Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 28
Þetta fyrirkomulag haföi þann kost lang- helztan, að hægt var að prenta hinar föstu félagsbækur í stórum upplögum og selja félagsmönnum við vægu verði. Gallinn var hins vegar sá, að valfrelsi félagsmanna var ekkert, þeir urðu að taka við því, sem að þeim var rétt, eða hætta áskriftinni að öðrum kosti. Nú hefur þessu fyrir nokkru verið breytt á þann veg, að tímaritin Almanak og And- vari eru send félagsmönnum gegn lágu gjaldi, en að öðru leyti er þeim frjálst að velja hvaða útgáfubækur forlagsins sem vera skal, gamlar og nýjar, og njóta þó félagsverðs, einungis er þeir verzla fyrir ákveðna lágmarksupphæð ár hvert. Þetta er stórum frjálslyndara fyrirkomulag en hið eldra og hefur gefið góða raun. Ætti sennilega að stíga skrefið til fulls, gefa félagsmönnum einnig valkosti um hin gömlu og grónu ársrit útgáfunnar. Ljóst er, að svo lengi sem Menningar- sjóður heldur einhvers konar áskriftar- fyrirkomulagi á útgáfustarfsemi sinni, hlýtur það að setja nokkurn svip á bóka- valið. Þar með er ekki sagt að útgáfan eigi að þjóna lélegum bókmenntasmekk jafnt sem góðum, heldur einungis bent á þá staðreynd, að eigi að reynast kleift að halda sambandi við allstóran áskrif- endahóp, er óhjákvæmilegt að bjóða félagsmönnum nokkra fjölbreytni um bókakost. Bókavalið er i sumum tilvik- um annað en verða myndi, þyrfti lítt eða ekki að taka tillit til fjölmennis áskrif- endahóps með ólik áhugamál og mis- munandi bókmenntaviðhorf. 4. En er ekki félagsmanna- eða áskriftar- fyrirkomulagið úrelt? Eru kostir þess slikir, að þeir vegi þyngra á metaskálun- um en gallarnir? Þessum spurningum hafa stjórnendur Menningarsjóðs spurt sjálfa sig alloft nú hin síðari ár, en allt til þessa komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki væri tímabært að leggja áskriftarfyrirkomulagið niður. Það er að vísu auðsætt, að væri félags- mannakerfið gefið upp á bátinn, mætti haga bókavali á annan veg um sumt og hafa fastari og strangari stefnu um bóka- val. En slikar fyrirætlanir eða hugmynd- ir stranda á því, að fjárhagsgrundvöll- inn skortir. Meginkostur félagsmanna- kerfisins er sá, að áskrifendur eru fjár- hag útgáfunnar ómetanleg trygging. Það eru fyrst og fremst þeir, ásamt umboðs- mannakerfinu, sem hafa gert útgáfunni kleift að vinna nokkur þau verk á sviði bókagerðar, sem ella hefðu ekki verið unnin, nema þá með stórauknum útgáfu- styrk frá hinu opinbera. Meðan svo er háttað, að útgáfustyrkurinn er ekki hærri en svo, að fjögurra ára fjárveiting hrekkur naumlega til að standa undir einu myndarlegu verki, er hætt við að róðurinn sæktist illa ef lítið væri annað við að styðjast. Þá er það og útgáfunni ómetanlegt, þegar hún kemur á markað með rit eins og orðabók eða alfræðibók, að geta þá auk bóksala snúið sér til 120 umboðsmanna, er hafa samband við fé- lagsmenn um land allt, og hagnýtt þetta kerfi til útbreiðslu ritanna. Sama máli gegnir um margar aðrar þarfar bækur, sem eiga skilið að komast í margar hend- ur. Þetta kerfi auðveldar sölu og útbreiðslu góðra bóka, greiðir þeim leið inn á ís- lenzk heimili, þangað sem þær eiga er- indi. Ég held að það sé naumast tilviljun, að bókafélög þau, sem hér hafa starfað af mestum þrótti undanfarin ár og ára- tugi (Mál og menning, Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs, Almenna bókafélagið), eiga nokkuð drjúgan þátt í þvi sem vel hefur verið gert og af stórhug á sviði íslenzkrar bókaútgáfu. Áskrifendurnir eru forlögum þessum trygging fyrir viðskiptum að vissu marki, og því geta þau haft upplög nokk- uð stór á íslenzkan mælikvarða. Þess verður vart, að sumir bóksalar hafa horn í síðu áskriftarfélaganna. Þeim virðist einsætt, að starfsemi þeirra dragi mjög úr annarri bóksölu. Mér er nær að halda að þessu sé öfugt farið þegar á heildina er litið. Það er stað- reynd, að útgáfubækur áskriftarfélag- anna hafa orðið stofn að þúsundum heimilissafna víðs vegar um land. Mörg þeirra væru naumast til ári atbeina þess- ara félaga. En það er segin saga, að þar sem stofn að bókasafni er kominn, hafa eigendur hneigð til að bæta við og auka safnið. Fjölgun heimilisbókasafna hefur og án efa haft örvandi áhrif á sölu bóka, sem ætlaðar eru til gjafa. 5. Gagnrýnendur hafa stundum að þvi vikið, að þeim virðist á það skorta að Menningarsjóði hafi verið „mörkuð föst stefna“ um bókaútgáfu. Þetta má til sanns vegar færa. Að nokkru leyti felst skýringin i þvi sem áður segir um áskrift- arfyrirkomulagið. En hitt ræður einnig miklu, að forráðamenn útgáfunnar hafa séð svo viða tilfinnanlegar eyður i ís- lenzka bókaútgáfu, að þeir hafa freistazt til að leggja hönd að verki á ýmsum vettvangi, i stað þess að velja færri út- gáfusvið og gera þeim þá fyllri skil. Á síðustu árum hefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs i vaxandi mæli farið inn á svið visindaforlags, og hefur nú lýst sig reiðubúna til að taka upp samninga við Háskóla íslands um aukna útgáfustarf- semi. Hér eru verkefnin nær óþrjótandi, en fjárskortur hamlar enn umtalsverð- um framkvæmdum. Þó má geta þess, að gerðar eru nú útgáfutilraunir á vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs, sem kunna að reynast ódýrari og því hagkvæmari en venjuleg setning og prentun, einkum þeg- ar vísindarit í litlum upplögum eiga í hlut. Á útgáfusviði vísinda- og fræðirita væri án efa kappnóg verkefni fyrir Bóka- útgáfu Menningarsjóðs, þótt hún sinnti engu öðru. Um sinn er að því stefnt, að leggja inn á þessa útgáfubraut í vaxandi mæli, eftir því sem fjárhagsgeta leyfir, án þess þó að hverfa frá öðrum greinum bókaútgáfu, þar sem útgáfustjórn virðist um vanrækt verkefni að ræða. Skal í því efni nefna tvennt, sem útgáfustjórn vinnur að um þessar mundir. Hið fyrra er samning og útgáfa upp- sláttarrita og handbóka ýmiss konar. Skortur slíkra bóka er hér tilfinnanlegur. Á því sviði einu væru meira en nægileg verkefni fyrir útgáfufyrirtæki, þótt það hefði öflugra fjárhagslegt bolmagn en Menningarsjóður. Þar hefur forlagið þeg- ar hafizt allmyndarlega handa þar sem eru orðabók Menningarsjóðs og alfræða- safnið. Hefur útgáfustjórnin fullan hug á að halda markvisst áfram á þessum vett- vangi. Hið siðara er útgáfa sígildra bók- rnennta erlendra í vönduðum þýðingum. Þar hefur útgáfan áður sýnt umtalsverða viðleitni, svo sem með útgáfu á Kviðum Hómers, Kalevalakvæðum, Játningum Ágústínusar og fleiri ritum. Á þessu ári verður hafizt handa um útgáfu flokks klassískra rita, og er að því stefnt að fyrst um sinn komi út eigi færri en tvö slík verk á ári, ýmist nýjar þýðingar eða nýjar útgáfur eldri þýðinga, sem upp- seldar eru. 6. Að lokum vil ég leggja áherzlu á þetta: Forráðamenn Menningarsjóðs gera sér ljóst að hinn opinberi styrkur leggur for- laginu sérstakar skyldur á herðar. Hins vegar er útgáfuþörfin á ýmsum mikilvæg- um sviðum slík, að umtalsvert fjármagn skortir til þess að hægt sé að sinna þeim sem skyldi. Afar takmörkuð fjárhagsgeta setur útgáfunni næsta þröngar skorður. Að öðru óbreyttu yrði sú fjárkreppa enn- þá tilfinnanlegri ef áskriftar- og umboðs- mannakerfið væri afnumið. Styrkurinn til útgáfunnar er ekki meiri en svo, að hún verður eins og önnur forlög að byggja að langmestu leyti á tekjum af sölu út- gáfubóka. Að mínu viti væri æskilegt að Bóka- útgáfa Menningarsjóðs gæti þróazt upp í það að gegna öðrum þræði verkefni há- skólaforlags eða vísindaforlags á ekki alltof þröngum grundvelli, en kosta á hinn bóginn kapps um samningu og út- gáfu handbóka, uppeldisrita og valdra bókmennta, í þágu almennrar fræðslu og menningar. Ég er sammála því, að útgáfa á vegum Menningarsjóðs þarf að fá á sig nokkru fastara snið en verið hefur; þar ber i vax- andi mæli að beita skipulegum vinnu- brögðum og glöggva sig sem bezt á mark- miðum útgáfustarfsins. Hér er þó býsna örðugt um vik, meðan fjárhagsgrund- völlurinn er svo veikur sem nú. Og það ber vissulega að varast, að hið fasta snið verði útgáfunni eins konar fangastakk- ur. í fámenninu hér byggist útgáfa og sala margvíslegra fræðirita býsna mikið á því, að áhugamenn utan viðkomandi sérgreinar láti sig ritin einhverju skipta. Og því má sízt af öllu gleyma, að það er engan veginn einhlítt að gefa út bæk- ur, sem menn halda að séu góðar og gagnlegar; mygli upplögin í bókageymsl- um forlaganna var til lítils barizt. Eigi útgáfa nytsamra bóka að ná tilgangi sín- um þarf að finna slikum ritum veg til lesenda. Þess vegna verður hvert það forlag, sem vill vinna gagn með útgáfu sinni, að kosta kapps um að ná sem beztum tengslum við það fólk, sem bæk- ur þess eiga erindi við. 4 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.