Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 16
Dr. Björn Dagbjartsson flutti fyrirlestur á fræðsluráðstefnu Sjávarafurðadeildar á Húsavík og' ræddi um kolmunna og spær- ling sem ný hráefni fyrir fiskiðnað. Hér á eftir fer úrdráttur úr þeim hluta fyririestrarins, sem fjallaði um kolmunnann. Verður kolmunni mikilvægasta fisktegund N-Atlantshafs? Fiskiðnaðurinn í Norður- Evrópu er farinn að kenna töluvert á hráefnisskorti. Á síð- ustu árum hefur hann því beint leit sinni mjög að nýj- um fisktegundum. Ein þeirra er kolmunninn, en líffræðing- ar telja, að af honum séu 8-10 milljónir tonna í Norður-Atl- antshafinu. • RÚSSAR VEIÐA KOL- MUNNA f VAXANDI MÆLI Kolmunninn hrygnir snemma vors á svæðinu norðvestur af Bretlandseyjum. Á þeim tíma er að öllum líkindum auðveld- ast að veiða hann, en eina milljón tonna mætti sennilega veiða að skaðlausu. Veiðarfærið, sem mest er notað við kolmunnaveiðar, er flotvarpa, en fiskurinn er oft- ast á meira en 200 faðma dýpi. Hins vegar vill það brenna við, að pokinn rifni. Hann bókstaf- lega skýzt upp í loftið, þegar sundmagi fisksins þenst út og þrýstingur vatnsins minnkar. Veiðitæknin virðist varla komin í viðunandi horf hvað kol- munnann varðar. Talið er, að á sumrin og snemma vetrar sé kolmunna- stofninn dreifður um Norður- Atlantshafið milli Noregs og íslands. Stundum kemur hann líka upp að ströndum beggja landanna, og þar má auðveld- lega veiða hann í venjulega botnvörpu. Verksmiðjutogarar Rússa eru sagðir veiða vaxandi magn af kolmunna í Norðaustur-Atl- antshafinu. Opinberar tölur fyrir árið 1971 gefa til kynna, að kolmunnaafli Rússa hafi það ár verið 63.700 tn., en ekki er vitað um afla þeirra eftir það. Rússar virðast ekki kvarta yfir því vandamáli að rífa pok- ann, en skýringin á því er ef til vill sú, að fiskurinn er ekki eins þéttur, þegar hann er ekki á hrygningarstöðvunum. Spænskir togarar veiða að minnsta kosti 10-20 þúsund tonn af kolmunna á ári, aðal- lega fyrir fiskmjölsiðnaðinn. í Noregi og Danmörku er líka landað umtalsverðu magni af kolmunna ásamt öðrum fiski, sem notaður er til fiskmjöls- framleiðslu. Eftir því sem segir í skýrslum norsku hafrann- sóknarstofnunarinnar er kol- munnainnihald þessarar blöndu ekki minna en 100 þús- und tonn á ári. Síðastliðið vor stóð norska ríkisstjórnin fyrir tilraunum með kolmunnaveiðar á hrygn- ingarsvæðunum vestur af Skot- landi. Boðið var sériega gott verð fyrir ísaðan kolmunna, sem landað var í Noregi, eða ein norsk króna á kíló. Til- gangurinn með þessu var að fá tækifæri til að reyna fram- leiðsluaðferðir og markað á meira magni af þessu hráefni en hingað til. En þrátt fyrir mikinn áróður sýndu aðeins 4 eða 5 útgerðarmenn áhuga á þessu og sendu báta sína til veiða. Einungis nokkur hundr- uð tonnum af ísuðum kol- munna var landað í Noregi auk 3000 tonna til fiskmjölsfram- leiðslu. Sjálfsagt getur einnig orðið vandkvæðum bundið hér á landi að vekja áhuga sjó- manna á þessum veiðum í beinu framhaldi af loðnuver- tíð. Brezk yfirvöld reyndu líka töluvert til að fá menn til kol- munnaveiða síðastliðið vor með fremur litlum árangri. Þrátt fyrir það virtust allir sem leitað var til vera bjartsýnir á, að þessar veiðar væru mjög at- hyglisverðar. Hér á íslandi hefur kol- munni ekki verið veiddur svo teljandi sé, ef til vill nokkur hundruð eða þúsund tonn á ári. Sjómenn og útgerðarmenn hafa ekki talið borga sig að veiða hann til fiskmjölsfram- leiðslu, og frystiiðnaðurinn hefur ekki enn verið tilbúinn til að taka á móti þessu hrá- efni. Nú í sumar veiddust nokkur hundruð tonn af kol- munna fyrir tilviljun, af bátum sem voru á spærlingsveiðum fyrir suðurströndinni. Það virð- ist því vera þar nokkuð magn af smákolmunna, en einnig stórum og góðum. Ekki er vitað um afla kol- munna hjá öðrum Evrópuþjóð- um en hér hefur verið greint frá, og er ólíklegt að kol- munnaveiðar þeirra séu telj- andi enn þá. • HVERS KONAR FISKUR ER KOLMUNNI? Kolmunninn er af þorsk- fiskaættinni, náskyldur lýs- unni. Algengast er, að hann sé 30 sm. á lengd og 120-150 g á þyngd. Fiskar yfir 40 sm. á lengd og 400-500 g. á þyngd hafa samt sem áður veiðst. Kolmunnaholdið er frekar magurt, enda þótt það inni- haldi nokkru meiri fitu en hold þorsks og ýsu. Eggjahvítu- efnin eru næstum nákvæmlega jafnmikil og í þorskflökum og aðrir efnisþættir mjög svipaðir og í öðrum bolfisktegundum. Þar sem kolmunninn er aðal- lega veiddur nokkuð langt frá landi, var talið nauðsyn- legt að reyna geymsluþol hans, það er að segja hvernig óað- gerður fiskur geymist í ís. Fyrri tilraunir höfðu sýnt, að geymsluþolið var ekki mikið fyrir fisk, sem var með átu i mögum. Reyndist hann þannig á sig kominn geymast aðeins tvo daga eða minna en það. Kolmunni, sem lítið eða ekk- ert hefur af átu í mögum, geymist hins vegar óskemmdur í minnst eina viku ísaður. Norðmenn hafa reynt að flytja kolmunnann í kældum sjó, en sjókæling virðist ekki heppileg fyrir þennan fisk. Hann er nokkuð eðlisþyngri en til dæmis síldin og loðnan og sekkur því auðveldlega, press- ast saman á botninum svo að erfitt reynist að ná honum úr, auk þess sem hann er þá oft orðinn marinn og illa farinn. Eins og sést á því, sem sagt hefur verið hér að framan, er langmest af kolmunnanum sem veiðist í Norður-Atlantshafinu notað til fiskmjölsframleiðslu enn sem komið er. Þó er óvíst, hve mikið Rússarnir sjóða nið- ur eða frysta um borð, en heyrzt hefur, að kolmunni sé til á markaðnum í Rússlandi. • RÉTTIR ÚR KOLMUNNA BRAGÐAST VEL Kolmunninn er prýðilegur matfiskur. í Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins voru síðast- liðið vor gerðar ýmsar mat- reiðslutilraunir á kolmunna, sem slægður var og frystur um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Hann var soðinn, steiktur, djúpsteiktur og búnar til bollur úr kolmunnahakki- Allir þessir réttir þóttu góðir og lítið lakari en sams konar réttir úr ýsu og þorski. Norðmenn og Englendingar hafa komizt að sömu niður- stöðu að því er nýlegar fréttir herma. Norðmenn segja bindi- hæfni höfuðkostinn við kol- munnahold, þegar búnar eru til hinar sígildu skandinavísku fiskibollur. Brezkir „fish and chips“-kaupmenn segja, að kol- munnaflök séu alveg prýðileg í þeirra vörur. Stærð kol- munnaflakanna er sögð heppi' leg í þessum tilgangi, en þau eru vanalega 45-60 g að þyngd- Sá notkunarmöguleiki, sem vakið hefur hvað mesta at- hygli, er þó sennilega marn- ingsblokkin. Við mamings- vinnslu kreistist þó hryggblóð 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.