Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.10.1972, Blaðsíða 54
Ólafur Haukur Símonarson: llm fallþunga fílabeinsflísa Á hinum alsnægu vesturlöndum bjuggu skiáldin í fílabeinsturnum. Ekki voru allir turn- arnir beinhvítir; margir voru grómaðir af skít og vanþrifum. Sumir voru beinlínis hrörlegir uppá að líta og stórhættulegt að nálgast þá í vindhviðum. En þeir voru raunverulegir fílabeinsturnar — enginn gat borið brigður á það. Var það oft að gónarar fengu fílabeinsflísar í gegnum höfuðið og beinustu leið niðrí maga. En sem alkunna er þá geta fallandi filabeins- flísar náð hræðilegum hraða og fallið jafn- þúngt og loftsteinar. Fallþúngi slíkra flísa kallast þúngi sögunnar. Þúngi sögunnar er talinn mestur þúngi í heimi. Að öðru leyti svipaði þessum turnum til þýskra turna sem kunnir eru úr Grímmsæfin- týrum. Standa þeir venjulega á ystu nöf og yfir þeim hvelfist blár himinn semað skýja- flotar sigla tígulega um. Daglega gengu skáldin útá svalir turnanna. Þau virtu fyrir sér amstur og mas fólksins niðrí borgunum sem voru greinilega byggðar af brenndum múrsteinum rauðum sem hlaðið var í samhengi. Þann veg mynduðust veggir er skáru hver annan í horn. Hin aðskiljan- legu horn og línurnar sem tengdu hornpúnkt- ana fengu sín nöfn og ódauðlegt líf í óðum skáldanna. í rýminu milli veggjanna bjó fólkið um slg þegar það fæddist. Síðan dó það. Þessa stuttu stund innámilli fæðíngar og dauða lifði það lífinu með ýmsum hætti. Allt þetta var kjörið söguefni. Skáldin drógu sjónauka sína úr svínsleðurs- púngunum og skutu einhverjum setgögnum undir rassinn. Þegar þau höfðu vandlega stillt sjónglerin þannig að sótteppið sem sífellt sveif yfir borg- unum vék til hliðar fyrir snerpu sjónarinnar þá hölluðu þau sér afturí og fylgdu grannt at- höfnum manna. Og ef það varð (sem stundum varð) að skáld kæmi auga á örlagaþráð þá var engu líkara en rafstraumur færi um vöðva þess alla. Skáldið hniþraði sig saman einsog köttur og fylgdi þræðinum fast eftir. Jafnvel þótt það kostaði daglánga yfirlegu — já það kom oft uppá að nauðsynlegt reyndist að hánga yfir þræðinum framá kvöld, næturlángt, dögum, vikum, jafnvel mánuðum saman; húngrað og þyrst sat skáldið skorið frá öllum skemmt- unum fjölmiðla starþlínandi í sjónaukann fylgj- andi örlagaþræðinum. Það var von að mæður hvettu börn sín tilað losa sig við skáldagrillur — ef mæður fengju að ráða þá væru engar bókmenntir til. Það kom iðulega fyrir að sjónaukinn gréri við augnlokin; jafnvel að sjónaukar gréru við bæði augnlokin. Þau skáld sem þannig var komið fyrir voru dregin í dilka og nefnd skarpskyggn, framsýn eða glámskyggn — allt eftir duttlúngum Sög- unnar. Það er önnur saga. En mörgum fannst og finnst enn réttlátast í heiminum að draga í dilka. Til dæmis gátu sum skáld aldrei sleppt mál- tíð; jafnvel þótt þau kæmu auga á auðrakin þráð þá ruku þau upptil handa og fóta við klið hádegisbjöllunnar og hökkuðu í sig vistirnar sem hinir ágætu fóðurmeistarar tosuðu uppí fílabeinsturnana með ærnum erfiðismunum. Allir þræðir þessara skálda urðu af þessum sökum smáþræðir, einmana tækifærisþræðir eða einhver furðulegur samþættíngur; létu mörg þessara skálda í það skína að rusla- haugaþræðir þessir væru formbyltíng og hömpuðu sem nýjúng. Þessi skáld voru sífellt banhúngruð og auð- vitað ætíð gjálmandi yfir íllri meðferð og lélegri fóðrun. Mestur tími þeirra fór í lángar og torskildar athugasemdir við það skipulag er ekki sæi íbúum fílabeinsturnanna fyrir nægi- legum vistum. Vitnuðu þau mjög í kennínguna um súrefnisnotkun heilans. En sú kenníng er svona: einn örgrannur tækifærisþráður er tíu sinnum súrefnisfrekari en tíu sinnum styttri skolplögn. Sjá nú allir heilvita menn að þetta er hin versta kenníng. Nú er þessi kenníng yfirleitt nefnd hreppapólitík. bátum skilið við þennan sorglega fénað í bili. Einhverju öðru máli gegndi um hin skarp- skyggnu, framsýnu skáld. Og það kom heim og saman (það þykir sannað) að þau voru hávaxnari, ennishærri og tær hreinlyndissviþ- urinn á andlitum þeirra staðfastur. Kæmu þau auga á örlagaþráð brögðuðu þau hvorki vott né þurrt dögum, vikum, mánuðum, jafnvel ár- um saman. Því gerðist það iðulega að slík skáld féllu af húngri. Varð það að jafnaði efni í fagrar endurminníngar sem fólkið í borgunum annað- hvort geymdi í hjörtum sínum eða lét binda í svínsleður og treysta með gullspengíngu. En sem vonlegt var hryllti ýmsa við því að tylla sér á tá og seilast eftir dýrgripunum uppí í hillu því þúngi fortíðarinnar er næstur þúnga sög- unnar; og hver kærir sig umað fá slíkan þúnga í höfuðið? Ekki varð hjá því komist að vistirnar hlæð- ust upp hjá þessum ágætu skáldum. Fóður- meistararnir sem flestir voru nurlarar að eðlis- fari sáu það í hendi sér að í stað þess að láta matbelgina kála vistum þjóðarinnar þá væri nær lagi að hlaða á hin hávöxnu, ennis- miklu og framsýnu skáld sem aldrei litu upp frá þeim þræði sem þau einusinni höfðu kom- ið auga á. Fóðurmeistararnir sáu tilþess ýmis ráð að verja vistabirgðirnar fyrir átvöglunum. Má nefna hin órlegu vistaverðlaun sem árvisst féllu mjúklega í skaut þeirra skálda sem vitað var að ekki snertu vistir sínar. Þessir klækir sem margir kölluðu svo juku að sjálfsögðu aðeins a nagg átvaglanna sem rituðu hverja svívirð- íngaromsuna á fætur annarri um fóðurmeistar- anna fláttskap og hið rotna skipulag. Loks kom þar að þau stofnuðu öfundarfélag gegn hagsmunum hinna hávöxnu, ennismiklu og skarpskyggnu skálda. Fyrirslátturinn var rángsleitni fóðurmeistaranna og hið rotna skipulag. Var það félag nefnt Félag þjóðlegra skálda. Gamla félagið hét Þjóðskáldafélagið. Hin hávöxnu, skarpskyggnu skáld höfðu eng- an tíma lilað standa í stappi (þau litu ekki upp frá þráðum sínum þótt reynt væri að setja þau inní vandann) og því sáu fóðurmeistararn- ir sig tilneydda að taka upp hanskann fyrir neyslugrönnu skáldin. En þareð fóðurmeistararnir voru engir af- burða stílistar og margir fremur tregt gefnir þá fengu þeir fremur slæma útreið á ritvell- inum. Margur feitur flibbinn féll þúngt til jarð- ar undan geirum og ýmsir mölvuðu lappirnar þvi völlurinn er sem alþýða veit tyrfinn og inn- ámilli leynist Ijótt eggjagrjót sem sker inní holdið. En fóðurmeistararnir voru karlmenni og spruttu á fætur jafnharðan tvíefldir. Og í trássi við þá hörðu hríð sem að þeim var gerð, í blóra við alla heilbrigða skynsemi og rök—svo ekki séu nefndar háðsglósurnar sem rigndi yfir fóðurmeistarana—þá seigluðust þeir; stuttu át- vöglin höfðu ekkert uppúr krafsinu. Lyklavöldin voru traustlega fólgin í höndum réttkjörinna fulltrúa fólksins: fóðurmeistaranna. En fólkið í borgunum sem sífellt uxu einsog arfi á haugi fylgdist með atinu úr hættulausri fjarlægð. Hið hræðilega er alltaf skemmtilegt á meðan það er hættulaust. Öllum til óblandinnar ánægju þá birtu fjöl- miðlar daglegar myndir og lýsíngar af hinum hávöxnu, ennismiklu skáldum er stóðu tein- rétt á svölum fílabeinsturna sinna umkríngd af ósnertum vistum (svo þjóðin fékk vatn í munninn) og rýndu gegnum sjónaukann á þræði örlaganna, spunann óaflátanlega. Og undir reykteppunum sem huldu borgirnar í vínklunum milli hinna hörðu veggja las fálk- ið af lifandi áhuga og áfergju sumt digru verk- in um örlagaþræðina. Ekki d.Vó það úr reisn hefðarinnar þegar ýngri og uppáfinníngasamari skáld létu prenta doðranta sína með eyðum fyrir nöfn söguhetj- anna. Þannig gátu lesendur með auðveldum hætti (fylla útí eyðurnar gjörið svo vel) orðið samofnir söguþræðinum. Flestir lesendur létu sér nægja hógvær aukapersónuhlutverk; en aðrir þeir sem vildu berast á rituðu nöfn sfn með gullnum sjálfblekjúngum hvar stóð SH eða Sögu-Hetja. Þann veg gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi og fundið samhljóminn við hæfileika sína og aðstöðu í samfélaginu. Jafnvel varð sú raunin á stöku sinni að menn gerðust uppistöður voldugra þráða og það fyrir hreina tilviljun; ómerkíngar og skítaseiði urðu oft miðdeplar sögunnar. En hvað sem annars má segja þá er eitt víst: hefðin fékk haldið reisn sinni, þjóðin var hrifsuð úr klóm firríngaróvættarins. Fóðurmeistararnir gátu með sanni sagt: Hinu heilaga umboði fólksins er best varið í okkar höndum. Látum fólin væla á köldum klaka. Lítið upp til hæða, sjáið hin raunveru- legu skáld þjóðarinnar starblína frá Uþþhæð- um andans! Það tóku að iokum allir fyrir gott og giit. ♦ 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.