Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 29
Hafsteinn Guðmundsson: Hugleiðingar um bókagerð Fallegt letur og prent eru hlutir, sem ekki koma af sjálfu sér og verða því ekki af hendi leystir á lægsta verði. Sú iðngrein, sem setur kröfu um ódýra vinnu ofar gæðum, dæmir sjálfri sér gjaldþrot. JOHN RUSKIN íslendingar eru án efa meiri bókamenn en flestar aðrar þjóðir sem fulllæsar eru og teljast í það minnsta að því leyti ekki í hópi svonefndra „vanþróaðra" landa. Kannski er fullyrðing þessi nokkuð reig- ingsleg og tjáir mikillæti, en mér er síður en svo huglægt að látast mikið þessvegna. Hinsvegar hef ég oft íhugað hvað hefur valdið hinni miklu lesþrá þessarar smá- þjóðar. Ég reyni ekki að þrengja skoðun- um mínum inn í þessi litlu skrif um bóka- gerðina, þó vil ég fullyrða að bókafíkn íslensks fólks er ekta, en í mjög fáum tilfellum tilgerð eða sýndarmennska eins og heyrist stundum. Fyrir þessari skoðun minni hef ég sannanir ef með þyrfti, en ekki tel ég neina ástæðu til þess að til- færa hér rök í þessu sambandi. Skyldu margir íhuga það, hvernig bók verður til? Er hún eins sjálfstæður grip- ur og hún í fljótu bragði virðist? Er það einhvers virði að leggja mikið í sölurnar til þess að þessi gripur fái fagurt eða heillandi útlit? Er það aðeins nóg ef hægt er að skilja við hvað er átt í hinum prent- aða texta? Það má segja að i höfuðdráttum og fljótt á litið sé hver bók annarri lík. Bæk- ur hafa það sameiginlegt, að blöð þeirra eru samsett í vinstra jaðri og eru á þann hátt handhæg til þess að flettast frá hægri til vinstri, svo fylgjast megi með efninu í samfelldri röð; að öðru leyti finnst mér þær mjög ólíkar. Er þá ekki nægilegt að hægt sé að lesa það sem á blaðsíðunum stendur? Mér finnst, að bókagerð sé miklu eldri en við álítum í fljótu bragði. Bókagerð hefur t. d. verið tíðkuð i landi okkar frá því er sögur hefjast. Margir telja að gerð bóka hefjist er prentun hefst hér á landi. Bækur voru aðeins framleiddar á annan máta. Það, sem við nefnum í dag handrit, var bók í gær. Einstætt afrek Flateyjarbók er skinnhandrit, en er t. d. engu að siður bók, og þarf það hugtak ekki nánari skýringa við. En getum við kallað töflur, spjöld, rúllur og fellingar bækur? Hvers vegna ekki? Hver og einn þessara gripa er tákn þess tíma er hann var gerður á. Allir höfðu sama hlutverki að gegna, þ. e. að varðveita frá gleymsku hugsun einstaklinga og frásagnir um þá samferðamenn í lífi og striti, er höfundi liggja þyngst á hjarta. Snúum okkur að hinni almennu bóka- gerð, en það getum við tæpast án þess að drepa á þann mikla mismun þegar horfið er frá hinni rituðu bók á skinn til þeirrar þrykktu á pappír, og er undra- vert hve reglur hinnar rituðu bókar eiga enn í dag mikil ítök í formi og ytra út- liti þeirrar prentuðu og hafa ávallt átt frá upphafi prentlistarinnar. Á fyrstu öldum prentlistar var íslenska bókin ekkert frábrugðin þeirri almennu erlendu bók að útliti, og voru íslenskar prentaðar bækur ekki síður vel gerðar en hinar, enda voru íslendingar mjög fljótir að tileinka sér prentverkið og taka það í þjónustu sina; t. d. voru Norðmenn síð- ar á ferðinni en íslendingar á þessum vettvangi. Jón biskup Arason skildi vel, hver fengur kirkjunni var að þessu sterka fjölmiðlunartæki, enda voru þá í upp- siglingu umbrotatímar kaþólsku og mót- mælenda. Það er mikil ánægja að skoða vögguprentin íslensku og sjá á milli lín- anna smekkinn, sem oft er mjög haminn af því hve lítið úrval hefur verið prent- gagna og þvi þröngur stakkur fyrir þann er vann að prentverkinu; það gegnir furðu hve vel hefur tekist að brúa hinar ýmsu torfærur á leiðinni til loka bókar- innar. Það er varla hægt að minnast þessa, án þess að dást að því afreki í bókaprentun er unnið var norður á Hól- um í Hjaltadal af Guðbrandi biskupi, er hann prentaði hina merku biblíu sína. Það er afrek, sem ég hygg að eigi sér fáar hliðstæður í þessari grein frá hvaða sjónarhorni sem metið er. Kemur þar allt til greina, vandað verk og mikið að vöxt- um. Þessi iðngrein á orðið nokkuð langa sögu, og verð ég að telja hana elsta iðn- greina, þegar frá eru teknar beinar heimilisiðnir, svo sem tóvinnsla, vefnað- ur, listsaumur, beikisvinna og tré- eða myndskurðurinn. Hann var enda notað- ur talsvert í prentverki fyrri alda og kem- ur ljóslega fram í þessu fallega verki, er unnið var eftir ströngum reglum ritlist- arinnar. Það fer vart hjá þvi að þegar maður virðir verk þetta fyrir sér, smækki mað- ur við samanburðinn, eða segi að öðr- um kosti: „Fyrst þetta var hægt 1540, hvað er þá mögulegt í dag?“ Það væri vel til fallið að nota 1100 ára afmæli íslands- byggðar sem tilefni til þess að strengja þess heit að afreka eitthvað hliðstætt á bókmennta- og bókagerðarsviðinu. Allt verður þetta tilefni til umhugsun- ar um bókagerð okkar í dag og á hvaða þrepi hún er og hefur verið á umliðnum áratugum. Því verður varla neitað, að sú natni, sem gott prentverk þarfnast, hefur verið afrækt. Það á sér sínar orsakir. Stórstígar breytingar hafa orðið á hinni tæknilegu hlið prentverksins. Hraða og natni er vandskeytt saman, en það er þó þungamiðja góðrar prentlistar að hvor- ugt verði viðskila við hitt. Ég sagði í upphiifi að íslendingar væru bókamenn. Við þá fullyrðingu vil ég standa og er stoltur af, en það er að mínu viti eitt, sem þeir hafa því miður sniðgengið: að þroska með sér útlits- smekk. Temja sér ákveðið mat og kynna sér helstu aðalsmerki vel gerðrar bókar. Það má að vísu segja að þar komi margt til, en það afsakar ekki afskiptaleysi í þessu efni. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.