Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 30
Sjö af „50 fallegustu bókum“ sem út komu í Þýzkalandi árið 1953. Samsetning bókar Skyldu margir íhuga uppsprettu hins ritaða máls, hvort sem um er að ræða bók, tímarit eða dagblað, sem við höfum undantekningarlaust daglega fyrir aug- um okkar og er orðinn mjög snar þátt- ur í menningarlífi samfélagsins? Leitum nú raka fyrir því, hversvegna ein bók er svona, en ekki bara einhvern- veginn. Ég gat þess hér á undan, að hið ritaða handrit hefði verið hinn strangi reglugjafi í allri formun bóka frá fyrstu tíð. Höfundar semja hin ólíkustu verk, jafn ólík og þeir eru hver öðrum. Einn semur skáldverk alvarlegs eða óalvarlegs eðlis, annar yrkir ljóð, þriðji semur sagn- fræðirit og fjórði vísindarit. Hvert þess- ara verka krefst óumdeilanlega sérstakrar meðferðar og mótunar. Þessi mótun verð- ur að vera ákveðin áður en prentvinna hefst, og er þá að mörgu að hyggja ef vel á að takast. Bók skiptist oft í marga kafla og undir- kafla, auk þess sem ein örk bókar eða svonefnd titilörk greinist í: Fortitill Titilmynd, eða listi um útkomin verk höfundar Aðaltitill Prentaður útgáfuréttur, útgáfur o.s.frv. Tileinkun Efnisskrá Myndaskrá Yfirlit um skammstafanir Formáli Inngangur Bókartexti Þetta eru helstu efnishlutarnir á þess- um byrjunarsíðum bókarinnar og í sið- ustu örk kemur svo eftirmáli, nótur ef þær eru ekki settar strax þar sem þær eiga við, nafnaskrá, bókfræði og annað efni er höfundur telur nauðsynlegt að verk hans kynni. Það sem næst ber að athuga er brot bókarinnar eða síðustærð, pappírsgerðin, þykkt, áferð og litblær; pappirsþykkt sem er yfirleitt táknuð með þyngd á m2. Einu má ekki gleyma, hvern- ig trefjar pappírsins liggja, en þær skulu liggja eftir kili bókarinnar upp og niður. Pappírsáferð er mjög breytileg, allt frá hrjúfri áferð í hágljáandi myndapappír. Þetta val hlýtur að lúta efni ritverksins og metast samkvæmt því. Ráða þar einn- ig myndir, teikningar eða skreytingar. Góður pappír ræður furðu miklu þótt hann geti enganveginn bætt lélega typo- grafíu og óhæfan texta. Heildaráhrifin Þá er komið að því atriðinu, sem ræð- ur heildaráhrifum bókar, leturgerðinni, en hún er aftur á móti háð pappírsgerð og sjálfum texta höfundarins. Takist leturval vel, er þýðingarmiklum þætti lokið i undirbúningi skipulagningar bók- arinnar, og ekki má þá gleymast að meta rétt línubil bókartextans. Þar kemur til greina eins og áður textamatið, pappírs- gerðin, leturstærðin, leturgerðin og brot bókarinnar. Atriði, sem ekki má vera til- viljunum háð, er hvaða jaðrahlutföll val- in eru. Sú ákvörðun getur ekki beðið eft- ir því að bókin fari inn í prentvélina. Jafnframt því að hafa gaumgæft þessi atriði, sem hafa verið rakin hér að fram- an, er eitt sem frá upphafi hefur átt að vera efst í huga; það er hinn yzti bún- ingur, bókbandið. Það getur orðið erfitt að koma sumum verkum í hæfilegt band, hafi ekki verið tekið tillit til þessa veigamikla atriðis. Þessvegna ætti það að ákveðast um leið og brot, pappír og letur er valið. Þótt vel hafi tekist i öllum framan- töldum atriðum, en bókband misheppn- ist, má telja víst að undangengið erfiði hafi verið unnið til lítils að þvi leyti er hinu ytra útliti við kemur. Hitt er svo annað mál, hvað beri að leggja mikið upp úr þvi að bók hafi að einhverju leyti eitthvað við útlit sitt, sem bjóði af sér góðan þokka og lesandann velkominn. Ég hef hér á undan drepið á atriði, sem mér eru efst í huga þegar bókagerð ber á góma, en innan þess ramma sem ég hef reynt að draga upp eru ótal smærri vandamál, sem verkefni þetta varða og leiða hvert af öðru. Þau hef ég orðið að sniðganga, því hætt er við að úr þeim lopa hefði orðið nokkuð langur þráður. Hversvegna dökka kili? Hvað er það, sem gerir bók geðþekka? í fáum orðum sagt er það fyrst og fremst að samræmi sé í heildarbyggingu alls texta frá fyrstu til síðustu síðu hennar. Það raskar t. d. mjög heildarsvip bókar, að titill sé uppsettur á hefðbundinn hátt, eða hann sé með allar línur miðsettar, sem ég nefni tvíhverfar, en síðan komi kaflafyrirsagnir settar framan i línu, sem ég nefni einhverfar, og ef til vill úr óskyldu letri í titli til meginmáls bókar- innar. Hver síða verður að vera í ætt við aðrar síður og þætti verksins. Það er ekki eingöngu nóg að letur sé samstætt, heldur verður öll heildarverkun að vera samætta. Kiöftugur titill og þétt og nokkuð stórt letur með litlum jöðrum ætti að telj- ast samræmt, en öndvert gleiður texti og smár með stórum jöðrum krefst fín- legra fyrirsagna með hæverskum titli. Leturverkunin verður að vera í heildar- samræmi í gegnum alla bókina. Síðast en ekki síst skal vera einhver greinanleg heildarlína í allri uppbyggingunni, ef góður heildarsvipur á að nást. Að lokum langar mig til þess að drepa á viss einkenni sem vart verður hjá fjölda bókafólks. Eitt er það t. d. að allir bóka- kilir skuli vera úr svörtu efni. Hvers- vegna? Ég skil það ekki, allra síst á tim- um litagleðinnar. Bókasafnið fær fyrst persónulegan blæ, þegar eigandinn bygg- ir það upp með persónulegri tilfinningu fyrir litabrigðum. Enginn vill alltaf ganga dökkklæddur. Ég held að það sé reglu- legt fyrirbæri hjá íslensku bókafólki, að sé bók bæði til heft og bundin, er það án lítilla undantekninga bundna bókin sem selst. Þetta segir þá sögu, að allur fjöldi manna sem samneyti hefur við bækur vill koma upp geðfelldu safni bóka. Ein- hverntíma hef ég lesið það um bækur, að bæ: ættu ekki að vera hilluprýði. Eru þær verri fyrir þá sök? Nei, en þær geta orðið nokkru dýrari. Vonandi varðveita íslenskir bókamenn og bókaheimili við- leitnina til þess að lesa góðar bókmennt- ir og eignast bókasafn sem góðan vin. Þá ætti sérstaða íslendinga sem bókmennta- þjóðar í efsta þrepi, þótt fámenn sé, ekki að vera í hættu. Eina skyldan, sem við megum til með að uppfylla innan skamms tíma, er því sú, að við verðum að standa öðrum jafn- fætis í fagurri bókagerð, svo ekki orki tvímælis. Það er hægt. + 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.