Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 49
SUMARKVÖLD í ÞORPINU Sorgbitin hús lúta höfði að hæg- látum vindum: örmagna óp úr dulardjúpi þögnuð. Kvöld í þorpinu: brak í náttauðum bryggjum einmana landþerna eld- rauð og langt burtu maðurinn ævagamli sem gengur og gengur . . . STJÖRNURNAR Ég er eilítið nærsýnn. Taki ég af mér gleraugun er ég reika um kvöld einn míns liðs eftir þjóðveginum verða stjörnurnar óskýrar og ógnarstórar. AFTURHVARF Þrisvar á dag og tvisvar á nóttu baðst þú um Ijós. Þegar það loksins kom þauztu dauðskelkaður burt — í angist reifstu klæði þín og jóst höfuð þitt ösku. Blindur. ÉG SNÝ AFTUR TIL ÆSKUSTÖÐVA MINNA Sumarið forðum sagðirðu oft við mig: Bróðir, þegar við hittumst eftir mörg ár munu lítil börn okkar leika sér saman hér á sandöldunum. Glaðleg smáhús stóðu við veginn sem við gengum. Þegar ég kom í gær, bróðir, varstu allt of nærri mér í augum þínum, talaðir mál sem við skildum ekki börn. Ég heyrði fætur okkar urgast við steinflötina sem jafnar klappirnar ofan við bakkana þar sem börn okkar hlupu um nakin. Þögulir horfðum við á þau krota eitthvað með priki í sandinn. SUMARIÐ OKKAR „Það var dýrlegt sumar með dögg og mávagarg." — roll on thou deep dark blue Ocean! Já, blöðrurnar sprungu inn í dýpra sumar. Hásar stunur frá rykföllnum tungum. Hún hafði móðurmerki neðan við annað augað. GAMALT SKÁLD Ég þurfti svo langt til baka sagði sá gamli að ég brenndi mig á fingrunum á orðinu sól og orðið vindur varpaði mér um koll á þurrar klappir að orðið barn lét mig fæðast á ný og á minna en sjö tímum komast á legg og vaxa úr grasi verða vinnuklæddi maðurinn á bryggjunni og tinandi öldungurinn í garðinum verða að mold verða að ryki sem vindurinn þyrlaði í andlit mér og verða sá sem þyrlaði því. Á NÆTURNAR STENDUR GLUGGINN OPINN HRÖFNUM Á næturnar stendur glugginn opinn hröfnum. Það kemur fyrir: að manni sofandi læðist einhver inn og herbergið verður fullt af gulum augum. Þegar maður vaknar eftir slíka nótt er morgunninn öðruvísi en vant er. Gegnum gluggatjöldin smýgur Ijósið og hangir sem hvítir þræðir í rykinu. Kannski heyrir maður greinilega utan við húsið einhvern fjarlægjast hröðum skrefum unz fótatakið deyr út og herbergið fyllist gamalkunnum hljóðum dagsins. HLJÓMLEIKAR í HVÍTU HÚSI Fyrstu tónarnir . . . eins og grábrúnu tjaldi sé leiftursnöggt svipt til hliðar af höndum í uppnámi og geislaflóð falli okkur í skaut í landslagi vöxnu sefi og grönnum hvítum trjám . . . dansar nakinn Pan bláum tónum í vatns- geislum sem stíga; langt í burtu kasta þjakandi tónar hnífum sem rista himininn ofskæru Ijósi, Ijósi meðan vatnið stígur, drukkna andlit okkar í tónum af skírasta silfri. Á botni hafs liggur flauta falin í slímugu þangi og hvítu beinahröngli. HANN SYNTI 86 ÁRA GAMALL Afi minn var sá eini í sinni sókn sem neitaði að láta leggja inn rafmagn, hann komst vel af án þess. Hann var enginn sveitarstólpi, en hafði volduga barta sem gránuðu seint og synti í sjónum 86 ára gamall. Ég man glöggt sumarkvöld eitt á slætti, rétt áður en hann skall á, hrokkið hár hans og gljásveitta bartana. Regnið sem flóði um þurrhey á trönum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.