Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 32
sig að vanda til útgáfu innlendra barna- bóka. Einhvern veginn virðast þeir kom- ast að góðum samningum við erlenda aðila og er þá ekkert sparað til hvorki í auglýsingakostnaði eða annarri um- setningu. Slik útlend kjörbók flýgur svo inn á jólamarkaðinn eins og halastjarna og setur allt á annan endann. Það verður harla lítið úr svarthvítu, heftu pésunum heimaunnu við hliðina á þeirri ljómandi dýrð. Slitnar úr samhengi Þó svo stór hundraðshluti árlegrar barnabókaútgáfu, sem raun ber vitni, sé þýðingar ýmist í skrautlegum útgáfum, sem yfirtrompa þær innlendu, eða í lé- legum útgáfum, sem undirbjóða frum- samdar íslenzkar bækur, virðist mjög erfitt að koma islenzkum barnabókum á framfæri erlendis. íslenzkir bókaútgef- endur eru fúsir til að hafa samvinnu við erlend útgáfufyrirtæki og láta prenta ís- lenzkan texta í glæsilegu myndskreyttu smábarnabækurnar, sem alveg eru ómiss- andi í jólapakkana, en gagnkvæm við- skipti koma ekki til greina. Hvers vegna eru viðskiptin bara á aðra hlið? Eru ís- lenzkar barnabækur svo slæmar að dönsk eða sænsk börn vilji alls ekki lesa þær? Sjónvarpið hefur þó einstaka sinnum troðið íslenzkri kvikmynd upp á aðrar norrænar sjónvarpsstöðvar — eða var það kannski þannig að norrænu sjón- varpsstöðvarnar gengu eftir þeim? Af hverju er útilokað að fyrirtæki, sem prentar íslenzkan texta í danska bók, geti prentað danskan texta í ís- lenzka bók? Það er sárt að sjá kastað margföldu því fé, sem borgað er fyrir handrit íslenzkrar barnabókar, til að aug- lýsa útlenda bók og þá er ekki talinn eftir aurinn í auglýsingateiknarana. Til skamms tíma var ekki skrifuð gagn- rýni um barnabækur, nema þá ef vinur eða vandamaður höfundarins tók sér penna í hönd og skrifaði grein, svonefnd- an kunningjadóm, sem ævinlega var vin- samlegur. Lærðir bókmenntafræðingar lutu ekki að svo lágu, enda barnabækur ekki taldar til bókmennta í æðstu menntastofnun landsins, reyndar eiga barnakennarar ekki upp á pallborðið þar heldur. Nú hafa tvö dagblaðanna ráðið sér mann til að gagnrýna barnabækur fyrir jólin, þó starfandi bókmenntagagnrýn- endur væru þar fyrir. Barnabækurnar eru þar með slitnar úr samhengi við aðrar bókmenntir, og hvorugt blaðið réð til starfans bókmenntafræðing. Það hlýt- ur að vera sanngjörn krafa að blöð og tímarit, sem fjalla um menningarmál yfirleitt, gagnrýni samvizkusamlega og að staðaldri barna- og unglingabækur. Ég álit að útgáfa barna- og unglinga- bóka sé félagslega mikilvægt atriði og að samfélaginu stafi hætta af því, ef þannig er búið að skáldum, sem vilja skrifa al- varlegar, listrænar og leitandi barnabók- menntir, að þau neyðist til að leggja árar í bát, vegna þess að þeim er annars veg- ar sýnt algert tómlæti og hins vegar gert íllmögulegt að semja nokkuð þar sem vinnan er ekki metin til launa. 4 Þorbjörn Broddason: Menningarleg apartheid? í 3. hefti Samvinnunnar 1971 skrifar Sigurður A. Magnússon grein um kann- anir, sem ég gerði i samvinnu við Harald Swedner, á dreifingu nokkurra bóka á íslandi og í Svíþjóð. Kannanir þessar fóru þannig fram, að spurningalistar voru lagðir inn í bækurn- ar áður en þeim var dreift frá forlaginu, og var til þess ætlazt að þeir, sem fyrstir opnuðu bækurnar — í flestum tilvikum kaupendur þeirra eða þeir sem fengu þær að gjöf — svöruðu spurningunum og end- ursendu síðan listana í sérstökum um- slögum. Jafnframt leitaði ég uppi alla kaupendur og eigendur bókanna sem til náðist í tveimur meðalstórum kaupstöð- um úti á landi, og átti viðtöl við þá. í fyrrnefndri grein Sigurðar segir frá helztu niðurstöðum viðtalanna, og ég mun ekki rekja hér allt, sem kom fram þar, þótt um einhverja skörun verði óhjá- kvæmilega að ræða. Hér verður leitazt við að gefa stutt heildaryfirlit yfir niðurstöður þessara kannana. Jafnframt vil ég benda lesend- um á, að í Skírni 1972 birtist ýtarlegri greinargerð og ýmsar tölulegar upplýs- ingar, sem ekki þótti ástæða til að rekja í smáatriðum hér. Undirtektir svarenda Við notuðum eftirtaldar bækur í könn- ununum: Innlönd, ljóðasafn eftir Hann- es Pétursson; Anna, skáldsaga eftir Guð- berg Bergsson; í álögum, skáldsaga eftir Magneu frá Kleifum; Legionárerna, heimildaskáldsaga eftir Per Olov Enquist; Teresa, skáldsaga eftir Bengt Söderbergh; Bestsellern, skáldsaga eftir Márten Edlund; Partitur, ljóðasafn eftir Gunnar Ekelöf. Við val bókanna höfðum við í huga að þær gæfu svo fjölbreytilega mynd af bókaútgáfu þessara tveggja landa sem kostur væri með aðeins örfáum bókum. Gagnasöfnun fór fram á íslandi í 10-12 mánuði og 7-12 mánuði í Sviþjóð. Við byrjuðum haustið 1968 með 4 bækur, þ. e. hinar íslenzku ásamt Legionárerna í Sví- þjóð. Að nokkrum mánuðum liðnum varð Ijóst, að svörin við spurningum okkar ætl- uðu að verða töluvert dræmari en við höfðum gert okkur vonir um. Við ákváð- um því, áður en áfram yrði haldið í Sví- þjóð, að einfalda spurningalistana, og jafnframt að veita svarendum hvatn- ingu með því að lofa öllum, sem svöruðu, bók að launum fyrir þátttökuna. Ekki virtust Svíarnir meta þessa hvatn- ingu mikils, því að í engu tilviki komst svarahlutfallið nálægt því að vera við- unandi. Að visu vitum við ekki með fullri vissu, hve mörg eintök seldust af bók- unum, en ágizkanir okkar munu þó fara nærri lagi: •» <o g sp Ö Heiti bókar: S ’ö Sgs » s s .5 « a n « 03 Fjöldi endursendi lista Svars- hlutfall Innlönd 800 237 30% Anna 600 181 30% í álögum 927 169 18% Legionárerna 500 105 21% Teresa 600 151 25% Bestsellern 600 159 26% Partitur 800 338 42% Hér verður ekki farið út i umræður um ástæðurnar fyrir þessari dræmu þátt- töku — en þar lagðist margt á eitt — heldur þess aðeins getið, að hún gerir túlkun á niðurstöðum kannananna mjög erfiða. Ég mun þó hér á eftir hætta mér nokkurn spöl út á þann hála ís. Kerlingabækur — karlabækur gjafabækur Karlar og konur dreifast með mjög ólikum hætti á kaupendahópa bókanna, eins og sjá má á eftirfarandi yfirliti: Hlutfall Jcarla meöal kaupenda bókarinnar: Innlönd: 77% Anna: 77% Partitur: 71% Bastsellern: 58% Legionárerna: 55% í álögum 44% Teresa: 36% Flestir, sem eru bókum kunnugir, munu á einu máli um að bækurnar efst á þess- um lista geri töluvert meiri kröfur tii lesenda sinna en bækurnar neðst á list- anum. Ágreiningur getur auðveldlega orð- ið um innbyrðis röðun einstakra bóka, en bilið milli Innlanda, Önnu og Partiturs annars vegar og Teresu og í álögum hins vegar er ótvírætt. Svo langt sem hún nær er sú vísbend- ing, sem hér fæst, á þá leið, að karlar kaupi „erfiðar“ bækur, en konur kaupi „auðveldar". Einhverjum kann að þykja 44% furðu hátt hlutfall karla meðal kaupenda í álögum. Skýring fæst á því þegar athugað er, í hvaða tilgangi bæk- urnar eru keyptar: Meðal kaupenda Önnu keyptu 12% karla bókina til gjafa, meðal kaupenda Innlanda keyptu 33% bókina til gjafa, en meðal kaupenda í álögum keyptu 77% bókina til gjafa (og nær all- ir þiggjendur í álögum voru konur.) Okk- ur skortir upplýsingar um tilgang kaup- anna varðandi sænsku bækurnar. Nú er þess hins vegar að gæta, að við höfum ekki kannað hlutfall kynjanna meðal kaupenda aðgengilegrar og auð- meltrar stríðshetjubókar, svo dæmi sé 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.