Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 7
^ Samvinnan 3. hefti 1976. 70. árgangur. Útgefandi: Samband íslenskra sam- vinnufélaga. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Af- greiðsla og auglýsingar: Gunnar Guðna- son. Ritstjórn og afgreiðsla: Suðurlands- braut 32, sími 81255. Áskriftarverð: 2000 krónur. í lausasölu 200 krónur hvert hefti. Gerð myndamóta: Prentmyndastof- an hf. Litgreining á forsíðu: Prentmynd Prentun: Prentsmiðjan Edda hf. 3 Pyrstu sporin 4 Bókin á náttborðinu 5 Skólaslit í Bifröst 6 Réttur mánaðarins, valinn af Dröfn Farestveit, húsmæðra- kennara 7 Forustugrein: Enn er þörf baráttu 8 Hvað er virðisaukaskattur, eftir Halldór Ásgrímsson, al- þingismann 10 Vangaveltur: Afrakstur iðju- leysis, eftir Sigvalda Hjálm- arsson 11 Vísnaspjall: Vísur Æra Tobba 12 Ullarvörur frá Gefjun sýndar í New York 14 Sveitasæla, svipmynd eftir Önnu Maríu Þórisdóttur i ... ! 15 Gosbrunnur, ljóð eftir Hjört Pálsson 16 Heimur án peninga 18 Á Sambandsslóðum í Kaup- mannahöfn 20 Leikhúsferð með Pétri, smá- saga eftir Jón R. Hjálmarsson 22 Síðustu droparnir 24 Við þagnarþyt í laufi, um skáldið Guðmund Böðvarsson eftir Ingibjörgu Bergþórsdótt- ur, Fljótstungu 27 Bamasíðan 29 Frumherjar samvinnustefn- unnar: William King 30 Þróun siðgæðiskenndar, síðari hluti greinar eftir Sigurjón Björnsson sálfræðing 34 Krossgátukeppni FORSÍÐAN: Margir hafa eflaust skoðað Svartafoss í Öræfum, síðan hring- vegurinn var opnaður, en af hon- er myndin sem prýðir forsíðuna að þessu sinni. Hana tók Emil Þór Sigurðsson, ljósmyndari. Enn er þörf baráttu Verzlunarhættir hafa breytzt hin síðari ár _ til hagsbóta fyrir neytendur. Vöru- markaðir hafa rutt sér til rúms og gefið góða raun. Þar eru vörur seldar með hálfri leyfilegri álagningu, en hins vegar er þjón- ustan minni en tíðkast í öðrum verzlunum. Fyrirkomulag sjálfsafgreiðslu er nýtt til hins ýtrasta og eins litlu kostað til inn- réttinga og mögulegt er. Kaupfélag Árnesinga á Selfossi opnaði vörumarkað í árslok 1973, og var það hinn fyrsti sem stofnaður var á vegum sam- vinnufélaganna hérlendis. Síðan hafa fleiri kaupfélög fylgt í kjölfarið: Kaupfélag Suðurnesja í Keflavík, Kaupfélag Vest- mannaeyja, Kaupfélag Hafnfirðinga, KEA á Akureyri, Kaupfélag ísfirðinga, Kaup- félag Borgfirðinga — og nú síðast Kaup- félag Rangæinga á Hvolsvelli. KRON hefur einnig tileinkað sér lítil- lega hina nýju verzlunarhætti, en hafði í hyggju að gera átak í þeim efnum: Setja á stofn stórmarkað í húsnæði Sambands- ins við Sundahöfn. Samningar höfðu tek- ist milli Sambandsins og KRON, og málið hafði fengið góðan byr hjá skipulagsnefnd borgarinnar. Vonir stóðu til, að KRON gæti lækkað þarna vöruverð almennt um 6 10%. Aðstaða öll var hin hagkvæmasta, þar sem unnt var að hafa birgðastöð Sam- bandsins í tengslum við stórmarkaðinn. Ástæða var til bjartsýni í þessum efnum, enda akkur borgarbúa að takast mætti að lækka vöruverðið. Almenningi veitti sann- arlega ekki af því í allri verðbólgunni. Eins og kunnugt er varð niðurstaðan hins vegar önnur en búizt var við: Meiri- hluti hafnarstjórnar vildi ekki verða við ósk Sambandsins um að KRON fengi að- stöðu til að reka stórmarkað við Sunda- höfn. Pólitísku valdi var beitt til að koma í veg fyrir aukna samkeppni í smásölu- verzlun á höfuðborgarsvæðinu. Kaupfélag með fjórtán þúsund félagsmenn fékk ekki að njóta jafnréttis á við kaupmenn til starfsemi sinnar í borginni. Þrátt fyrir synjun borgarstjórnarmeiri- hlutans í Reykjavík mun stórmarkaður KRON vafalaust rísa — þótt síðar verði og á öðrum og óhentugri stað en ráð- gert hafði verið. Nýir og betri tímar hafa breytt mörgu. Hin síðari ár hefur samvinnuhreyfingin hlotið viðurkenningu langt út fyrir raðir stuðningsmanna sinna. Af þeim sökum vill stundum gleymast, að enn eru sterkar andstæður í þjóðfélaginu — eins og KRON-málið ber vitni. Enn er reynt að hefta framgang samvinnustefnunnar. Enn er hag almennings fórnað fyrir forréttindi fárra. Enn er því þörf baráttu — engu síður en áður fyrr. VirSisaukaskattur hefur ver- iS tekinn upp i allflestum nágrannalöndum okkar. Öil riki EBE hafa til dæmis tek- iS hann upp, og unniS hefur veriS markvisst aS því aS samræma skattlnn, svo sem undanþáguákvæSi og fleira. Hér á landi hefur veriS far- in sú leiS aS hækka sölu- skaitinn. Á blaSsíSu 8 er grein eftir Halldór Ásgrims- son alþingismann um virS- isaukaskattinn. „Einn af hápunktum sveita- verunnar voru boSin hjá Eiiu. — Mamma, amma og viS frænkurnar gengum ný- greiddar og snyrtar yfir tún- iS á milli bæjanna. Ella tók á móti okkur í bæjardyrun- um í svörtum kjól meS hvíta svuntu og hafSi sett flétt- urnar upp í körfu í hnakk- anum. ViS gengum inn i litlu stofuna . —“ SJá svip- mynd eftir Önnu Maríu Þór- isdótiur á blaSsiSu 14. Samvinnan birtir jafnan eitt IjóS i hverju hefti og hafa margir kunnir höfundar iiS- sinnt ritinu i þeim efnum; svo sem Ólafur Jóhann Sig- urSsson, Hannes Pétursson, Hrafn Gunnlaugsson, Kristj- án frá Djúpalæk, Pétur Gunnarsson og margir fleiri. AS þessu sinni er IjóSiS efí- ir Hjört Pálsson, dagskrár- stjóra útvarpsins. LjóSabók hans, Dynfaravísur, kom út 1972. Sjá bls. 15. „Þegar unniS var aS undir- búningi fyrstu BorgfirSinga- vökunnar, taldi ég aS gamni mínu þá rithöfunda borg- firzka, aS visu ekki alla inn- fædda, sem ég mundi eftir i fljótu bragSi. Ég hætti þegar ég var komin upp i 40, taldi þó helzt ekki nema þá, sem hötðu gefiS út bækur. ..“ Sjá grein um GuSmund BöSvarsson skáld eftir Ingibjörgu Bergþórs- dóttur, Fljótstungu, á bls. 24. 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.