Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 36
IV. í ljósi þessarar þróunar er hægt að gera sér grein fyrir væntanlegum breyt- ingum á skipan kennslubókaútgáfunnar næstu árin. Skýrust mynd af þeim fæst með því að vitna til greinar eftir Andra ísaksson, forstöðumann Skólarann- sóknadeildar Menntamálaráðuneytisins, sem birtist í 1. hefti tímaritsins Mennta- mála í ár. Þar er lýst grundvelli og hugs- anlegu framtíðarskipulagi þeirrar end- urskoðunar námsefnis og kennslu sem fram fer á vegum deildarinnar. Er gert ráð fyrir að Menntamálaráðuneytið ráði í fullt eða hálft starf allt að 10 náms- stjóra í einstökum greinum sem kenndar eru á barna- og gagnfræðastigi, og stjórni þeir endurskoðuninni, hver í sinni grein. Hverjum námsstjóra til aðstoðar verði námsefnisnefnd skipuð 8—11 manns. „Hlutverk hennar verði fyrst og fremst að láta í ljós álit, m. ö. o. að samþykkja, hafna eða breyta þeim tillögum eða verk- um, sem einstaklingar eða framkvæmda- nefnd á vegum námsefnisnefndar raun- verulega vinna.“ Auk námsstjóra er gert ráð fyrir að í námsefnisnefnd verði 2—3 fulltrúar kennara, skipaðir samkvæmt tilnefningu kennarasamtaka, 1—2 full- trúar kennaramenntunar, skipaðir sam- kvæmt tilnefningu hlutaðeigandi kenn- aramenntastofnana, 3—4 fulltrúar skip- aðir án tilnefningar og verði í þeim hópi bæði sérfræðingar í viðkomandi grein og sérfræðingar í kennslu greinarinnar (kennarar). Innan námsefnisnefndar starfi framkvæmdanefnd 3—4 manna í a. m. k. 30% af fullu starfi er skili tillög- um um skilgreind námsmarkmið og námsskrá og áætlun um námsmat. „Hver námsefnisnefnd ræður úr sínum hópi eða utan að þá höfunda til að semja tilrauna- námsefni í samræmi við námsmarkmið þau og námsskrá, sem nefndin hefur komið sér saman um. Ráðningarform höfunda verði „akkorð“ með skýrum á- kvæðum um skilafrest handrita. Áherzla verði lögð á það, að höfundar séu ekki einangraðir, meðan á verki þeirra stend- ur, heldur hafi nokkrir höfundar verka- skiptingu um heildarstarf og vinni í sem nánustu samráði innbyrðis og við námsstjóra." Gert er ráð fyrir ítarlegri og skipulegri forprófun efnisins áður en það er gefið út í endanlegri gerð. Skipan sem þessi felur í sér gífurlegar breytingar frá því fyrirkomulagi sem áð- ur er lýst, er 5 manna stjórn Ríkisút- gáfu námsbóka var ætlað að ráða höf- unda eða meta handrit í öllum greinum sem kenndar eru á barna- og gagnfræða- stigi. Ýmsir kunna að spyrja hvort slíkt skipulag verði ekki óþarflega viðamikið og dýrt í framkvæmd. Ég fæ ekki séð að komizt verði hjá að vinna að endurnýjun námsefnis með svipuðum hætti og þarna er lýst, eigi að tryggja góðan árangur. Það mun kosta talsvert fé, en þess má lika vænta að það skili arði sem kemur allri þjóðinni til góða er timar líða, bæði efna- lega og andlega. Dýrast verður alltaf að sóa tíma nemenda í fánýtt eða úrelt viðfangsefni. 4 Sigrún Klara Magnúsdóttir: Steinar fyrir brauð? Barnabækur á íslenzku Það hefur verið sagt, og það með nokkrum sanni, að börnin væru eitt af uppgötvunum nútímans. Hversu mót- sagnakennt, sem þetta kann að hljóma, er hitt þó víst, að barnið á í dag við að búa öryggi og virðingu, sem er einstæð í veraldarsögunni. Staða barna í þjóð- félaginu hefur venjulega og víðast hvar verið ótrygg og háð þörfum og duttlung- um hinna fullorðnu, og til þeirra hafa verið gerðar kröfur, sem óhóflegar mega teljast miðað við andlegan og líkamlegan þroska þeirra. Barnavernd, unglingadóm- stólar og önnur lagaleg vernd fyrir börn eru tiltölulega ný fyrirbrigði og eru sprottin upp úr aukinni þekkingu á sál- arlífi barna og viðurkenningu á því að börn má ekki meðhöndla á nákvæmlega sama hátt og fullorðna. Fleira en aukin sálfræðiþekking hefur ýtt undir og aukið fjölbreytni hinnar svo- kölluðu barnamenningar. Þar hafa kom- ið til aukin menntun og skólaganga, sem gera kröfur til þess að gnægð efnis sé fyrir hendi, sem auðveldi kennslu í hin- um ýmsu greinum. Þær gífurlegu breyt- ingar, sem átt hafa sér stað í þjóðfélagi nútímans, gera einnig kröfur til fjöl- breytni þess efnis, sem framleitt er og framreitt fyrir arftaka þessa þjóðfélags. Áður fyrr þótti sjálfsagt, að sonur fetaði í fótspor föður síns og dóttir lærði við kné móður sinnar til þess að búa sig undir lífsstarfið. Við breyttar aðstæður verða að vera til bækur, sem kynna þá margbreytilegu möguleika, sem fyrir hendi eru. Enn má svo nefna að þegar barnavinna er úr sögunni og frístund- irnar frá skólunum fleiri, er þörf fyrir aukið tómstundalesefni við hæfi barna. Sem afleiðing þessara þarfa hafa sprottið upp sérstakir menningarþættir, sem eingöngu eru ætlaðir börnum, t. d. hafa börn nú sínar eigin kvikmyndir, sjónvarps- og útvarpsþætti, tónlist og myndlist og síðast en ekki sízt eru nú skrifaðar bækur fyrir börn um allt milli himins og jarðar. f stuttu máli hefur þróun á sérstöku efni fyrir börn verið sú, að fyrir miðja seinustu öld var lestrar- efni barna mestmegnis bækur ritaðar fyr- ir fullorðna, t. d. sögur eins og Dæmisögur Esóps, Þúsund og ein nótt og þjóðsögur og ævintýri ýmiskonar. Þá fara menn að semja uppeldisfræðileg og trúarleg rit fyrir börn til þess að innprenta þeim góða siði og bæta hegðun þeirra. Næst má segja að fram komi alls kyns reyfara- bækur og stríðsfrásagnir í fjöldafram- leiðslu sem ávöxtur heimsstyrjalda og stríðsrekstrar. „Nýja barnabókin," sem Svíar tala manna mest um í dag, er svo raunsæ kynning á þjóðfélaginu í öllum þess margbreytileik. Efnið er margt það, sem var alger bannvara í barnabókarit- un fyrir nokkrum árum, svo sem kyn- ferðismál, hjónaskilnaður, eiturlyfjanotk- un, striðsrekstur frá sjónarhóli þolandans en ekki sigurvegarans, mengun og ýmis- konar innri barátta svo sem einmana- leiki og kynþáttamisrétti. Á barnabóka- markaðinum í þeim löndum sem bezt búa að sínu er að finna sambland af öllu þessu. Þar finnast ævintýri og fantasíur, spennandi reyfarar og raunsæjar bækur um umhverfið, að ógleymdum hafsjó fræðibóka fyrir börn, uppsláttarritum og myndskreyttum vísindabókum. Hvert ein- asta þjóðfélag, sem lætur sig barna- fræðslu og menntun þegnanna miklu skipta, leggur áherzlu á gæði þeirra bóka og fræðsluefnis sem á boðstólum er fyrir börn. Enginn verður menntaður án bóka. Barnabækur á íslenzku Elzta barnabókin, sem prentuð var hér á landi, var Sumargjöf handa börnum, sem prentuð var í Leirárgörðum 1795. Skömmu áður höfðu komið út í Kaup- mannhöfn Barnaljóð, sem gefin voru út á íslenzku. Á 19. öldinni komu út t. d. þýðingar Steingríms Thorsteinssonar á Þúsund og einni nótt, Kátur piltur, Róbinson Krúsó og Mjallhvít í þýðingu Magnúsar Grímssonar, en bókaútgáfa fyrir börn hefst þó ekki að neinu marki fyrr en eftir 1900. Samkvæmt nýútkomnu riti, sem Eirík- ur Sigurðsson hefur tekið saman og kall- ar „íslenzkar barna- og unglingabækur 1900-1971“, hafa 160 íslenzkir höfundar skrifað fyrir börn á þessari öld. 74 hafa skrifað eina bók, en 86 fleiri en eina. Af þeirn 86, sem skrifað hafa fleiri en eina bók, eru 49 kennarar og/eða skólastjórar eða hafa fengizt við kennslu einhvern tíma ævinnar. Átta eru húsmæður (sem ekki eru kennarar), fjórir blaða- og 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.