Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.05.1976, Blaðsíða 31
Vseri aö flengja krakkann og ætti flengingin að vera því nieiri því seinna sem hann kœmi heim. Eldra barn ætti að yggju Piagets fremur að jbsela með því að krakkinn engi engan mat. Þá taldi Pia- get það einkenna refsiviðhorf y^gri barna, að þau litu svo a’ að guð eða náttúran sæu ailtaf svo um, að refsing kæmi yrir afbrot (t. d. ef einhver ðettur og meiðir sig, er honum aö hefnast fyrir eitthvað, sem uann hefur gert). Piaget rannsakaði ýmislegt leira. varðandi réttlætis- og refsihugmyndir barna. Frá þvi verður ekki sagt að sinni, en greint frá helztu niðurstöðum. ,nn taldi rannsóknirnar syna, að réttlætishugmyndir barna greindust í þrjú þrep eða áfanga eftir aldri. 1) Fram að 7—8 ára aldri telja börn allt Pað vera rétt eða réttlátt, sem oreldrar eða aðrir yfirboðarar akveða, þó að það þýði mis- juunun einstaklinga og mis- pungar refsingar fyrir sams °nar afbrot. 2) Síðan og fram nndir n—12 ára aldur er al- Bengast að börn aðhyllist full- kominn jöfnuð (allir verða að a sömu meðferð, refsingu eða umbun, hverjar sem aðstæður ®ru 3) Eftir 11—12 ára aldur /efur jafnaðarhugmyndin vik- fyrir jafnrétti, sem er byggt a þroskaðri réttlætisvitund, Par sem tekið er tillit til að- sfseðna, ásetnings, afleiðinga °- Þ. h. Lokaniðurstöður Piagets a o lum rannsóknum sinum, bæð vað varðar reglur og réttlæt jskennd, eru á þá lund, að hj; örnum megi greina sundu vær aðalgerðir siðferðislegra uomgreindar. Sú fyrri, seu nefna mætti aðkvæmt siðferð 'heteronom), ræður ríkjum uga barnsins eitthvað fram miðbernsku. Á þeim tíma en samskipti barna og fullorðinn; einhliða, þ. e. barnið skoða sjalft sig sem óæðri veru, minn mattar 0g fullorðnum undir Sefið. Barniö sættir sig við oi reynir að laga sig að þeim fyr nmselum og boðum, sem ofan ra koma, vegna þess að þai eggur þann skilning í þau, ai au séu staðreyndir, óvéfengj anlegar 0g heilagar. Þau eri . nfir. Þetta kallar Piaget sið erðislegt raunsæi og lítur ; að sem hliðstæðu vitsmuna egs raunsæis, sem hann fjall r um í öðrum ritum sínurr n með vitsmunalegu raunsac a hann við, að i augum barns ns séu allt hlutir ihugsanii raumar, nöfn .. .1 og að tengs 8U milli mannlegra athafn; g hluta (tunglið varð tii, a því að fólk var til). Misgerð er þvi hlutur og refsing er hlutur, óhjákvæmilegur og ó- umbreytanlegur. Skilningur á afstæði og ástæðum verknað- ar er ekki til. Réttlæti er ein- ungis ákvörðun ofan frá kom- in. Hin siðari tegund siðferðis- legrar dómgreindar, sem ég nefni sjálfkvæmt siðferði (autonom) tekur að þróast í miðbernsku. Við aukin sam- skipti við jafnaldra glæðist skilningur barnsins á gagn- kvæmni i mannlegum sam- skiptum og augu þess opnast fyrir þeim lögmálum, sem slík samskipti þurfa að lúta, ef þau eiga að ganga hnökralítið fyrir sig. Réttlætiskenndin á þann- ig rætur í skilningi á grund- vallarnauðsyn mannlegra sam- skipta. Þá nauðsyn má tákna með hugtakinu jafnvægi, er tekur til gagnkvæmrar tillits- semi, skilningi á aðstæðum, gagnkvæmri virðingu og trausti. Þetta er að áliti Piagets hinn sígildi kjarni, sem allt þroskað siðgæðismat byggist á. Hér sjást greinilega tengslin milli vitsmunalífs og siðgæð- iskenndar. Hvort tveggja þró- ast hlið við hlið. Barn getur ekki sýnt tillitssemi við aðra, fyrr en það kann að setja sig í spor annarra, eða sjá vanda- mál frá öðrum sjónarhóli en sínum eigin. Og rannsóknir sýna, að það gerist ekki fyrr en eftir 7—8 ára aldur. Það getur ekki skynjað eða beitt af- stæðu siðferði, fyrr en hugsun þess er hætt að vera einhliða og er fólgin í gagnhverfum aðgerðum og það verður ekki fyrr en i miðbernsku. Siðferði er þvi að álitli Pia- gets ekki fólgið í aðlögun að tilteknum samfélagsháttum, heldur grundvallast það á rök- fræðilegum og því algildum lögmálum, „rökfræði athafn- anna“, á sama hátt og rök- fræðin sjálf er „siðfræði hugs- unarinnar“, svo að notuð sé hin snjalla samlíking Piagets sjálfs. Ljóst er af framansögðu, að kenning Piagets brýtur á marga lund i bága við kenn- ingar Freuds og námskenning- ar. Piaget tengir ekki þróun siðgæðiskenndar við þróun kynhneigða, heldur sýnir hann í þess stað fram á náinn skyld- leika við þróun vitsmunalífsins. Siðgæðismælikvarðar eru að hans mati ekki afstæðir, heldur algildir. Siðgæðiskennd er ein heild, en ekki samsafn margra og stundum litt skyldra þátta (t. d. að falla fyrir freisting- um og vera lítið umburðarlynd- ur eða tillitslaus). Auk þess er það hans niðurstaða, að megin- undirstaða siðferðislegs mats sé alls ekki lögð um 4—6 ára aldurinn, heldur miklu seinna, ekki fyrr en um 11—12 ára ald- ur. Þá er og þess að geta, að hann gerir miklum mun minna úr áhrifum uppeldis en fram- angreindir fræðimenn. Það er eiginlega fyrst, þegar foreldra- valdinu sleppir, sem barnið tekur að uppgötva lögmál sið- ferðis. Hvernig hefur nú þessi kenn- ing staðizt gagnrýni fræði- manna? í ágætri ritgerð frá árinu 1970 eftir bandaríska sál- fræðiprófessorinn Martin L. Hoffman er fjallað rækilega um þetta mál og reynt að ganga úr skugga um með at- hugunum á rannsóknum, eink- um frá síðasta áratug, hversu vel megi treysta niðurstöðum Piagets. Piaget telur að greina megi samsvörun milli aldurs barna og siðgæðisþroska og sam- kvæmt því sé um raðbundna stigskiptingu siðferðisþróunar að ræða á hliðstæðan hátt og er um vitsmunalífið. Þetta tel- ur Hoffman vei staðfest og til- greinir hann rúman tug rann- sókna víðs vegar úr Evrópu og Bandaríkjunum, sem styður niðurstöðu Piagets. Nokkuð öðru máli gegnir um það, hvort siðgæðiskennd sé ein heild eða samsafn litt skyldra þátta. Þar telur hann enn vanta rannsóknir, sem tek- ið geta af skarið, en eftir þeirri vitneskju að dæma, sem nú er fengin, er vafasamt að stað- hæfing Piagets fái staðizt. Um algildi siðgæðiskenndar er það að segja, að skv. mörg- um rannsóknum virðist mjög svipað siðgæðismat gilda um allan hinn vestræna heim, en vafasamt er hvort það gildir einnig um önnur menningar- svæði. Rannsóknir eru of fáar til þess að unnt sé að fullyrða mikið um það. Ótvíræð staðfesting hefur fengizt á tengslum vitsmuna- þroska og siðgæðiskenndar, svo að ekki fer á milli mála, að þar hefur Piaget haft rétt fyr- ir sér. Loks skal vikið að áhrifum umhverfis. Siðgæðiskennd er, eins og áður getur, innan frá komin að áliti Piagets. En það er um hana eins og vitsmuna- þroskann, að hún sprettur fram í viðfangi við athafnir barnsins, þegar hin innri skil- yrði eru til staðar. En máli hlýtur að skipta, hvers konar aðstæður barnið hefur til at- hafna, og þá i þessu tilviki, hvers konar samskiptum við aðra það á kost á og hversu fjölþætta reynslu það fær, sem reynir á siðgæðismat. Piaget telur þetta einmitt mikilvægt, og þvi fer þar af leiðandi fjarri, að hann telji að um- hverfið skipti engu máli. En það mótar ekki siðgæðiskennd barnsins í sinni mynd, heldur ýtir undir þróun eða tefur hana og gildir hið sama um vitsmunaþroskann. En hér er það skemmst 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.