Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 17
Ur slægðum og hausuðum kol- munna. Fiskholdið sjálft er einnig mun dekkra útlits en hold af þorski eða ýsu. Þetta er talinn galli, þegar gerðir eru iskstautar eða skammtar úr niarningsblokkum. Þess vegna hafa verið gerðar tilraunir til aö hleikja eða lýsa kolmunna- marninginn með ýmsum að- ferðum, sem ekki verða raktar her- Frekari tilraunir með Pvott á kolmunnamarningi og geymslu á honum í frosti fara uú fram i Rannsóknarstofnun iskiðnaðarins, og sýni hafa verið send til íslenzku fiskverk- smiðjanna vestan hafs. Fyrstu viðbrögð þeirra gefa til kynna, að kolmunnamarningur sé mun akara hráefni en þorskmarn- lngur, þó að bragðið sé nokkuð gott. • fiskvinnsluvélum þarf AÐ breyta Það hefur þótt galli varðandi iramleiðslukostnað, hvað kol- ruunninn er lítill, og margir iskframleiðendur hafa látið ugfallast af þeim sökum. Aug- Jóst er að nota verður vélar til Pess að hausa kolmunnann og ® ægja hann og ef með þarf aka hann. Að minnsta kosti veir evrópskir framleiðendur U'kvinnsluvéla hafa náð um- alsverðum árangri í að breyta velum sínum, svo að hægt sé a® nota Þær í þessum tilgangi. Norðmenn gerðu umfangs- nhklar tilraunir á vélflökun ár- 1973. Árangur þeirra virtist enda til þess, að flökun væri e ki eins hagkvæm og marn- lngsvinnsla. Fiökunar- og roðflettivélar yvir þennan fisk virtust þurfa ^uhurbóta við, sérstaklega voru a köst vélanna fremur lítil. ausunar- og slægingarvélar ?!u orðnar betur þróaðar. ausinn er skorinn af og kvið- arvolig er algjörlega hreinsað eð sérstökum kvarnarstein- rn, burstum og vatnsspraut- m' har með fjarlægist bæði varta kviðarhimnan og nýrað 'oloðhryggurinn) ** hessa hreinsun má setja s inn i gegnum marningsvél n frekari aðgerðar. * SALTAÐUR kolmunni °G HERTUR Hausaður og slægður kol- urmi hefur verið pækilsalt- , Ur og hugmyndin er að fi ^ann 1 ..kolmunnasalt- J, .' Saltaður kolmunni er „nl(! osvipaður á bragðið og aitfxskur, en trefjaminni og v mm 1 honum gætu orðið al- J egur Salli í augum væntan- ia kaupenda. Einnig er ver- að þurrka hausaðan og slægðan kolmunna i skreið, og er hugmyndin að kynna bráð- lega bæði saltaðan kolmunna og eins skreiðarverkaðan fyrir viðeigandi söluaðilum hérlend- is. í Noregi hafa verið gerðar tilraunir til að framleiða hunda- og kattamat og fiska- fóður úr kolmunna. Báðar þess- ar afurðir eru sagðar sérstak- lega góðar, en þarna virðist þó fremur illa farið með gott mat- arhráefni. Kolmunninn er einnig sagð- ur sérstaklega gott hráefni í fiskmjöl til manneldis. Enginn efast um ágæti fiskmjöls til manneldis sem næringarefna- gjafa, en enn þá virðist samt enginn raunverulegur markað- ur vera fyrir slíkt manneldis- mjöl. O MIKILSVERÐASTA FISK- TEGUND NORÐUR- ATLANTSHAFS? Af framansögðu má ljóst vera, að kolmunninn gæti orðið ein af allra mikilvægustu fisk- tegundum Norður-Atlantshafs- ins. Enn er reyndar óljóst um markaðinn fyrir hann, og kol- munnamarningur verður lík- lega aldrei álitinn jafngóður ýsu- og þorskmarningi. Litur- inn mun verða dekkri og geymsluþolið minna. Þó má benda á, hve Alaska-ufsinn hefur náð sterkri fótfestu á ameríska markaðnum. Það virðist sem sagt vera rúm fyrir fiskafurðir, sem ekki eru hefð- bundnar á þessum markaði, enda þótt litið sé á þær sem verri að gæðum. Vegna skorts á þorski mun verða leitað að einhverju, sem komið getur í staðinn, og þar getur kolmunn- inn gegnt mikilvægu hlutverki. Það tekur alltaf nokkurn t.íma fyrir fiskverzlun heimsins að venjast nýjum fisktegund- um, og svo mun sjálfsagt verða um kolmunnaafurðir. En rétt er að hafa í huga, að ýmissa breytinga er að vænta á fram- boði algengustu fisktegunda á næstu árum. Fer það að sjálf- sögðu mikið eftir því, að hvaða niðurstöðu hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna kemst. Fiskverkendur og fiskverzlun virðist þurfa að taka sifellt meira tillit til ákvarðana fiski- fræðinga og lögfræðinga á ýmsum alþjóðaráðstefnum. „Kvótaveiðar" og veiðibönn eru samþykkt, án tillits til þess, hvort nokkuð geti komið í stað bess, sem bannað er. Við íslendingar þurfum því alveg sérstaklega að hyggja að framtíðarverkefnum fyrir hinn velbúna veiðiflota okkar og þróaða frystiiðnað. Úrelt lífsviðhorf Við lifum á sérstæðum tíma. Maðurinn getur óhemju miklu meira og fleira en svosem fyrir öld. Tæknin veitir honum geysi-aukna möguleika — og möguleikar eru freisting. Áður vorum við dygðugir af skorti á freistingum. Nú erum við farnir að syndga hressilega. Og hina nýju möguleika hefur maðurinn notað mest til að breyta umhverfi sínu stórlega og oftast fyrirhyggjulaust, en það þýðir að hann er sjálfur breyttur, því umhverfið er partur af sálarlífi hans, honum sjálfum. Samt heldur hann áfram að hugsa á sama hátt og áður. Jafnvelþótt lífsskilyrðin hafi breyst til muna og hann sjálf- ur hafi breyst til muna lítur hann á lífið og heiminn einsog áður. Ýmiskonar stórháskaleg vandamál verða beinlínis til vegna- þess allt hefur tekið breytingum nema aðeins þetta sem við verðum að kalla lífsviðhorf mannsins eða útsýn hans yfir lífið. Til að mynda: Óskaplegar framfarir í samgöngum og sam- skiptum knýja mannkynið til að búa í svo nánu sambýli að kalla má að jörðin sé öll orðin að einu litlu þorpi. Þannig er það neytt til að læra að rækja frið — ellegar farast. Sam- timis er lífsviðhorf manna rígbundið af þeirri tilfinningu sem því fylgir að búa saman í einangruðum byggðum þarsem hver einstaklingur hugsar mest um farsæld sína og sinna og lætur þar við sitja. Annað dæmi: Maðurinn hefur breytt umhverfi sínu svo heiftarlega og sett af stað í því svo volduga krafta að hann á í náinni framtíð á hættu að tortíma sjálfum sér. En jafnvel eftirað hann hefur uppgötvað hættuna heldur hann baki brotnu áfram að spilla umhverfinu. Sala á bílum hefur til að mynda ekki minnkað þótt sannað sé að þeir mengi loftið stórlega. Þvert á móti seljast bílar betur en áður. Lífsútsýn mannsins er úrelt. Gamla viðhorfið er í kjarna sínum „hetjan sem sigrar“, og hinn alheimslegi bissnissmaður sem verslar við guð og menn. Hann kaupir því við guð sinn að vera góður strákur svo guð sendi hann ekki til helvítis og þess á milli er hann að keppa við alla aðra um alla skapaða hluti milli himins og jarðar. Hve „hetjan sem sigrar“ er mikið ídeal meðal fólks sjáum við glöggt á því hve allskonar keppni er vinsæl skemmtan, ekkert jafnast á við keppnina í því efni. í reyfurum, í kvik- myndum, á íþróttuleikvanginum er „hetjan sem sigrar“ aðal- atriði málsins. En það er einmitt þessi „hetja sem sigrar“ sem er að fara með tilveru mannanna norður og niður. Stríð væri ekki í heiminum ef ekki stæðu smástyrjaldir alla tíð í hugum manna. Vegna „hetjunnar sem sigrar" og hinna lágkúrulegu biss- niss-sjónarmiða í móral og trú er allur heimurinn vígvöllur. Bissniss-sjónarmiðin eru styrjaldarættar, því þú verslar til að græða, og gróði og sigur er í rauninni sama tóbakið. Þessi viðhorf eru úrelt. Önnur þurfa að koma. I staðinn fyrir hetjuna og bissnissmanninn þurfum við „þann sem tekur þátt í“, þ. e. með gamaldags orðalagi: bróð- urinn. Okkur vantar mannshugsjón sem miðar að því AÐ VERA MEÐ og TAKA ÞÁTT í því sem gerist — mann sem getur hugsað sér að gefa fremuren græða og hjálpa fremur- en sigra. Svo er nú komið að ekkert er lengur hægt að sigra nema sjálfan sig. Mennirnir eru orðnir of nálægir hver öðrum til að geta sigrað í baráttu. ÖII stríð, einsog heimurinn er nú, enda með því að allir tapa. Verði þeim að góðu sem þannig vilja halda áfram! 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.