Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 9
rannsóknir í tvo mannsaldra eða svo. Þá myndi meðaltalið styrkjast og frá- vikum fækka. Nú langar mig að spyrj a þig að einu, Sagði önnur vindilglóðin í sófanum. ^aia karlmenn yfirleitt ekki niðrandi Uln konur. Ekki það ég viti, sagði Haraldur ^lálföán og reyndi að vera eins engil- Saklaus í andlitinu og rökkrið í stof- Unni framast leyfði. Tala þeir ekki um þær eins og hross, eða kindur. Ég svara þessu ekki, sagði Haraldur Éúlfdán, af þvi ég veit ekki hvernig talað er um hross, kýr og kindur. Ég Veit að þessum fénaði er slátrað. ^að vantaði nú bara, sagði hin vindilgióðfn í sófanum. Hefur Vera Hress athugað kynlif þessa búfénaðar, spurði hann. Honum var ekki svarað. Þrjár vindlaglóðir störðu á hann í rökkrinu, og honum datt allt i einu í hug að kannski væri hann aðeins furðudýr frá Serengetti-sléttunni eða þrifætt- ur hestur, nema þá hann væri gamall erfðafj andi sem styddist fram á sverð sitt i pásu. Hann heyrði að ein vindil- glóðin sagði: Vera Hress er merkilegasta mann- eskjan, sem um þessi mál talar. Hún þorir. Og þær héldu áfram að gleðjast yfir áræði Veru Hress, en Haraldur Hálf- dán heyrði minnst af þvi. Hann var víðsfjarri. Það var gamalt og liðið og skipti ekki miklu máli. Það bjó ein- ungis í höfði hans í mildri birtu sum- arnætur ásamt lykt af smuroliu og gúmmi og rafmagnstækjum, er höfðu hitnað, og ryki úr Austfjarðabílum, sem höfðu komið með boltana lausa í hjólnöfunum inn á torgið fyrir fram- an bílastöðina. Þeir höfðu tekið við þeim tveir og ekið þeim út á verkstæð- ið og byrj að að tj asla þeim saman fyr- ir næstu ferð um skorninga og urðir, þar sem boltarnir í hjólnöfunum losn- uðu jafnharðan. Hann hafði fyrst séð fætur hennar þaðan sem hann lá und- ir bílnum, lághælaða skóna og mjúka ávala leggina og brúnan kápufaldinn, og hann hafði varla þorað undan bíln- um af því olían hafði lekið i andlit hans og hendur hans voru svartar af feiti úr hjólnöfunum. Þau höfðu geng- ið út um breiðar, opnar verkstæðis- dyrnar og út á stæðið þar sem bílhræ- in voru, og þau höfðu ekki fundið þörf til að segja neitt sérstakt. Þeim var nóg að standa hvort hjá öðru upp við bílhræin. Og loks þegar hún rauf þögnina um þau tvö var það aðeins til að segja hún vildi kyssa hann á kinn- ina áður en hún færi. Og hann hafði snúið að henni kámugum og olíublaut- um vanganum og fundist hann vera ríkur að eiga án fyrirhafnar slíka um- hyggju, vináttu og þokka. Þær voru enn að tala um Veru Hress. Frábær prófessor, sagði Haraldur Hálfdán. Honum var orðið sama hvaða yfir- lýsingar hann gaf í þessu samkvæmi, aðeins ef ekki yrði farið að blanda honum i umræður um efnahagsmál eða aðferðir við að vinna þrjátiu og sex tíma á sólarhring eða önnur þau tilfinningaatriði, sem voru brýnust viðfangsefni tíðarinnar. En væri Vera Hress yfirtak áríðandi, og væri hún talin fremstur prófessor í tilfinning- um, þá hafði hann ekki hugsað sér að valda ágreiningi. Hans vegna mátti hún vera eitt af þessum pólitisku hrossum, sem heimtuðu frelsi kvenna frá börnum, sem þær áttu marðar og píndar með einhverjum fyrirlitlegum karldurgum, hundingjum sem flisa- lögðu böðin, eldhúsin og geymslurnar og báru inn þvottavélar, bónvélar og ryksugur, byggðu þrjú hundruð fer- metra hallir yfir postulínið og mál- verkin, og sigldu einu sinni á ári af tómum skepnuskap svo þeir gætu und- irokað konurnar i Miðjarðarhafssól- inni eða Tri-Star þotunni báðar leið- ir, áður en þeir lögðust spenntir ól- um niður í sjúkrarúmin með sjón- varpsskerminn tengdan, svo hjúkr- unarkonurnar gætu séð hjartsláttinn úti á gangi. Frábær prófessor, hugsaði Haraldur Hálfdán. Kannski var Vera Hress líka prófessor í dauðsföllum og streitu, eða 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.