið hefur af allri þeirri atvinnu sem rit- höfundar skapa í landinu. Mér sýnist, að þegar allt kemur saman, muni gróði hins opinbera, beinn og óbeinn, varla vera langt undir 100 miljónum á ári núorðið. Segi menn svo að rithöfundar séu ölm- usumenn! Alþingi samþykkti á s. 1. vetri tillögu um að upphæð, sem jafngilti tekjum ríkis- sjóðs af söluskatti á bókum, rynni til rit- höfundastéttarinnar. Mál þetta var ekki nægilega undirbúið og framkvæmd máls- ins síðan hefur verið í algerum ólestri, svo vítavert verður að teljast. Að mínu áliti var þetta annað af tveim merkustu málum, sem það þing afgreiddi. Hitt var landhelgismálið. Verndun menningar- helginnar getur varla talist minna mál en verndun fiskveiðilandhelginnar. Tuttugu miljónir eru stórfé á mæli- kvarða íslenskra rithöfunda, og geta gert mikið gagn. Ég held að í aðalatriðum verði að ráðstafa þessu fé á þrennan hátt. í fyrsta lagi þarf að tryggja öldruðum höfundum lágmarksafkomu. í öðru lagi þarf að gefa höfundum á eðlilegum starfsaldri kost á tryggari starfsaðstöðu svo þeir þurfi ekki að hrökklast frá verki vegna fátæktar. í þriða lagi þarf að veita aðstoð ungum, eða öðrum byrjandi höf- undum. Þessar hugleiðingar eru festar á blað í trausti þess að rithöfundar hljóti að teljast gagnleg stétt i þjóðfélaginu, og þeir hljóti því að eiga sama rétt til venju- legra lífshátta og annað vinnandi fólk. Að rithöfundarstarfið er fullt starf, ef það á að vera almennilega rækt. Víst er að höfundarlaun frá útgefend- um verða aldrei lifibrauð íslenskra rithöf- unda, og hafa aldrei verið. Til þess að lifa af höfundarlaununum verða höfund- ar að komast inná erlendan markað, en það er dýrt og á allan hátt erfitt verk, og varla mögulegt venjulegum íslenskum höfundum, eins og högum þeirra er nú háttað. Þar að auki finnst mér að rithöfundur eigi ekki að vera einskonar alþjóðagagn á markaðstorgi. Mér finnst hann eiga skyldur að rækja við sitt móðurmál og sitt samfélag. En til þess að geta rækt þær skyldur þarf hann nauðsynlega að- stöðu. Þegar kjaramál rithöfunda ber á góma verður mér stundum hugsað til manns nokkurs sem uppi var við Eyjafjörð á fyrstu áratugum þessarar aldar. Baldvin hét hann, en var oft nefndur Baldi spil- ari. íveruhús hans var lítill torfbær hólf- aður sundur í eldhús og baðstofu. Bað- stofan var naumast stærri en nú gerist um venjulega forstofu i fínni hverfum Reykjavíkur, og túnið umhverfis bæinn varla stærra en meðal stofugólf núna í samskonar hverfi hér. Þarna bjó þessi maður með konu sinni og 6 börnum þeirra, og harmoniku. Það var semsé þannig, að varla var samkomufært talið þar í sýslunni og víðar jafnvel, nema Baldi spilari væri á staðnum með nikk- una sína. Oft þurfti hann að ganga 20— 50 kílómetra með hljóðfærið á bakinu, og kannski vaða nokkrar óbrúaðar ár á leiðinni, leika á hljóðfærið allt til morg- uns, án hvíldar, og ganga svo heim sömu leið til baka. f gustukaskyni voru honum stundum greiddar 10 krónur fyrir við- vikið hin síðustu ár hans. Baldvin mun hafa látist árið 1935. Er ekki þessi tíð að verða liðin? Fer ekki þessi hugsunarháttur, þetta verð- mætamat að ganga sér til húðar hjá einni af tekjuhæstu þjóðum á jörðinni, sem auk þess hefur sérstaklega kennt sig við bókmenntir, og talið sig eiga þeim smá- ræði að þakka? Svo kveð ég þig, og heilsaðu frú þinni ágætri og ykkar efnilegum sonum frá mér. Þinn einlægur, Jón frá Pálmholti Jón Daníelsson: UPPGJÖR Spekingarnir hafa boðað mig á sinn fund og spurt mig ráða Ég hef kannað 'ómæli geimsins á hraðfleygu tungli Og ég hef leitað lindarinnar sem svalar þorsta andans En frammi fyrir þér mikli meistari allra tíma stend ég ráðþrota Og er þú spyrð mig hvort ég hafi valið lífi mínu réttan farveg kann ég ekki að svara ÞRJÚ ÍTÖLSK LJÓÐSKÁLD Vincenzo Cardarelli (1887—1959) KVÖLD í LÍGÚRÍU Hægt og rjótt rís það úr hafi kvöldið í Lígúríu, bölvun elskandi hjartna og fjarlægra hluta. Hjón ganga hægar í görðum, gluggar kvikna einn og einn einsog fjölmörg hringleikahús. Hafið ilmar í elligröf sinni. Kirkjurnar á árbakkanum eru sem skip sem búa sig til ferðar. Giuseppe Ungaretti (1888—1971) HRÓPIÐ EKKI LENGUR Hættið að deyða þá dauðu, hrópið ekki lengur, hrópið ekki ef þið viljið heyra í þeim, ef þið vonist eftir náðun. Þeir hvísla svo að enginn heyrir, þeir eru aftur orðnir hljóðir einsog grasið sem grær, hamingjusamir, fjarri mönnum. Bartolo Cattafi (f. 1922) EYJAR Eyjarnar þínar birtast rísa smátt og smátt eða Ijóma skyndilega skarpsorfnar útlínur eyjaklasi lönd þin sem blasa við sólu og súld án undirstöðu og anda af varúð: hve margar aldir að bakl hve oftsigldur sjór. ASalsteinn Ingólfsson þýddi. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.