Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 21
upp sögur og ævintýri frá ár- jéðst brátt sem starfsmaður íá þekktri verkfræðistofu í eykjavík og gat sér gott orð Sem ötull og glöggur verkfræð- mSur, enda hafði ég búist við Pví, þar sem mér var fullkunn- ^t, að gáfur hans og góðir sefileikar voru meiri en fram °mu i klæðaburði hans og ytra útliti. Ég frétti líka ann- aö og þag sem ég hafði ekki meira en svo búist við. Skömmu eftir heimkomuna hafði Pét- ur kvænst og fengið, eins og við höfðum svo oft haft á °rði í gamanmálum á erlendri grund, góða og hirðusama °nu, sem hjálpaði honum yggilega til að vera eins og uðrir menn í klæðaburði og snyrtimennsku. ^ar mér sagt, að hann væri orðinn sem allt annar maður, euda vekti þessi góða eiginkona rans yfir útliti hans og klæðn- aSi ems og góð móðir yfir barni Smu- Bar þessum kunningjum mmum saman um að Hildur, eir svo hét konan, hefði unnið reint kraftaverk á Pétri á fá- Um árum. Svo bar það við einu sinni, Pegar ég var i Reykjavik i s uttri heimsókn, að ég hitti . r a götu, og eins og nærri ma geta var þetta fagnaðar- undur hjá okkur eftir öll þessi ar- Skröfuðum við saman um neima og geima og rifjuðum unum, sem við vorum samtiða erlendis. Ég tók strax eftir þvi, að hann var mjög snyrtilega klæddur og þokkalegur í öllu ytra útliti í algjörri mótsetn- ingu við það sem gerðist á fyrri tíð. Gladdist ég með sjálfum mér yfir þessari breytingu og þóttist sjá að hrósyrði sameig- inlegra vina okkar um ágæti konu hans væru á gildum rök- um reist. Við gengum saman um stund og röbbuðum um allt milli himins og jarðar eins og vænta mátti eftir öll þessi ár. Að síð- ustu stakk svo Pétur upp á því, að ég skryppi heim með hon- um. Lét ég til leiðast, þar sem ég hafði lokið erindum mínum og útréttingum i borginni þennan dag. Settumst við þvi næst upp i gljáfægða bifreið Péturs og innan skamms var staðnæmst við fallegt einbýl- ishús í útjaðri borgarinnar. Hress og glaður bauð hús- bóndinn mér inn og þar kom kona hans til móts við okkur og heilsaði okkur með fögnuði. Bauð hún mig sérstaklega vel- kominn sem einn af fornvin- um og skólafélögum Péturs og lét sér einkar annt um að mér liði vel þessa stund, sem ég dvaldist á heimili þeirra. Inn- an dyra angaði allt af þrifnaði og snyrtimennsku, svo að auð- séð var að húsmoðirin lá ekki á liði sínu við að halda heim- ilinu sem fegurstu. Auk þess báru innanstokksmunir góðum smekk og rúmum efnahag fag- urt vitni. Við settumst í mjúka hægindastóla í stofunni, sötr- uðum ilmandi kaffi og töluð- um og hlógum af hjartans lyst. Það gladdi mig sannarlega sem gamlan vin Péturs, að sjá hversu gott var með þeim hjónum og hvað heimili þeirra var myndarlegt. Tíminn leið, án þess að ég tæki eftir því, og innan skamms var komið að kvöldverðartima. Ætlaði ég þá að fara, en við það var ekki komandi, svo að ég tafði leng- ur og snæddi með þeim kvöld- verð. Meðan við vorum að borða, barst það i tal, að hjón- in ætluðu að skreppa í leikhús á eftir, og spurði Hildur þá, hvort ég væri ekki til með að koma líka. Ég sagði sem var, að slíkt gæti ekki gengið, þar sem ég hefði engan miða og sjálfsagt væri allt uppselt fyr- ir löngu. En með því að hún var auðsjáanlega dugnaðar- kona og vön að ráða fyrir sjálfa sig og aðra, hlustaði hún litt á mótbárur mínar, heldur sneri sér að símanum og hringdi i leikhúsið. Eftir and- artak kom hún aftur og var harla glöð. Fyrir einhverja til- viljun hafði verið laust sæti á sama bekk og þau hjónin höfðu keypt miða sina. — Ég varð þvi að taka góðu boði þessara heiðurshjóna og ég held að þeim hafi þótt reglu- lega vænt um að ég skyldi geta komið með þeim. Ég sat einn um stund i stof- unni, meðan þau hjónin brugðu sér afsiðis til að búa sig í leikhúsið. Heyrði ég að Hildur var i baðherberginu, en Pétur i svefnherberginu. Dyrn- ar inn i stofuna stóðu opnar, svo að ég komst ekki hjá þvi að heyra hvað fram fór. Pétur kallaði alltaf öðru hverju til konu sinnar og spurði hvar þetta eða hitt væri, en hún svaraði að vörmu spori og sagði honum nákvæmlega fyr- ir verkum við klæðnaðinn. Gekk honum auðheyrilega vel við að tina á sig spjarirnar, enda naut hann dyggilegrar aðstoðar konu sinnar, sem gaf ákveðin fyrirmæli líkt og dug- legur verkstjóri. Að siðustu kallaði hún til hans og bað hann nú að muna eftir að setja á sig hálsbindið og kvaðst hann skyldi gera það. Loks var allt tilbúið, en þá vorum við orðin heldur sein fyrir, svo að við flýttum okkur út í bílinn og ókum i skyndi niður að Þjóðleikhúsi. Við hröðuðum okkur inn og lögðum af okkur yfirhafnir i flýti i fatageymslunni, tókum númer og gengum inn. Ljósin höfðu verið slökkt og sýningin var rétt byrjuð, en ekki höfðum við misst af neinu, sem máli skipti. Við fundum strax sæti okkar, vörpuðum andanum léttar eftir hlaupin og flýtinn og létum fara vel um okkur. Leikritið var bráðskemmtilegt og þótti mér verulega vænt um að hafa fengið þetta tækifæri til að sjá það. Átti ég það að þakka Pétri fornvini minum, og þó einkum Hildi, konu hans. Tíminn leið hratt og brátt var fyrsti þáttur úti. Við geng- um fram i hléinu og skröfuðum saman um verkið. En þarna frammi í fatageymslunni, hrökk Hildur allt í einu við eins og rekinn hefði verið í hana rlítingur, náfölnaði og hrópaði lágt að Pétri: „Guð minn góður. Hvað hefurðu nú gert mér? Sjáðu bara sjálfur í speglinum þarna“. Pétur varð strax vandræðalegur, enda var geðshræring konu hans ekki einleikin. Hann sneri sér að speglinum. Það var ekki um að villast. Ég stóð þarna fyrir aftan hann og sá það lika. Hann var með tvö hálsbindi, annað rautt og hitt blátt, hvort utan yfir öðru. Með snöggum handtökum ýtti Hildur honum inn á næsta snyrtiherbergi og þaðan kom hann von bráðar aftur og þá aðeins með eitt bindi um hálsinn eins og vera bar. Kona hans, sem enn var i talsverðri geðshræringu, horfði rannsakandi á hann og sagði með miklum þunga, en samt sýndist mér eins og brygði fyrir einhverjum góð- viljuðum kímniglampa í aug- um hennar: „Ef þetta hefði verið einhver annar en þú, Pétur, þá hefði það getað kost- að hjónaskilnað." Meira sagði hún ekki og Pétur sagði ekkert og var heldur niðurlútur. Ég reyndi að horfa í aðra átt og sagði heldur ekki orð. í þessu var hringt og við gengum aftur inn. Ljósin dofn- uðu og brátt voru þau alveg slökkt. Heimur leikhússins tók okkur til sin, svo að við gleymdum brátt öllu öðru og nutum sýningarinnar i ríkum mæli. Að þvi loknu kvaddi ég þessi góðu hjón með þakklæti og hver sneri til sins heima. En stundum hefur það hvarfl- að að mér siðan, hvar vinur minn, Pétur, mundi á vegi staddur, ef ekki nyti við hans ágætu eiginkonu, sem passar upp á hlutina og heldur öllu á réttum kili. ♦ 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.