Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 40
Sigurður A. Magnússon: Sundruð fylking Kjör íslenzkra rithöfunda eru ákaflega bág, þegar mið er tekið af starfsbræðr- um þeirra á Norðurlöndum. Það stafar ekki eingöngu af hinum þrönga íslenzka markaði, þó rangt væri að vanmeta þann þátt málsins, heldur líka af innbyrðis sundrung rithöfunda, sem dregið hefur úr baráttuþreki og nánast lamað sam- tök þeirra. Á öðrum Norðurlöndum kveð- ur mikið að samtökum rithöfunda, enda eru þau raunveruleg fagfélög sem vaka yfir og verja félagslega og efnahagslega hagsmuni rithöfunda, berjast fyrir bætt- um kjörum og vinnuskilyrðum og eru í sífelldri sókn gegn ríkisvaldi og sveitar- félögum. í Danmörku og Noregi hefur komið upp tímabundinn klofningur inn- an samtakanna vegna hugmyndafræði- legra árekstra, en nú eru rithöfundar sameinaðir í raunverulegum fagfélögum alstaðar á Norðurlöndum nema á íslandi. Hér á landi eru starfandi tvö félög rit- höfunda, sem hvorugt er raunverulegt fagfélag, en þessi félög mynda sín á milli Rithöfundasamband íslands, sem ann- ast samningsgerð við opinbera aðila og önnur fagleg verkefni. Meður því að Rit- höfundasambandið er einungis samning- ur milli tveggja sjálfstæðra félagssam- taka og hefur sjálft enga beina félags- aðild einstaklinga, er staða þess ákaflega veik og baráttumáttur þess hverfandi lítill. Viðsemjendur rithöfunda vita um sundrungina og flokkadrættina meðal þeirra og notfæra sér vitaskuld ástandið úti yztu æsar. Af þessum sökum fyrst og fremst eru kjör íslenzkra rithöfunda miklu verri en þau þyrftu að vera, og megináþyrgð á því bera óhappamenn sem róa að því öllum árum að viðhalda sundrung og klíkuskap. Forsagan Upphaflega klofnuðu rithöfundasam- tökin af fremur litlu tilefni fyrir rúmum aldarfjórðungi. Þá höfðu rithöfundar sjálfir bein afskipti af úthlutun lista- mannalauna, og upp komu deilur vegna úthlutunar til Halldórs Laxness og Gunn- ars Gunnarssonar. Það leiddi til þess, að Gunnar Gunnarsson sagði sig úr Rit- höfundafélagi íslands og kom ekki ná- lægt félagsmálum íslenzkra rithöfunda fyrr en á liðnu vori, að hann féllst á að verða heiðursfélagi þess sama félags, ef það mætti stuðla að sameiningu íslenzkra rithöfunda i einum samtökum. Einu eða tveimur misserum eftir úrsögn Gunnars Gunnarssonar úr Rithöfundafélagi ís- lands gerðist svo það, að Guðmundur G. Hagalín og nokkrir félagar hans sögðu sig úr félaginu og stofnuðu til nýrra sam- taka, sem þeir nefndu Félag íslenzkra rithöfunda. í öndverðu átti svo að heita, að nýja félagið væri samtök „lýðræðissinnaðra" höfunda, en gamla félagið samtök komm- únista og „nytsamra sakleysingja,“ enda var kalda stríðið i algleymingi og Mc- Carthyisminn á næsta leiti. Sé hinsvegar litið á félagaskrárnar, sem hér eru birt- ar, kemur í Ijós, að sú skipting átti sér ósköp litla stoð í veruleikanum fyrir 20-30 árum og á sér enn minni stoð nú. í bezta falli væri hægt að kalla annað félagið samtök róttækra og frjálslyndra höfunda, en hitt samtök íhalds- og aftur- haldshöfunda, en sú skipting er ekki heldur nema hálfsönn. Félagslegur klofningur íslenzkra rit- höfunda hefur nú varað í rúman aldar- fjórðung og lítið miðað í sameiningar- átt. Myndun Rithöfundasambands ís- lands árið 1957 átti að vera skref í þá átt að sameina félögin smátt og smátt, en síðan hefur lítið sem ekkert gerzt, þannig að til sanns vegar má færa, að Rithöfundasambandið hafi í reynd orðið nokkurskonar löggilding á klofningi sem heyrir til liðinni tíð og á sér engar for- sendur í samtímanum — nema kannski þær að einstakir höfundar þykjast betur geta skarað eld að sinni köku í klofnum og máttvana samtökum. ' Tillaga um sameiningu í þeirri veiku von, að hægt væri að leysa eða höggva á þennan skammar- lega hnút, gerðist ég svo djarfur að bera fram á rithöfundaþingi í Norræna hús- inu 1969 tillögu þess efnis, að vinna bæri að sameiningu rithöfundafélaganna í ein allsherjarsamtök. Undir þá tillögu tóku margir fundarmanna, meðal annars þáverandi formaður Félags íslenzkra rit- höfunda, Matthías Johannessen, sem lýsti opinberlega yfir stuðningi við hana. Tillagan hlaut einróma samþykki þings- ins. Að loknu rithöfundaþingi áttu stjórn- ir félaganna með sér viðræðufundi um málið, þar sem meðal annars kom fram, að enginn málefnaágreiningur væri milli félaganna eða einstakra félagsmanna, enda væru innan vébanda beggja félaga menn af öllum bókmenntastefnum og stjórnmálaskoðunum. Gátu þeir, sem sátu þessa viðræðufundi, ekki komið auga á eða bent á nein skynsamleg rök fyrir því, að rithöfundar væru áfram RITHÖFUNDAFÉLAG ÍSLANDS d okt. 1972) Heiðursfélagar: 1. Guðmundur Böðvarsson. 2. Gunnar Gunnarsson. 3. Halldór Laxness. 4. Sigurður Nordal. 5. Tómas Guðmundsson. 6. Þórbergur Þórðarson. 1. Agnar Þórðarson. 2. Arnfríður Jónatansdóttir. 3. Ástgeir Ólafsson (Ási í Bæ). 4. Baldur Óskarsson. 5. Baldur Ragnarsson. 6. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. 7. Birgir Sigurðsson. 8. Björn Bjarman. 9. Björn Th. Björnsson. 10. Björn Þorsteinsson. 11. Böðvar Guðlaugsson. 12. Böðvar Guðmundsson. 13. Dagur Sigurðarson. 14. Einar Bragi. 15. Einar Guðmundsson. 16. Einar Kristjánsson. 17. Einar Ólafsson. 18. Einar Ólafur Sveinsson. 19. Einar Pálsson. 20. Elías Mar. 21. Erlingur E. Halldórsson. 22. Geir Kristjánsson. 23. Gils Guðmundsson. 24. Gísli Ásmundsson. 25. Guðbergur Bergsson. 26. Gunnar Benediktsson. 27. Gunnar M. Magnúss. 28. Halldór Stefánsson. 29. Hannes Sigfússon. 30. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka. 31. Jakob Benediktsson. 32. Jakob Jónsson. 33. Jakobína Sigurðardóttir. 34. Jóhann J. E. Kúld. 35. Jóhann Pétursson. 36. Jóhannes Steinsson. 37. Jón Dan. 38. Jón Helgason, prófessor. 39. Jón Jóhannesson. 40. Jón Óskar. 41. Jón frá Pálmholti. 42. Jón úr Vör. 43. Jónas Árnason. 44. Jónas E. Svafár. 45. Kristinn E. Andrésson. 46. Kristinn Reyr. 47. Kristján Bender. 48. Kristján frá Djúpalæk. 49. Líney Jóhannesdóttir. 50. Lúðvík Kristjánsson. 51. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. 52. Magnús Jónsson. 53. Nína Björk Árnadóttir. 54. Njörður P. Njarðvík. 55. Oddur Björnsson. 56. Ólafur Jóhann Sigurðsson. 57. Ólöf Jónsdóttir. 58. Óskar Aðalsteinn Guðjónsson. 59. Rósberg G. Snædal. 60. Sigfús Daðason. 61. Sigríður Einars frá Munaðarnesi. 62. Sigurður A. Magnússon. 63. Sigurður Róbertsson. 64. Sigurður Þórarinsson. 65. Skúli Guðjónsson, Ljótunnarstöðum. 66. Snorri Hjartarson. 67. Stefán Hörður Grímsson. 68. Stefán Jónsson. 69. Steinar Sigurjónsson. 70. Steingrímur J. Þorsteinsson. 71. Steinunn Sigurðardóttir. 72. Svava Jakobsdóttir. 73. Sveinbjörn Beinteinsson. 74. Sverrir Kristjánsson. 75. Thor Vilhiálmsson. 76. Unnur Eiríksdóttir. 77. Úlfar Þormóðsson. 78. Vésteinn Lúðvíksson. 79. Vilborg Dagbjartsdóttir. 80. Vilhjálmur Þ. Gíslason. 81. Þorgeir Þorgeirsson. 82. Þorsteinn frá Hamri. 83. Þorsteinn Valdimarsson. 84. Þórunn Elfa Magnúsdóttir. 85. Þórunn Magnea Magnúsdóttir. 86. Þráinn Bertelsson. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.