Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 43
samvinna Bertrand Russell: Samvinna og samkeppni Fræðimenn hafa hjúpað hagfræðina mörgum blæjum, sem hafa leitt venju- legt fólk til að ímynda sér, að það hljóti að vera eitthvað klúrt við nakta mynd hennar. Með tilliti til þessa held ég að eina færa leiðin sé að byrja aftur á byrjuninni með svo einföldum sannind- um, að lesandinn fyrtist við að sjá þau orðuð, þar sem svo geti virzt sem ég sé vísvitandi að ögra skynsemi hans. Ég get aðeins fullvissað hann um það í allri einlægni, að ekkert er mér fjær skapi. Þegar hagfræðin er skilin frá hernað- arlist, er hún háð ákveðnum lögmálum. Og hún er miklu háðari lögmálum en hinir klassísku hagfræðingar gerðu sér grein fyrir. Við skulum samt byrja á því að láta sem lögmálin skipti engu máli. Setjum sem svo, að þú eigir heirna í frumstæðu samfélagi og hafir hug á að framleiða einhverja fæðutegund. Þá verð- ur þú að gera tvennt i senn: annarsveg- ar verður þú að halda keppinautunum frá landi þínu, og hinsvegar verður þú að þvinga konu þína til að vinna fyrir þig þann hluta dagsins, þegar hitinn er svo mikill að þér þykir óbærilegt að vinna. Þegar þú ert að verja lendur þínar fyrir ágangi annarra, ertu fyrsti visir að her- veldi ríkisins; þegar þú lætur eiginkon- una vinna fyrir þig, ertu fyrsti vísir að kapitalista. Þú ert í samkeppnisafstöðu til fjandmanns þíns, þar sem afstaðan til eiginkonunnar felst í samvinnu. Dásemdir samkeppninnar í velskipulögðu samfélagi, sem er enn skammt á veg komið á hinni efnahags- legu þróunarbraut, til dæmis í indversku eða kínversku þorpi, eru þessi málefni ekki í höndum einstaklingsins. Lögin kveða á um eignarrétt yfir landi, og siðvenjur, að vissu marki studdar lögum, ákvarða efnahagsleg tengsl hjóna. Sam- keppni í msmd frumstæðrar baráttu um yfirráð yfir landi verður forréttindi rikis- ins og er háð af herjum. Samvinna er á þessu stigi, einsog fyrr, nálega eingöngu bundin við fjölskylduna. Bóndinn ræktar sína eigin fæðu, að frátöldum nokkrum tegundum einsog salti og sykri. Verkfæri hans eru afareinföld og klæðnaður hans mjög ódýr. Efnahagsleg samskipti hans við umheiminn, hvort sem hann er kaup- andi eða seljandi, eru þessvegna ekki ýkja mikilvæg. Hann er í meginatriðum sjálfum sér nógur einsog dýr merkurinnar eða fjölskylda hans er það að minnsta- kosti. Hvorki samkeppni né samvinna í sínurn veigamiklu myndum gegna neinu umtalsverðu hlutverki í efnahagslífi hans. ,,Samkeppni“ i þeim skilningi, sem beitt er í klassískri hagfræði, byggist á verzlun og viðskiptum sem lúta tilteknum lög- um. í orði kveðnu er hún alls óskyld þeirri frumstæðari samkeppni, sem herir annast og skera úr um eignarrétt yfir landi. Hún er í orði kveðnu aðeins til innan skýrt afmarkaðs lagaramma. Séu teknir sem dæmi nokkrir menn, sem allir framleiða tiltekna afurð hver í sínu lagi og ætla sér að lifa á því að láta hana í skiptum fyrir aðrar afurðir, þá munu þeir bersýnilega allir leitast við að fá eins mikið af hinum afurðunum í skipt- um og þeim framast er unnt. En hver þeirra um sig verður að sætta sig við að takmarka kröfur sínar með tilliti til þess, að keppinauturinn kunni að bjóða lægra verð. Þessi takmörkun gerir einungis vart við sig, þegar framleiðendur umræddrar afurðar geta sín á milli framleitt meira af afurðinni en hægt er að selja með hagnaði, eða að minnstakosti án taps. Allt þetta kerfi er því aðeins nýtilegt, að fyrir hendi séu dómstólar og lögregla til að þvinga menn til að standa við gerða samninga. Og jafnskjótt og komið er upp- fyrir stig frumstæðra vöruskipta, verður að vera til meira eða minna stöðugur gjaldmiðill sem sé lögmætur gjaldeyrir. Til eru allrahanda flókin lagahöft um samkeppnisaðferðir. Menn mega ekki myrða skæðustu keppinauta sína; það samkeppnisform er forréttindi ríkisins. Menn mega segja almenningi, hve góð þeirra eigin vara sé, en ekki hve slæm vara keppinautarins sé. Þó er það svo, að ef maður kæmist að því, að hinn mað- urinn væri sekur um siðferðisbrot, þá er fyllilega leyfilegt að skýra frá því opin- berlega, nema því aðeins að hægt væri að færa sönnur á, að það væri gert af illvilja eða hefnigirni. Að sjálfsögðu mundi maður halda fast við, að upp- ljóstrunin sé einungis sprottin af löng- un til að vernda almennt siðgæði og það sé alger tilviljun að syndaselurinn sé skæður keppinautur. Úr því atriði yrði kviðdómur að skera i enskumælandi lönd- um. Eigi að síður kalla klassísku hagfræð- ingarnir slíka samkeppni „frjálsa“. Álitið var að allskyns dásemdir ættu rætur að rekja til „frjálsrar“ samkeppni. Talið var að á tilteknu verði mundi betri vara seljast betur en sú lakari, og sömu- leiðis var álitið að allar endurbætur á framleiðsluháttum mundu gera þeim, sem stæði að umbótum, kleift að undir- bjóða keppinautinn. Þannig mundi sam- keppnin leiða til rneiri vörugæða og ó- dýrari framleiðsluhátta. Kannski var eitt- hvert sannleikskorn i þessari kenningu fyrir 150 árum í baðmullariðnaðinum. Að minnstakosti var framleiðsla launa- fólks gerð eins ódýr og frekast var unnt, og sömu sögu var að segja um framleiðslu óunninnar baðmullar með þrælahaldi. Kerfið reyndist prýðilegt, þegar frá eru taldir þeir sem störfuðu við baðmullar- vinnslunna og þrælarnir á plantekrunum; en það voru ekki þeir sem sömdu kennslu- bækurnar í hagfræði. Samtengingin En smámsaman hætti þróunin að verða með þeim hætti sem klassísku hag- fræðingarnir höfðu gert ráð fyrir, enda- þótt langur tími liði þartil hagfræðingar yrðu þess varir. Allir nema neytendur tóku að uppgötva kosti samtengingarinn- ar. Framleiðendur tengdust innbyrðis til að komast hjá skefjalausri samkeppni. Verkalýðsfélög voru mynduð til að færa launafólki kosti samtengingarinnar. En þetta var talið ofboðslegt, þar sem það bryti í bága við guðlega grundvallarreglu frjálsrar samkeppni. Það var ekki fyrr en eftir langa og illskeytta baráttu sem launafólk hlaut rétt til samtengingar og samtaka. í nokkrum iðngreinum komust menn að raun um, að eignarréttur yfir hráefninu veitti mönnum einokunarvald, ef hann var skynsamlega hagnýttur. Járnbrautir voru löglega rekin einokun- arfyrirtæki, nema í örfáum tilvikum. Valdið sem þessi aðstaða færði þeim er ljóslega útmálað í skáldsögunni The Octopus eftir Frank Norris. Karl Marx hafði spáð því, að frjáls samkeppni kapítalista mundi leiða til einokunar, og þetta reyndist rétt þegar Rockefeller náði einokunartökum á olíuframleiðslunni. Þeir sem trúðu á frjálsa samkeppni urðu fyrir miklu áfalli og settu lög til að rjúfa einokun hans. En það er erfitt að neyða fólk til að berjast, þegar það vill heldur láta það ógert, og lögin gegn hringa- myndunum í Bandaríkjunum leiddu að- eins til eins sigurs eftir geipilega kostn- aðarsöm og gagnslítil réttarhöld gegn einokunarfyrirtækjum — þau fengu því til leiðar komið að verkalýðsáróðursmað- urinn Eugene V. Dobbs var sendur í fangelsi. Það var nú ekki beinlínis þetta sem hafði vakað fyrir þeim sem hófu 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.