Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 8
Smásaga eftir Indriða Myndskreyting-: Hringur Jóhannesson Frostnótt á Þær reyktu danska smávindla og voru í gallabuxum og þröngum peys- um og höfðu verið að tala um réttindi konunnar og stöðu hennar í þjóðfé- laginu, og hvað konur gætu, sem var allt sem karlar gátu, og hvernig þær höfðu borið nýjan Westinghouse neð- an úr kjallara og upp á aðra hæð. Har- aldur Hálfdán vissi ekkert um ísskápa. Það var geymdur í þeim matur og þeir voru með hurð, svo hægt væri að ná í matinn. Það var allt og sumt. Hann hafði aldrei heyrt það skipti máli hver bæri þá á milli hæða í húsum. Aftur á móti var hann kominn hingað til að horfa á fallegt bros og lítil eyru, þótt þetta væri nú að mestu horfið oní djúpan stól næst stofuglugganum og ekkert sæist lengur fyrir gallabuxum og klossum og öðrum andófsbúnaði. Það hét þau væru að bíða eftir fleira fólki til að þetta yrði sæmilegt sam- kvæmi. Já, sagði Haraldur Hálfdán. Við þurftum alls enga hjálp við skápinn. Ef maður bara tekur á. Við trúðum ekki að við gætum þetta. Er það ekki satt. Jú, það er satt, sögðu hinar tvær. Einmitt, sagði Haraldur Hálfdán. Hann horfði yfir í stólinn hj á stofu- glugganum. Glóðin í vindlinum glaðn- aði öðru hverju, og í hvert sinn varð honum hugsað til uppvafinna tóbaks- laufanna milli vara stúlkunnar. Hann fékk enn svona snert af tilfinningu, eins og fólk fékk snert af sólbruna, en líklega var hann ekkert annað en gamalt náttúrað svín að vera að hugsa um einstaka líkamshluta ungrar stúlku í stól úti við glugga. Samt hafði hann aldrei kunnað við að káfa á kvenfólki; fara með hendur upp eftir lærunum á því eða strjúka því um bakhlutann eins og kynbótagripum. Hann bjóst við að hægt væri að segja hann umgengist konur af ástúð af því þær voru honum mikilsvirði sem menn. Hann áttaði sig ekkert á þess- um ísskáp, og umhugsunin um hann gerði hann orðlausan og einmana. Það skipti hann engu þótt þessar stúlkur væru karlmannsígildi hvað snerti burð á ísskápum milli hæða. Þuríður for- G. Þorsteinsson annarri hæð maður hafði aldrei séð Westinghouse, en hún hafði róið tuttugu vertíðir frá Þorlákshöfn eða svo, og hún var engu bættari þótt hún væri karlmannsígildi. Vindlaglóðirnar hans myndu litlu nær að vita um þetta, sem var ekki annað en sagnfræði, þar sem Minna- Núps Brynjólfi bar ekki saman við Guðna Jónsson og Þuríði sjálfri bar saman við hvorugan. Hann minnti að hún hefði þó átt barn. Ef til vill hafði það komið undir í andófi út af Selvogi. Eða fiskikerlingarnar í Reykjavík, sem komust í erlendar bækur af því þær þræluðu eins og áburðarhross í blaut- fiskinum. Hvað sannaði karlmanns- ígildið yfirleitt, eða þessi Westing- house. Ekki gátu allir orðið forstjórar. Gott ef það bitnaði ekki á Jóhannesi Birkiland þótt hafið væri yfir allan efa að hann var karlmaður. Já, sagði Haraldur Hálfdán. Konur þurfa þó að vera konur, þótt ekki sé nema í hjáverkum. Hvað hafa þær að gera með harða vöðva. Vindlaglóð blossaði upp í sófanum handan við borðið og gallabuxurnar og klossarnir komust á hreyfingu í rökkvaðri stofunni. Kannski hafði hann talað af sér. Hvaða vöðva meinarðu, var spurt handan úr sófanum. Það kenndi ögr- unar í röddinni á bak við vindilglóð- ina. Þótt konur næðu jafnrétti við herraþjóðina, þá fengju þær aldrei þann vöðva sem þér er efstur í huga. Drottinn minn dýr og sæll, hugsaði Haraldur Hálfdán. Hann lyfti glasi sínu til að sitja ekki auðum höndum. Þetta kom honum raunar ekkert við. Honum var alveg sama um jafnrétti og réttinn til að bera. Hann var ein- ungis að eltast við fallegt bros og lítil eyru og kannski litla fætur ef þeir á annað borð hefðust úr þessum kloss- um. Þær biðu um stund á bak við vindlaglóðirnar eftir svari. Karlmenn hugsa eingöngu um kon- ur sem kynferðisverur, sagði önnur vindilglóðin í sófanum. Hefur það verið mælt, spurði Har- aldur Hálfdán. Hafa kannski verið sett upp línurit yfir þessa rógburðar- menn ykkar. Ég vitna bara í Veru Hress, sagði vindilglóðin. Hún hefur bent á menn, sem sjá ekkert nema kynferði við kon- una. í þeim hópi eru rithöfundar, sem ættu að vera gæddir meiri sannsýni. Ég dreg ekki í efa að prófessorinn kann til vinnubragða, sem gefa meðal- töl og frávik, sagði Haraldur Hálfdán, en Vera Hress er að mínu mati heldur léleg kynferðisvera svona tilsýndar. Kannski hún hafi með öllu misst af þeim forréttindum. Vera Hress er vísindakona, sagði vindilglóðin. Það eru hennar forrétt- indi. Ég fæ ekki séð að hún þurfi að reyna vísindin á eigin skrokki. Varla öll meðaltöl og frávik, sagði Haraldur Hálfdán. Vindlaglóðirnar höfðu verið að blossa upp í kringum hann á meðan stóð á þessari orðræðu. Hann lyfti glasi sínu og vonaði hann þyrfti ekki að svara fyrir alla dólga landsins og ekki þá rithöfunda sem skrifuðu bæk- ur um samlíf karla og kvenna með andjafnréttisafleiðingum á blaðsíðu 112 eða svo, utan hvað Brandes hafði ekki tekist að komast upp í fyrr en á blaðsíðu 247 af því það skeði í ævisögu óhamingjusams kvenrithöf- undar, sem Haraldur Hálfdán mundi ekki hvað hét vegna þess að komin voru nokkur glös. Hún hefði eflaust orðið hamingjusamari og ekkert þurft að skrifa um holdið hefði hún verið gift skipstjóra í Bolungarvík vestur, sem treysti ekki konunni sinni í mikl- um mannfagnaði fyrr en hann hafði brugðið henni afsíðis. Haraldur Hálf- dán mundi allt í einu eftir þessu af því hann gat ekki náð í hattinn sinn og kvatt fyrr en þau opnuðu fatahengið. Þetta hafði verið ljóshærð og falleg kona og hún hafði augsýnilega aldrei heyrt um nauðsyn þess að bera West- inghouse. Veslings Georg Brandes. Það var leitt að Vera Hress skyldi ekki vera viðstödd, sagði Haraldur Hálfdán við sjálfan sig. Vindilglóðin úti við gluggann glaðn- aði lítilsháttar. Hvað varstu að segj a. Ég meinti það væri leitt að sami aðili skyldi ekki geta stundað kynlífs- 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.