Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 25
vita, að eigi bókin að halda velli, er ó- hjákvæmilegt að blöðin, útvarpið, sjón- varpið og aðrir fjölmiðlar slái skjald- borg um hana og hjálpi henni til að komast ósigruð frá þeim hættum, sem að henni steðja í vaxandi samkeppni um sálir fólksins, augu þess og eyru. Áhrifin frá þessari samkeppni eru þegar orðin mikil og augljós, og til allrar óhamingju virðast þau harla fjandsamleg bókinni. Þannig þekkjum við öll mörg dæmi þess, að fólk telur sig ekki einu sinni hafa ráð á að kaupa bækur handa börnum sín- um, þó að á heimilum þess standi dýr- asta tegund af radiógrammófóni ásamt heilu safni af hvers konar hljómplötum. Þetta eru m. ö. o. heimili, þar sem pen- ingar virðast nægir til alls — nema bókakaupa. En það væri vissulega ósanngjarnt að einblína svo mjög á þess háttar dæmi. Svo er fyrir að þakka, að um allt land, jafnt til sjávar og sveita, eru fjölmörg heimili, þar sem fólk á öllum aldri heldur fullri tryggð við bækurnar, metur hlutverk þeirra af menningarlegum skilningi og kaupir þær jafn fúslega af litlum efnum sem miklum. Skylt er einnig að minnast þess, að íslenzk blöð hafa yfirleitt lagt sig fram um stuðning við bækur og bóka- útgáfu, og skiptir þar engu, þó að ein- stakir gagnrýnendur hafi að dómi okkar útgefenda, og reyndar margra annarra, verið helzt til neikvæðir í afstöðu sinni til bókmennta almennt. Þá stendur bóka- útgáfan ekki hvað sízt í mikilli þakkar- skuld við útvarpið fyrir ómetanlegt kynn- ingarstarf og fyrirgreiðslu allt frá upp- hafi, enda hafa þar, eins og hjá blöðun- um flestum, verið í fyrirsvari fram til þessa þeir menn, sem hafa mætur á bók- um og eru skynbærir á þýðingu þeirra. En því miður geta útgefendur og unn- endur bóka ekki borið sjónvarpinu sams konar vitni. f stað þess að útvarpið get- ur hlutlaust og skilmerkilega hverrar nýrrar bókar um leið og hún berst því, virðast sömu bækur sæta fullkominni bannfæringu hjá forráðamönnum sjón- varpsins. Virðist þó erfitt að skilja, að ný íslenzk bók geti ekki að fréttagildi slagað hátt upp i hvers konar nýja hljómplötu eða málverkasýningu, svo að eitthvert dæmi sé nefnt af því, sem þessi stofnun tekur fram yfir bókmenntirnar. Frá alda öðli hafa bækur verið megin- þáttur íslenzkrar þjóðmenningar. Þær hafa staðið djúpum rótum í íslenzkri þjóðarsál, verið henni leiðarljós á myrk- um öldum og eflt með hverri kynslóðinni af annarri þann manndóm, sem nægði henni til að lifa af hinar ótrúlegustu hörmungar. Og vonandi gleymist okkur aldrei, að án íslenzkra bókmennta, án þess menningararfs, sem þær hafa skilað okkar eigin kynslóð í hendur, væri engin íslenzk þjóð til. Fyrir því verður skuld okkar við bókina, skuld okkar við skáld og rithöfunda að fornu og nýju, aldrei að fullu greidd, en einmitt því fastar knýr hún okkur til varðstöðu um þetta ein- stæða menningartæki, svo að það megi verða hér eftir sem hingað til hið sí- frjóa og skapandi afl í mannlífi og þjóð- félagsþróun. ♦ kristjana pé maggnússdóttir séní: í MINNINGU STEFÁNS Ijóð í stuðlabergsstíl stefán aulinn3 grænir4 fagurt dettur eyjuna11 skarni1 aftrar glópar5 frelsi dagþór0 eitrar12 sekkur alltaf gleyma friþþa8 daufur eilfft sunnan algeru gjarna fellur dulinn eintal stöffu2 andans gyllta0 fremur drullu ertins13 steina athæfi gasinu7 fljótt davíðs10 einbúa kattar14 heldur brjóta18 lítill prúðir kvölin hrossi10 blinda Ijótur piltar23 kremur15 hörðum bjálfa lortur21 pressa24 krabba höndum bræður10 leikur22 pylsur kvikan hrotta17 barkar20 lautir prússa25 margar reiðar undinn veisla31 mæðnar rottur28 uppfór20 voldug mylkur26 rífast undrun30 varaði matast27 ræðnar ungans þrasið32 þannig þrotið vikuna 1. stefán var nefndur skarni í góðra vina hópi. 2. staffa — eyja við skotlandsstrendur. 3. aulinn — fce stefán. 4. grœnir — hér er sneitt að misheppnaðri hárlitun hannesar og snœþórs haust- ið 1967. 5. glópar — þe hannes og snœþór 6. gyllta — stefán var gullinhærður. 7. gas = gufa. 8. hér mun vera átt við friðþjóf og fangelsisvist hans. 9. dagþór var yngsti sonur stefáns. eftir fráfall foreldra hans tók friðþjófur hann að sér og annaðist uppeldi hans. dagþór flutti síðar til stöffu og varð einn af máttarstólpum þess samfélags. 10. davíð — fyrrveranrdi inspector MR (1969-1970). 11. eyjuna — þe stöffu. 12. stefán var málgefinn með afbrigðum en ekki að sama skapi orðheppinn eða fyndinn. 13. einn af verstu ókostum stefáns var ertnin. 14. eftir veru sína á eyjunni líktist stefán engu fremur en ketti. 15. hér kemur tilhneiging stefáns til sadisma skýrt fram. 16. þe kristjáni rödgaard jessen. 17. sjá athugasemd nr. 15. 18. brjóta — þetta bendir sterklega til þess að bræður stefáns hafi haft svipaðar tilhneigingar og hann (aths 15). 19. þeir guðjón og þórarinn voru bræður stefáns. 20. höfundarnafn stefáns var börkur valdimarsson og undir því nafni gaf hann út margar bækur þar á meðal „seint seint sagði svínið“ og „slefarinn mikli frá seilon." 21. lortur — þe stefán. 22. um debut stefáns í absúrd leikriti hannesar sem nú er glatað. 23. þeir stefán og bræður hans. 24. pylsupressun var eitt helsta áhugamál þeirra bræðra. 25. hér er gefin hugsanlcg skýring á þeirri óvild sem snæþór bar til stefáns. snæþór seldi aðeins prússneskar pylsur og stefán hefur tekið sér það bessa- leyfi að pressa þær. 26. stefanía eiginkona stefáns og dóttir þeirra hjóna og víbeka tengdadóttir þeirra voru allar ákaflega lausmjólka. mylka er nafnorð komið af mjólk. 27. matartekja þeirra þriggja (aths 26) fór fram skv tíbeskum helgisiðareglum og þótti sérstæð. 28. hér er átt við hið örlagaríka rifrildi þeirra stefáns og bræðra hans annars vegar og snæþórs hins vegar í kvöldverðarboði hjá stefáni. deilunni lauk með langri sjúkrahúsvist þórarins og guðjóns en dauða stefáns. 29. uppfór — þetta táknar hengingu stefáns en fyrir hana fékk snæþór fálkaorðuna og var gerður heiðursfélagi meindýrafélags íslands. 30. undrun ungans — þetta gælunafn hlaut stefán er hann olli þrem dúfuungum nýskriðnum úr eggi dauða með bröndurum sínum. 31. eftir andlát stefáns var haldin fagnaðarhátíð um land allt. 32. þrasið — þe ljóðið. þeim sem vilja fræðast nánar um æfi stefáns er bent á bækur kristjönu pé maggnússdóttur „húmoristar þessarar aldar og aðrir stefánar“ og „þau settu svip á stöffu." ástríður eyjólfsdóttir, bókmenntafræðingur. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.