Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 10
Afrakstur iðjuleysisins DÝR EYÐA mestum tíma sínum í að næra sig, að því er virðist, og sinna fáu ella. Maðurinn er á svipuðu stigi. Hjá honum heitir þetta að vinna fyrir sér. Mér kemur í hug hvað yrði um fólk ef það þyrfti ekki að þræla. Hvað yrði um fangann ef hann væri rekinn útúr dýfl- issunni? Hann yrði húsnæðislaus! Og hvað verður um mann- inn þegar lífsbaráttan er að kalla úr sögunni? Að því getur komið. Við höfum þegar forsmekkinn: tómstunda vandræðin. í sjálfu sér er ágætt að taka sér eitthvert hugvitsamlegt tómstundadútl þegar tíminn til að vera til er orðinn full-rúm- ur og maður vill helst stemma stigu fyrir að verða ringlaður, Ieggjast í drykkjuskap og peningaspil og fara svo rakleitt í hundana! En eitthvað finnst mér bogið við þann skilning á tilveru mannsins að gleði og heilbrigt líf sé í því einu fólgið að bjástra alla tíma við eitthvað, helst baki brotnu — vera alltaf að gera eitthvað í stað þess aðeins að vera. Þeir sem þannig eru fara mikils á mis. Ég sé ekki betur en gleði sé eðlileg öllu lífi, a. m. k. þegar einskis er vant. Öll tilveran brosir, himinbláminn, fjöllin í stöðugleika sínum og tign, blómin — jafnvel haustið er bros. Hví eru menn þá ekki glaðir í velsæld nútímalífs þegar hinn beiski bikar miskunnarlausrar lífsbaráttu fyrri tíma hefur að mestu verið frá þeim tekinn og þeir leyft sér að vera sjúkir og örvasa á ábyrgð heildarinnar? Aðallega af gömlum vana. Þeir horfa of lágt, einsog hross á beit, vilja fá eitthvað í staðinn fyrir þrældóminn, helst ann- an þrældóm, einsog fugl sem er fleygur en tekur samt búrið framyfir himinblámann. Mér er nær að halda að bót verði aldrei ráðin á hinum al- varlegustu samfélagsmeinum fyrren maðurinn kemst uppá lag með að vera eðlilega iðjulaus rétt einsog að iðja, og sá tími mun koma að sú kunnusta verði talin eitt af meginskil- yrðum hversdagslegrar hamingju. Gífurlegt þrek þarf til að geta verið iðjulaus, latur maður er síst af öllum fær um það. Letinginn flöktir. Sá sem kann að vera iðjulaus er stöðugt eins og fjall. Hann tekur eftir útúr kyrrð, hið hljóða í sálinni hefur tekið við. Þá ljúkast upp nýir heimar. Þá lærist að una við það sem í manninum sjálfum býr: að hlusta fremur en tala, virða fyrir sér fremuren aðhafast. Ég hygg að þetta sé þeim mönnum eðlilegt sem kallaðir eru vitrir. Og maður verður skáld þó hann yrki ekki, gefur sér næði til að láta sér detta í hug, finna hugmyndir líða hjá einsog skýjaflota á heiðum degi, og ræktar þann mjúkleika hugans sem er óumflýjanlegt skilyrði fyrir innspírasjón — sem þá er þeim mun gjafmildari ef hann truflar ekki návist hennar með því að reyna að hneppa hana í viðjar orða eða forma. Rækt verður lögð við þetta í framtiðinni þegar lífsbaráttan er úr sögunni og maðurinn á ekki við neitt að glíma nema sjálfan sig. Þá liggur ekkert á, eftir engu þarf að hlaupa, og mönnum skilst að athöfn og iðjuleysi eiga að réttu lagi að skiptast á einsog svefn og vaka. Engum blandast þá hugur um að sólarlagið er miklu feg- urra en nokkur listsýning, og fuglasöngur, gjálfur öldunnar og niður vatna, að ég nú ekki minnist á goluþyt í grasi — allt þetta tekur fram öllum hljóðfæraleik manna. Og maðurinn verður þá ekki slíkur geigvænlegur ærslabelg- ur og friðarspillir í umhverfi sínu og hann er í dag. Hann verður meira áhorfandi en þátttakandi í sjónarspili daganna, og hann lætur sér nægja það sem hann þarf. sjávarafurða fer til útflutn- ings. Með því móti væri nauð- synlegt að einn aðalliður rekstrarvöru útgerðar, veiðar- færi, væri undanþeginn virðis- aukaskatti, en endurgreiðslur færu fram á öðrum rekstrar- liðum, eins og t. d. viðhaldi, samkv. framlögðum reikning- um. Á þessu sést að aukinn fjöldi framteljenda skapar ekki aðeins aukna vinnu hjá skattyfirvöldum, heldur einn- ig hjá atvinnurekendum og kemur sem hrein viðbót á út- gerðarmenn og bændur. Skatt- meðferð landbúnaðar og út- gerðar hefur því greinilega úr- slita þýðingu fyrir framkvæmd og kostnað skattyfirvalda vega kerfisins. Kostnaður gjaldenda mun einnig aukast. Framtal til sölu- skatts er tiltölulega einfalt í framkvæmd. Þó getur valdið nokkrum erfiðleikum að skipta heildarveltu í skattfrjálsa og skattskylda veltu, þannig að ekki er alveg átakalaust að ganga frá söluskattsskýrslu. Við gerð framtals til virðis- aukaskatts fellur öll skipting veltunnar niður. Það er hins vegar nauðsynlegt, að telja fram allan greiddan skatt eða inntaksskatt. Að vísu koma tvær leiðir til greina við innheimtu skattsins. 1. Frádráttaraðferðin, þ. e. að öll aðföng með virðis- aukaskatti séu dregin frá skattskyldri veltu, á sama hátt og í söluskattsfram- tölum. 2. Reikningslega aðferðin. Inntaksskattur er þá færður sérstaklega í bók- haldi, en það þýðir, að virðisaukaskattur þarf að vera tilgreindur sérstak- lega á hverjum reikningi, svo að hægt sé að að- greina hann í bókhaldi. • AUKIN SKRIFFINNSKA Kostnaður við framtal til virðisaukaskatts verður mjög misjafn hjá einstökum gjald- endum. Ég tel þó all augljóst, að aukin vinna og aukin skrif- finnska fylgi virðisaukaskatt- inum, hjá ýmsum aðilum öðr- um en bændum og útgerðar- mönnum. Milliliðir, sem nú greiða lítinn sem engan sölu- skatt, eins og heildverslanir, munu fá á sig aukna vinnu og sama má segja um fleiri aðila. Virðisaukaskattkerfið gerir það að verkum að ríkissjóður fær tekjur sínar fyrr, þar sem milliliðir koma inn í dæmið. Hins vegar útheimtir þetta meira fjármagn í milliliðaversl- un, sem rétt er að gera sér grein fyrir. Hér getur að vísu skipt verulegu máli hversu oft gjaldendur eiga að gera skii á virðisaukaskattinum. Ein afleiðing virðisauka- skattkerfisins er, að það kemur fyrir að fyrirtæki fái endur- greiddan skatt, sem þau hafa greitt i innstakskatt umfram úttaksskatt. Þannig mundi t. d. verða um hraðfrystihús og önnur útflutningsfyrirtæki, er litla sölu hafa á innanlands- markaði. Hjá slíkum fyrirtækj- um yrði inntaksskattur all mikill, en úttaksskattur lítill sem enginn. Sama kemur upp, ef fyrirtæki eykur birgðir sín- ar óvenjulega mikið, eða legg- ur i fjárfestingar. Af þessum sökum virkar kerfið hvetjandi fyrir útflutningsframleiðslu og einnig hvetur það til atvinnu- fjárfestingar. Eitt af þeim atriðum, sem munu hafa veruleg áhrif á framkvæmd og skattstofn virð- isaukaskatts eru húsbyggingar og mannvirkj agerð, en bygg- ingarvinna er ein stærsta und- anþága í núverandi söluskatts- kerfi. Núgildandi reglur eru á þann hátt að allt efni til hús- bygginga er söluskattsskylt. Sama er að segja um verkstæð- isvinnu. Vinna á byggingar- stað er hins vegar undanþegin söluskatti og valda þessi á- kvæði verulegum vandkvæðum- Vegna breyttra byggingarhátta verður erfiðara að greina á milli verkstæðis- og verk- smiðjuvinnu annars vegar og vinnu á byggingarstað hins vegar. Núgildandi reglur hafa augljós áhrif á samkeppnisað- stöðu þeirra aðila, sem fást við húsbyggingar og standa senni- lega í vegi fyrir bættum bygg- ingarháttum. Samkvæmt virð- isaukakerfinu ætti öll vinna og þjónusta að gjalda virðis- aukaskatt, þ. m. t. vinna við húsbyggingar. Ef slíkt væri tekið upp fjölgaði gjaldendum verulega og nauðsynlegt er að athuga mjög náið hvernig skattmeðferð byggingarvinnu og byggingariðnaðar verður best fyrir komið. • ÚRBÓTA ÞÖRF Ég hef hér að framan reynt á hlutlausan hátt að gera virð- isaukaskatti nokkur skil í megindráttum. Ég er þeirrar skoðunar, að ekki verði lengur beðið með úrbætur á sölu- skattskerfinu, að gefinni þeirri staðreynd, að farið hefur verið út á braut óbeinna skatta í rík- um mæli. 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.