Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 39
og kaupa einhverja bók án þess að tími hafi unnizt til að kanna innihald hennar og valið fer oftast eftir kápumyndinni. Jólamarkaðurinn er eini öruggi sölutím- inn fyrir barnabækur og þvi barnabóka- útgáfan öll miðuð við nóvember og des- ■ember. Hvaða bók það verður, sem lendir í jólapakka barnsins, er alger slembilukka og svo erum við steinhissa þegar orða- forði barnanna er takmarkaður og hug- myndaflugið snautt. Stingum við kannski stundum steini í jólapakkann í staðinn fyrir brauð? Gagnrýni eða áróður Fyrir skömmu birtu dagblöðin hneyksl- issögur um ungt fólk, sem sótt hefði um inngöngu í einn skóla landsins og hefði ekki vitað almenn atriði um sitt eigið þjóðfélag. Menn velta vöngum yfir or- sökinni og skal hér því bent á eina af þeim ástæðum, sem legið geta til grund- vallar, en það er skortur á bókum fyrir börn og unglinga um okkar eigið þjóð- félag og menningu. Kennslubækurnar eru úreltar, t. d. er ennþá kennt í landafræði um alla síldina á Siglufirði enda þótt öll síld sé löngu horfin. Bækur um þjóð- kunna menn svo sem Kiljan, Kjarval o.fl. hafa ekki verið skrifaðar fyrir börn. Hvers vegna hefur engum dottið i hug að skrifa léttlæsar bækur um framámenn þjóðar okkar, lífs og liðina, og vekja þannig áhuga ungmenna á landi og þjóð? Flestum þeim, sem eitthvað hafa kynnt sér barnabækur á íslenzku, hlýtur að ógna það regindjúp, sem er á milli gæða örfárra, valdra bóka og þorra bók- anna, sem varla er virði pappirsins, sem þær eru prentaðar á. Sumir þessir reyf- arar eru gefnir út í nokkurs konar fram- haldsformi, þar sem sömu persónurnar sýna yfirnáttúrlega snilld i veröld, þar sem fullorðna fólkið er annað hvort heimskt, fólskt eða trúgjarnt, ef það er þá yfirleitt tekið með í söguna. Ofan á það bætist að þessir reyfarar eru prentað- ir á ljótan, þykkan pappír og bækurnar brotna á kili við fyrsta lestur. Prentvill- ur eru algengar og allt það sem prýtt gæti bókina er borið fyrir borð til þess að halda kostnaðinum niðri og græða sem mest á útgáfunni. Ef við lítum í kringum okkur í bókaverzlunum með of- urlitilli gagnrýni, getum við fljótlega þekkt úr þær bækur, sem eingöngu eru gefnar út í gróðaskyni. Til þeirra er kast- að höndunum og ýmsar sjálfsagðar upp- lýsingar um bókina vanræktar. Til er i dæminu, að bækur séu gefnar út án þess að upprunalega höfundarins sé getið. Þetta kallast ritstuldur og er refsivert at- hæfi. Jafnvel er bókin gefin þeim, sem hana endursagði á íslenzku, þótt efnið sé allt þýtt. Oft er vanrækt að geta um þýð- anda, titil á frummáli ef bókin er þýdd, útgáfuár og ef um endurútgáfu eldra rits er að ræða. Teiknara er oft sleppt eða myndir teknar úr erlendum bókum og svo látið heita að einhver hérlendur maður hafi myndskreytt. Ef foreldrar gerðu sér grein fyrir því, að hver einasta bók, sem barnið les, er nokkur uppeldisleg reynsla fyrir það, hlyti það að verða til þess að foreldrar og kennarar reyndu að vanda betur til bókakostsins, sem boðinn er börnum og unglingum, og eitthváð af því lélegasta, sem er á markaðinum í dag, hyrfi úr sögunni vegna þess að enginn vildi lengur kaupa það. En nú kann einhver að spyrja. Hvað er góð barnabók? Hvað er það, sem einkenn- ir vel skrifaða sögu? í stuttu máli er svarið þetta: Sagan verður að vera byggð á skýrri hugmynd, sem er nógu vel mót- uð til þess að hægt sé að skapa líflegan og fjörugan söguþráð. Söguhetjurnar verða að vera eftirminnilegar og heil- steyptar og frásagnarstíliinn læsilegur og þannig að hann hrífi hugi lesendanna. Sameini bókin alla þessa fjóra þætti get- ur hún talizt gott verk. Hvernig er háttað gagnrýni á barna- bækur? íslenzkir rithöfundar eru ákaf- lega hörundsárir, enda verður öll gagn- rýni rnjög persónuleg í svo litlu þjóð- félagi sem okkar. Ekki er útilokað að einn rithöfundur skrifi lofræðu um verk vinar síns, og svo þegar næsta bók gagn- rýnanda kemur út verða hlutverkaskipti. Gagnrýni á barnabókum hefur verið mjög tilviljanakennd og margur mátt halda að barnabækur væru of ómerkilegt bók- menntaefni til þess að gagnrýna þær. Þessi viðkvæmni höfunda kom mjög skýrt fram fyrir jólin 1971 þegar fimm fram- takssamar konur úr kennarastétt tóku sig til og lásu þær nýjar barnabækur, sem boðnar voru á jólamarkaðinum, og gáfu þeim einkunn i stjörnuformi. Þetta var ákaflega þarflegt verk og furðulegt að engum skyldi hafa dottið þetta í hug fyrr. En eins og oft er um byrjunarverk mátti margt að þessu finna. Sérlega skorti umsögn um hverja bók, stjörnu- gjöfinni til stuðnings. Það vantaði að geta um kosti og galla bókarinnar og á- bendingar um það, sem betur mátti fara. En árásir þær, sem þessar konur fengu fyrir viðleitni sína, voru svo óhóflegar, að þær hefðu getað dugað til þess að drepa niður allar tilraunir til heilbrigðrar gagn- rýni á íslenzkum barnabókum. Að lokum þetta: Barna- og unglinga- bækur eru einn vanræktasti þátturinn í fjölbreyttri bókaútgáfu á íslenzku. Ungl- ingabókmenntir hvers konar eru nær ó- þekktar á bókamarkaðinum og fræðibæk- ur og uppsláttarrit fyrir börn um alla hluti eru af frámunalega skornum skammti. Sérlega vantar okkur skemmti- lega skrifaðar bækur um sögu okkar og menningu, þjóðlif og stöðu okkar í heim- inum. Við þörfnumst gagnrýni á þær bækur, sem á boðstólum eru fyrir börn, skrifað- ar af hlutleysi og kunnáttu til þess að geta fylgzt með því, sem gott kann að koma fram, og sneiða hjá því lakara. Við getum ekki alltaf gefið börnum okk- ar steina og talið okkur trú um að við séum að gefa þeim brauð. Ef okkur skort- ir vit og vilja til þess að bæta þá and- legu fæðu, sem við bjóðum börnum okkar, skulum við ekki undrast þótt Jón Sigurðs- son haldi áfram að vera fyrsti forseti lýðveldisins og Hannes Pétursson verði kaþólskur prestur í hugum unglinga á ís- landi um ófyrirsjáanlega framtíð. 4 Júlíus Oddsson: ALDASKIL Sat ég við Selhamar sungu dísir. Greiddu gullna lokka gyðjur vænar. Daggir mót dögun dýrar skinu. Sat ég við Selhamar sá óravegu risu sólarsynir af svæflum mjúkum. Hlakkaði hrægammur hátt í lofti hnitaði hringa yfir Hirosima. Sat ég við Selhamar sólroðinn morgun nornir flugu norðan nástrandarvegu þær er sköp skipa skötnum ýtrum. Dró drungaský dökk fyrir sól. Bylgjuðust bergþil sem björk í vindi. Rigndi glóðum rauðum rigndi eitri. Féllu menn og fé feig að moldu. Sviðnaði sígrænn svörður jarðar. Ógnaði alheim örlaga spil. Hafði gömul goð giftu þrotið. Rekkar skeið runnið að ragnarökum. Var upphaf enda upprunnið. Skil allra skulda skrifuð á vegginn. Sat ég við Selhamar sá undur mikil. Tímans tjöld til hliðar dregin. Endalok aldar, öld fæðast með kynngikrafti kjarnans orku. Erich Fried: 17. - 22. MAÍ 1966 Frá Da Nang bárust þær fregnir daglega í fimm daga að skothvellir heyrðust af og til Á sjötta degi barst sú fregn að í Da Nang hefðu í bardögum síðustu fimm daga látið lífið um þúsund manns arthúr björgvin þýddi 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.