Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 41
tvístraðir í tveimur félögum. Nýkjörinn formaður Félags íslenzkra rithöfunda, Guðmundur Daníelsson, lýsti þvi yfir á einum fundinum, að sín persónulega skoðun væri sú, að skipting rithöfunda í tvö félög væri fáránleg og þjónaði engum tilgangi öðrum en þeim að efla klíku- skap og sundrung i röðum stéttarbræðra sinna. Tillögur um sameiningu félagsmanna beggja félaga í ein allsherj arsamtök voru bornar upp á framhaldsaðalfundum þeirra í júni 1970. Þær voru samþykktar einróma af Rithöfundafélagi íslands, en felldar með öllum greiddum atkvæðum gegn einu af Félagi íslenzkra rithöfunda. Slík voru heilindi þeirra manna í síðar- nefnda félaginu sem goldið höfðu tillög- unni jákvæði sitt á rithöfundaþingi hálfu ári áður, en hingaðtil hefur ekki komið fram nein viðhlitandi skýring á atferli þeirra né frétzt af röksemdafærslunni sem hlýtur að hafa verið beitt til að við- halda sundrung og máttleysi rithöfunda- samtakanna. Félögin hafa helmingaskipti í Rithöf- undasambandi íslands, og vafalaust hef- ur einhverjum lítilsigldum og skamm- sýnum sálum í fámennara félaginu þótt sinum hag betur borgið með óbreyttu ástandi, en allir heilskyggnir menn hljóta að sjá, að bæði er þetta ástand hrein skrípamynd af venjulegum lýðræðisregl- um og eins eru félagsmenn í hvoru félagi um sig svo sundurleitir hópar, að frá- leitt er að tala um tvo aðgreinda hags- munahópa, þar sem fámennari hópur- inn verði að tryggja sig gagnvart fjöl- mennari hópnum. Hvernig sem á málið er litið, stríðir skipting rithöfunda i tvö félög gegn heilbrigðri skynsemi og öllum lýðræðislegum röksemdum, að ekki sé minnzt á beina félagslega og efnahags- lega hagsmuni rithöfunda sem stéttar, en vera má að einstakir menn eða smá- hópar sjái sér hag í að viðhalda skipt- ingunni til að auðvelda sér valdabrölt eða eiginhagsmunapot. Endurskoðun samnings Á framhaldsaðalfundi Rithöfundafé- lags íslands 21. september 1971 var enn reynt að finna færa leið til að koma fé- lagsmálum rithöfunda í eðlilegt horf. Þá var einróma samþykkt svohljóðandi á- lyktun: „Framhaldsaðalfundur i Rithöfunda- félagi íslands mælir með og samþykkir fyrir sitt leyti, að rithöfundar, sem full- nægja núverandi inntökuskilyrðum í rit- höfundafélögin, geti orðið beinir aðilar að Rithöfundasambandi íslands. Því sam- þykkir fundurinn að óska eftir endur- skoðun á þeim samningi við Félag ís- lenzkra rithöfunda sem Rithöfundasam- band íslands byggist á.“ Félagi íslenzkra rithöfunda var send þessi ályktun í bréfi 24. september 1971, en svar við því barst fyrst i bréfi 22. jan- úar 1972, þar sem skýrt var frá þvi að félagið hefði skipað þá Ármann Kr. Ein- arsson og Þórodd Guðmundsson í við- ræðunefnd um málið. Rithöfundafélag íslands skipaði síðan Einar Braga og undirritaðan í þessa viðræðunefnd, en sannast sagna hefur gengið ótrúlega illa að ná henni saman og enn verr að fá skýr svör við þeirri málaleitan Rithöf- undafélags íslands, að samningur félag- anna verði endurskoðaður með það fyrir augum að gera rithöfundum fært að ganga milliliðalaust i Rithöfundasam- band íslands. Er greinilegt að það verður þungt undir fæti að fá hana samþykkta, en hitt er að mínum skilningi jafnljóst að þvi verður ekki unað áfram að Rit- höfundasambandið löggildi klofning, sem á sér engar viðhlítandi forsendur og er rithöfundastéttinni til háborinnar skammar. Verði tillaga Rithöfundafélags íslands felld af Félagi islenzkra rithöf- unda, þykir mér einhlítt að samningi fé- laganna verði sagt upp, Rithöfundasam- bandið leyst upp og fundin önnur leið til að sameina þá rithöfunda, sem ekki líta á klíkuskap og baktjaldamakk sem verðugar leikreglur skapandi listamanna. Af samtölum við höfunda úr báðum fé- lögum er ég þess fullviss, að yfirgnæfandi meirihluti rithöfunda fyrirverður sig fyr- ir klofninginn og vill finna mannsæm- andi lausn á vanda, sem að minu viti er eins auðleystur og verða má, ef menn vilja halda lýðræðisreglur í heiðri, ekki aðeins í orði, heldur lika á borði. Þurfa ekki að hætta í sjálfu sér er ekkert meginatriði, að rithöfundafélögin verði lögð niður um leið og rithöfundar sameinast um eitt fagfélag. Þau gætu sem bezt haldið á- fram að starfa sem umræðu- eða skemmtiklúbbar, ef þurfa þætti. Hins- vegar verður að leggja á það ríka áherzlu, að hin faglegu samtök fáist fyrst og fremst við þau málefni sem varða störf og kjör rithöfunda hérlendis og erlendis, en láti önnur mál liggja milli hluta, hvort heldur er pólitisk deilumál eða önnur ágreiningsmál sem ekki snerta beinlínis hlutverk eða kjör rithöfundarins í þjóð- félaginu. Samtökin eiga með öðrum orð- um að hafa heimild til að gera ályktanir um meðferð rithöfunda hvar sem er í heiminum; gagnrýna takmarkanir á rit- frelsi og málfrelsi i austri og vestri, suðri og norðri; verja samvizkufrelsi og berjast fyrir ferðafrelsi rithöfunda; vera í stöð- ugu forsvari fyrir hið frjálsa orð. En þau eiga ekki að taka opinbera afstöðu til annarra dægurmála. Með þessu móti einu verður komizt hjá pólitísku þrasi og árekstrum, sem valda sundrung og flokkadráttum. Einsog ástatt hefur verið undanfarna áratugi, hefur það verið báðum rithöf- undafélögunum kappsmál að laða til sin nýja félagsmenn. Inntökuskilyrði í FÉLAG ÍSLENZKRA RITHÖFUNDA (1. okt. 1972) Heiðursfélagar: 1. Bjarni M. Gíslason, Danmörku. 2. Jakobína Johnson, U.S.A. 3. Poul P. M. Pedersen, Danmörku. 4. Prófessor Richard Beck, Kanada. 1. Andrés Kristjánsson. 2. Axel Thorsteinsson. 3. Ármann Kr. Einarsson. 4. Árni Óla. 5. Birgir Engilberts. 6. Björn Blöndal. 7. Bragi Sigurjónsson. 8. Einar Kristjánsson. 9. Eiríkur Sigurðsson. 10. Elinborg Lárusdóttir. 11. Erlendur Jónsson. 12. Pilippía Kristjánsdóttir. 13. Gestur Guðfinnsson. 14. Gísli J. Ástþórsson. 15. Gréta Sigfúsdóttir. 16. Guðjón Sveinsson. 17. Guðmundur Daníelsson. 18. Guðmundur L. Priðfinnsson. 19. Guðmundur Prímann. 20. Guðmundur G. Hagalín. 21. Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum. 22. Guðmundur Ingi Kristjánsson. 23. Guðrún Jacobsen. 24. Guðrún Jónsdóttir frá Prestbakka. 25. Gunnar Dal. 26. Hanna Kristjónsdóttir. 27. Haraldur Á. Sigurðsson. 28. Heiðrekur Guðmundsson. 29. Helgi Sæmundsson. 30. Hilmar Jónsson. 31. Hreiðar Stefánsson. 32. Indriði Indriðason. 33. Indriði G. Þorsteinsson. 34. Ingimar Erlendur Sigurðsson. 36. Ingóifur Kristjánsson. 37. Jakob Jónasson. 38. Jenna Jensdóttir. 39. Jóhann Hjálmarsson. 40. Jóhannes Helgi. 41. Jón Björnsson. 42. Jón Helgason, ritstjóri. 43. Jónas Guðmundsson. 44. Jónas Tryggvason. 45. Kári Tryggvason. 46. Kristján Eldjám. 47. Kristmann Guðmundsson. 48. Loftur Guðmundsson. 50. Magnea frá Kleifum. 51. Páll H. Jónsson. 52. Ragnar Jóhannesson. 53. Ragnar Þorsteinsson. 54. Rúna Gísladóttir. 55. Sigurður B. Gröndal. 56. Sigurður Heigason. 57. Sigurjón Jónsson. 58. Stefán Júlíusson. 59. Vigfús Björnsson. 60. Þorbjörg Árnadóttir. 61. Þorsteinn Matthíasson. 62. Þorvarður Helgason. 63. Þórarinn frá Steintúni. 64. Þórir S. Guðbergsson. 65. Þórleifur Bjamason. 66. Þóroddur Guðmundsson. 67. Örn Snorrason. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.