Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 37
Úr bókinni GlerbrotiS eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Teikningar gerði Gísli Sigurðsson. S. 10. fréttamenn, þrír listmálarar, tveir bók- salar og tveir bændur, en af öðrum stétt- um má telja bókbindara, garðyrkjumann, bifreiðastjóra, leikstjóra, vitavörð, bóka- vörð, útgerðarmann, lækni og iðnrek- anda, einn úr hverri stétt. Þarf ekki að hafa mörg orð um það, hversu geysimikill og e. t. v. óeðlilega mikill hluti þeirra, sem skrifa fyrir börn, eru kennarar og uppalendur. Til þess liggja trúlega tvenn- ar sakir. Annars vegar eru kennarar í nánum tengslum við börnin og umgang- ast þau daglega, og hins vegar hafa þessi nánu samskipti gert þeim betur ljósa þörfina fyrir sérstakar íslenzkar barna- bókmenntir. í bókaritun fyrir fullorðna eru þessi hlutföll allt önnur. Því verður kannski einhverjum á að spyrja hvort íslenzkar barnabækur séu svo gjörólikar bókum fyrir fullorðna að efni og tjáningu, að það séu allt aðrar stéttir manna, sem leggi fyrir sig ritun þessara tveggja teg- unda bókmennta. Hvers vegna eru t. d. svo fáir „þjóð- kunnir rithöfundar“ á íslandi (orðalag Eiríks Sigurðssonar) sem leggja sig niður við að skrifa fyrir börn? Eða eigum við kannske heldur að spyrja: Hvers vegna eru svo fáir þeirra, sem skrifa fyrir börn, taldir „þjóðkunnir rithöfundar"? Hvort sem það er orsök eða afleiðing er hitt víst, að úr hópi þeirra, sem skrifa fyrir börn aðallega, hafa fáir einir komizt í tölu fremstu rithöfunda. Það má og við- urkenna að fátt eitt hefur verið gert til þess að örva höfunda til þess að skrifa fyrir börn. Kannske er það kærleiksverk að skrifa fyrir börn á íslandi? Ekki má svo tala um íslenzka rithöf- unda, sem skrifað hafa fyrir börn, að ekki sé minnzt á nokkra þeirra, sem hæst ber. Þar verður að sjálfsögðu efsta nafn á lista Jón Sveinsson, Nonni (1857-1944), sem skrifaði sínar bækur að vísu ekki á íslenzku, en bækur Nonna eru samt sem áður nógu íslenzkar til þess að við getum eignað okkur þær. Nonna-bækurnar eru nú sígildar barnabækur og þýddar á fjöldamargar tungur enda fara þar sam- an skemmtilegar frásagnir og lifandi lýs- ingar. Sigurbjörn Sveinsson (1878-1950) er annar listamaður, sem náð hefur að sam- eina einfalda og tæra frásögn og skín- andi fallegt mál. Lengi vel hafa sögur hans verið uppseldar, en hafa nú komið út i myndarlegu ritsafni. Nauðsynlegt er að gefa þær út í smærra broti með stærra letri fyrir yngstu lesendurna. Stefán Jónsson (1905-1960) skrifaði raunsæjar og skemmtilegar barnasögur og má segja að hann hafi töluverða sér- stöðu innan íslenzkrar barnabókaritun- ar að því er varðar efnisval og meðferð. Marga fleiri rithöfunda má nefna, sem skrifað hafa góðar barna- og unglinga- bækur, t. d. Jennu og Hreiðar Stefánsson, sem skrifað hafa sínar bækur í samein- ingu, Ármann Kr. Einarsson og Ragn- heiði Jónsdóttur, sem öll hafa skrifað á þriðja tug bóka. Einnig ber hér að nefna Gunnar M. Magnúss, Stefán Júlíusson, Jón Kr. ísfeld, Margréti Jónsdóttur, Hannes J. Magnússon, Eirík Sigurðsson, 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.