Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 52
skáldjöfurinn Victor Hugo. Árið, sem sag- an varð til að Örvarodda, var næðings- samt fyrir þetta franska skáld, sem var þá þegar frægur orðinn. Sakir stjórn- málaástands í heimalandi sinu neyddist hann til að hverfa frá Frakklandi um nokkurra ára bil. Martin A. Hansen kemst svo að orði í kynningargrein um Moby Dick, að hið mikla vængjahaf í- myndunarflugsins kunni hjá Melville að hafa eflzt við áhrif frá Hugo á sama hátt og samtalslist Hemingways virðist eiga rætur sínar í verkum þessa franska stórskálds. (Ef borin eru saman stór- verkin Jóhann Kristófer og ameríska hvalfangarasagan frá miðri nítjándu öld verður vart efazt um skyldleikann milli tveggja ritsnillinga). Ekki lét Melville staðar numið við Moby Dick, heldur tók hann þegar til við nýja sögu, Pierre (1852). Það er saga um ungan mann, er leitast við að lifa lífinu i samræmi við æðri mið, við lögmál him- insins í veröld þeirra viðteknu gilda, sem við nefnum varfærni, málamiðlun eða tilslökun og loks tækifærismennsku. Pierre var á vissan hátt vanheppnað verk og oili ásamt daufum viðtökum höfundi sínum miklu hugarangri. Hélt Melville þá um stund við taugabilun. Eigi að síður vísar þessi saga fram — allt til tuttugustu aldar, til djúpsálarfræðinnar og fylgj- enda hennar í skáldsagnagerðinni. Ýmis góð verk átti Melville enn fyrir höndum að skapa, t. d. Klukkuturninn, smásögu fulla af líkingum, sem telst með hans beztu verkum. En nú fór þó hall- andi fyrir honum sem skáldi, þótt hann gæti veitt sér ferðalög og fleiri þægindi sem rithöfundur. Hann hafði selt sveita- býlið og flutzt til stórborgarinnar og í andrúmsloft hennar. Og stórborgin gleypti hann fyrr en varði, og vel hefði mátt ætla að afleiðingin yrði sú, sem ís- lenzka máltækið segir. Á aldarafmæli Melvilles árið 1919 rumskaði þó bókmenntaheimurinn vest- ræni fyrir alvöru, tók að minnast þess, hver Melville hafði verið, hvert verk hans var, og hver fyrirliði eða brautryðjandi hann hafði orðið og aflvaki ýmsum öðr- um skáldum. Á þessu gleymskunnar skeiði hafði Melville sem sé auðnazt að láta önnur skáld og eftirkomendur njóta góðs af frumleika sínum og hugkvæmni, jafnvel fróðleik sínum í klassiskum bók- menntum. Allt gat þetta orðið öðrum fijóttekið í fyrnsku sjálfs hans. ísmael „Kallið mig ísmael!" — Þannig hljóða upphafsorð Moby Dick. Og hver var hann þá sá ísmael, sem hjá skáldinu er skipað um borð í hvalfangaraskip, og hvaðan var nafn hans tekið? Ég leyfi mér að vitna til þess ágæta skálds og íslands- vinar, Martins A. Hansens (sjá Andvara 1967), sem mér finnst hafa orðað þetta eins og bezt er hægt að gera í stuttu máli: „ísmael var sonur ambáttarinnar Hagar, óskilgetinn sonur Abrahams og taldist ekki af kyni ættfeðranna. Sonur og höfðingi eyðimerkurinnar. ísmael á sér enga sögu, engin ætt viðurkennir hann, og þannig á ísmael skáldsögunnar sér enga sögu. Við fáum rétt veður af því, að hann hafi víst verið skólakennari, þótt ungur væri, en ábendingin er hlé- dræg. Við hana bætist sú skýring nærri því glettnisleg, að ísmael fari í hvalveiði- túr sér til hressingar." Og enn segir Martin A. Hansen eitt- hvað á þá leið, að ekki markist viðburðir sögunnar af nærveru hans eða aðild. Þótt hann sleppi lifandi frá miklu sjóvolki og hrakningum og ævintýrum með furðu- legum hætti, er það i raun réttri fyrst og fremst honurn bundið að nafninu til. Hann er vitnið, áhorfandinn, sögumaður- inn, og þá verður Martin A. Hansen jafn- framt hugsað til fornsagnanna, er við nefnum svo. Um leið og lokið er upp bókinni Moby Dick verður lesandanum ljóst að hún er eins og langferðalag — sjóferð — stund- um undir óveðurshimni, stundum glað- björtum, um óravíddir úthafa. Suður- Kyrrahafið verður í bókinni eitt samfellt dansgólf, þar sem dauðadans er stiginn af þeirri heljarskepnu, sem bókin nefnir Levíatan, og biblíufróðir menn kunna bezt deili á. Hvalfangaraskipinu stýrir Akab skipstjóri, lengstum ósýnilegur skip- verjum, maður sem sögur og orðrómur ganga um. Hann er síður en svo ómennt- aður maður, en líka hefur hann lent í tæri við mannætur, og einfættur er hann 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.