Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 51
Arnheiður Sigurðardóttir: „Öll þessi bók er aðeins ivppJcast, nei, aðeins uppJcast að uppkasti. 0, tími, þrelc, jé og þolinmœði. H. Melville (Moby DicJc, 126). Júlíus Havsteen Martin A. Hansen Öndvegisritverk í íslenzkri þýöingu „Getur bók, sem enginn les, yfirleitt talizt vera til?“ — Þessari spurningu varpar fram eitthvert frægasta skáld á síðari helmingi tuttugustu aldar — i skáldverki sem sjálft hefði eins og þá var ástatt í heimalandi höfundarins vel mátt verða gleymsku ef ekki tortímingu að bráð. Miklir listamenn — ekki hvað sízt skáld og tónsmiðir — eiga þó stundum sér- merkt að þessu leyti, falla ef til vill í gleymsku um langt skeið, en rísa svo úr gleymskunnar djúpi stærri og meiri en áður. Þetta getur jafnvel átt við um lífs- verk stórra höfunda, t. d. úr hópi kirkju- feðranna eða tónsnillinga eins og Jo- hanns Sebastians Bachs. En einkum á það þó við um einstök skáldverk og lista- verk. Eitt slíkt verk er Moby Dick, sagan mikla um hafið, hvalveiðarnar og mann- lífið séð um borð í hvalveiðaskipi. Höfundur bókarinnar, Herman Melville, var fæddur í New York árið 1819, af skozku bergi brotinn. Ungur missti hann föður sinn, sem skildi eftir sig stóra fjöl- skyldu skuldum vafða. Ásamt bræðrum sínum varð Melville snemma að sjá sér farborða og brjóta sér sjálfur braut. Tæp- lega tvítugur að aldri hóf hann far- mennsku, þar sem hann mun um þær mundir hafa litið svo á, að hún yrði sér vænlegri til þroska en skólanám og kennarastarf, sem hann hafði lítið eitt fengizt við. Eftir að hafa stundað far- mennsku og verið á hvalveiðaskipum um nokkurt skeið með viðkomu á þurru landi við og við, hóf hann ritstörf. Fyrsta rit- verk Melvilles, Typee, kom út árið 1846. Eftir það rak hver bókin aðra um alllangt skeið. Með fyrstu bók sinni grundvallaði hann orðstír sinn sem rithöfundur og jafnframt „maður sem lifað hafði í sam- félagi við mannætur.“ Önnur bók Mel- villes, Omoo (1847), er glaðværust og gamansömust af verkum hans. Þessar tvær fyrstu bækur, eins og raunar flest önnur verk hans, sækja efni sitt til reynslu um borð í hvalfangaraskipum á Suður-Kyrrahafinu. Á árunurn 1849 og 1850 bættust tvær sögur við hjá honum, Mardi og White-Jackett, en sú síðar- nefnda mun talin hans auðugasta verk og fágaðast þeirra, er fóru á undan Moby Dick. Árið 1844 tók Melville land í Boston, hvarf heim til móðurhúsanna, hvar hann hafði vetursetu. Þar hóf hann ritstörf fyrir alvöru og lét skammt stórra högga milli, ef svo má að orði komast um rit- störf. Nokkru seinna gekk hann að eiga dóttur dómara í Boston og settist að í New York. Á þessu skeiði ævinnar las hann ókjörin öll af bókum (eins og raun- ar ætið síðan, en um það bera verk hans ljóst vitni) og leitaðist á þann hátt við að bæta sér upp það sem hann hafði farið á mis við, þegar hann afréð að hætta námi við menntaskólann í Albany og nema heldur af náttúrunni sjálfri. Hann varð eins konar skjólstæðingur bræðranna Duyckinck, sem voru þá alls ráðandi í bókmenntaheimi New York-borgar. Ann- ar bræðranna leyfði honum að staðaldri aðgang og not af einkabókasafni sínu. Meðal þeirra höfunda, sem djúptækust höfðu áhrif á Melville á þessum árum, voru þeir Carlyle, Sir Thomas Browne og Rabelais. Árið 1849 fór Melville í kynnisför til Englands. Þótt skömm yrði viðdvölin þar i landi, aðeins þrír mánuðir, hafði hún þó víðtæk áhrif á allt hans rithöfundar- starf þar á eftir. í árslok 1850 keypti Melville bóndabýli skammt frá Pittsfield (Mass.). Umhverfi þess var honum kunnugt og kært frá æskudögum. Býlið nefndi hann Örvar- odda, og þar varð til sagan Moby Dick á einu ári — fyrsta árinu sem hann bjó á þessum fagra stað. Oft tók Melville sér ferð á hendur til New York á fund vina og kunningja, en einkum naut hann þess að eiga samfélag við nágranna sinn, skáldið mikla Nathanael Hawthorne. Tókst með þeim góð vinátta, og honum tileinkaði Melville Moby Dick. Engum fær dulizt, að áhrifin frá stórskáldinu birtast á jákvæðan hátt í Moby Dick — í margbreytilegri lífssýn og lífsskynjan og í líkingafullri framsetningu. Moby Dick hlaut misjafnar viðtökur. Sumir gagnrýnenda fóru um hana hörðum orð- um, fannst hún óskapnaður fremur en skáldverk. Sárafáir skynjuðu þann kynngimátt sem verkið í rauninni bjó yfir. Einhverjir í hópi gagnrýnenda fyrt- ust yfir myndinni, sem sagan brá upp af sjómennsku Breta — mestu siglingaþjóð- ar heims á þessum tíma. Amerískir rit- dómarar voru þó sumir hverjir allhreykn- ir af skáldverkinu, en skáldsagnagerð mátti þá enn teljast á gelgjuskeiði i Ameríku. Bókin opnaði ný og lítt kunn- ugleg svið í skáldsagnaheiminum, þótt margt hefði skrifað verið um landaleitir og verzlunarferðir, þar sem var líf og stríð hvalfangarans í baráttu við sjálfa höfuðskepnuna og fylgdarlið hennar. Raunar var sagan eins konar „epos“ öðr- um þræði, en söguljóð voru þá enn vin- sæl grein skáldskapar. Samt hafði sagan megingalla í sér fólginn. Hún var illa til sölu fallin, óárennileg sakir lengdar. Hún seldist miður vel og hvarf síðan í gleymskunnar djúp. Þess má geta, að eitt skáld er líklegt til að hafa orkað á hug Melvilles á sköp- unartíma Moby Dick. Það er franski 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.