Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 15
stendur þar til í maí, og síðan ®ru bátarnir á færum til austs. Einnig mætti nefna annað atriði, sem veldur þessu: ér er nokkuð staðviðrasamt; sjaldan snögg veðrabrigði, eins °g til dæmis fyrir sunnan. f~~ hvernig hefur aflinn verið? ~7 Hann hefur náttúrlega ^erið misjafn eins og gengur. sumar hefur hann verið mjög elegur, eiginlega á öll veiðar- 3eri. Siðastliðið vor aflaðist ins vegar vel, einkum á línu. 7- Þið eruð alltaf að endur- nyja vélakost og byggja frysti- husið upp. ~~ Já. Við höfum staðið í nokkrum framkvæmdum und- ahfarin ár. Tekin hefur verið stefna að gera engar stór- Vltingar, heldur breyta og endurbæta smátt og smátt. Á S1ðasta ári var byggður nýr frystiklefi, sem senn verður tekinn í notkun. Næsta verk- efni verður að byggja nýtt salt- verkunarhús, og er stefnt að því að ljúka því fyrir vorið. Þar á eftir verður byggt ofan á lægri húsin norðan megin, eins konar framhald af vinnslusalnum. Hugmyndin er að geta komið öllum vélunum í sérstakan sal, svo að hljótt verði í vinnslusalnum. Við það ætti vinnuaðstaðan að gjör- breytast. Eins og er uppfyllum við þær kröfur, sem gerðar eru. En við vitum um auknar kröfur, sem gerðar verða og munum kapp- kosta að standast þær líka, þegar þar að kemur. — Þið vinnið samkvæmt á- kvæðisvinnukerfi. Hvenær tók- uð þið það upp? — Við tókum það upp í byrj- un árs 1973. Áður var unnin vaktavinna á sumrin og reynd- ist auðvelt að manna tvær vaktir. Síðan var byggt sjúkra- hús hér á staðnum, og var sannarlega ekki vanþörf á því. En þá brá svo við, að sjúkra- húsið dró til sín það margt starfsfólk, að ekki var grund- völlur nema fyrir einni vakt hjá okkur í frystihúsinu. í framhaldi af því tókum við upp ákvæðisvinnukerfi, meðal ann- ars til að afköstin yrðu jafn mikil yfir sumarið og þau höfðu áður verið með tveimur vöktum. Með tilkomu ákvæðisvinn- unnar hækkuðu launin, og við urðum betur samkeppnisfærir. Og yfirleitt hefur bónuskerfið svokallaða reynzt okkur ágæt- lega. Með því fást skipulegri vinnubrögð. Starfsfólkið tekur að hugsa sem svo: Hvernig get ég unnið þetta verk á sem auð- veldastan hátt? Áður höfðu stúlkurnar ef til vill velt hverju flaki fjórum sinnum, af því að þær unnu upp á tímakaup og afköstin skiptu ekki máli. Með ákvæðisvinnunni uppgötva þær, að ekki er nauðsynlegt að velta því nema tvisvar sinnum. Ýmis smáatriði af þessu tagi gera það að verkum, að afköst- in verða meiri, án þess að það hafi aukið erfiði í för með sér. Það kemur margt i ljós, þeg- ar farið er að vinna sam- kvæmt bónuskerfinu og dag- lega liggja fyrir skýrslur um árangur hverrar stúlku, bæði hvað varðar nýtingu, hraða og vandvirkni. Sumar stúlkur virðast gæddar sérstökum hæfileika á þessu sviði. Þær ná alveg undraverðum árangri. Það kemur á daginn, að snyrt- ing á flökum til dæmis er fag „Snyrting á flökum er sérstakt fag og miklu nær því að vera iðn- grein en margt annað." og miklu nær því að vera iðn- grein en margt annað. — Það vakti einmitt athygli, þegar frystihúsið ykkar var skoðað, að þar er sérstök ungl- ingadeild. — Já, yngstu stúlkurnar eru hafðar sér og vön eftirlits- stúlka þeim til leiðbeiningar. Hér er um tilraun að ræða, sem byrjað var á síðastliðið vor. Við eigum eflaust eftir að taka þetta öðrum tökum næst, en þarna er að minnsta kosti kominn vísir að ofurlítilli kennslu. •— Hafa vandamálin, sem við er að glíma í frystihúsinu, reynzt erfiðari en þú áttir von á? — Nei, alls ekki. Þegar ég tók við þessu starfi, vorum við að rétta úr kútnum eftir krepp- una 1967 og 68. Að vísu er sögð kreppa núna, en ef hún verður ekki alvarlegri en orðið er, þá ættum við að lifa hana af. Reksturinn hefur gengið nokk- uð vel að undanförnu. — Og þú kannt vel við þig hér? — Já, ég vil hvergi annars staðar vera en hér á Húsavík. Konan mín er héðan lika og allt okkar fólk. Húsavík er það stór bær núorðið, að hann hef- ur upp á alla almenna þjón- ustu að bjóða. Hér er ágæt verzlunarþjónusta og góð læknaþjónusta, og hér eru allir iðnaðarmenn, sem til þarf að leita. Hér er í rauninni allt nema hið sérhæfðasta. Vega- lengdir eru hér stuttar: ég er kominn heim eftir fimm mín- útur, get borðað heima í há- deginu og yfirleitt nýtist tím- inn afar vel. Ég hef að vísu ekki búið í Reykjavík, en ég bjó í borg í Þýzkalandi af svipaðri stærð — og ég vil ekki skipta á því. G. Gr.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.