Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 21
pljf'i°rlega viðskiptasambönd PE við hin erlendu firmu. Bein- ar sa«igöngur við Austfirði ut- anlands frá lögðust niður. etta hafði i för með sér gjör- reytingu til hins verra fyrir austfirzk verzlunarfyrirtæki. á er það, sem Reykjavík verð- nr verzlunarmiðstöð fyrir allt andið. Kaupmenn og kaupfé- °g á landsbyggðinni fengu að visu innflutningsleyfi á eigin nafn enn um sinn. En í reynd neyddust þau til að afhenda eyfin reykvískum heildsölum, sem keyptu svo inn í stórum ”Partýjum“ fyrir marga smá- sala, skipuðu öllu á land í höf- uðstaðnum, skiptu því í sínum allstofum og sendu síðan á- ram austur, norður, vestur. annig urðu verzlanirnar úti a landi ómyndugar og Reykja- vikurvaldið allsráðandi. Verzl- unarfjármagnið hnappaðist saman syðra og varð þar afl- vaki alls konar framkvæmda, sem drógu að sér fólkið eins og segull svarf. • SÍLDARÁR A5 því er ég bezt veit var snd veidd í nót á Eskifirði í yrsta sinn þriðjudaginn 15. luh 1879. Hinn 4. júní þá um sumarið sau Eskfirðingar fríðan flota S1gla að landi. Voru þar komin Prlú skip frá Haugasundi: galíasinn Óskar (100 tonn) og jaktirnar Árvakur (45 tonn) og Einingin (43 tonn). Fyrir lið- lnu var Andreas Eriksen — sá ,!nn sami og reisti Sundförs- Usið — skipstjóri á Óskari, og eysti hann borgarabréf á Eski- lrði strax daginn eftir. Höfðu Peir með sér öll tæki til síld- eiða 0g sildarsöltunar, en ugðust einnig stunda þorsk- eiðar, þangað til síldin kæmi. ndir mánaðamót kom annað i °f at3rnlí frá Haugasundi á a nmörgum skipum. Fyrir þvi rar Mons Larsen (sá sem síðar eisti Larsenshús, nú íbúðar- us Jónatans Helgasonar). uemma i júii bættist því erða skipið, svo að um miðj- íúli iágu hér sjö Hauga- sundarar í höfn. ,„Tiðurfar var afar stirt um eiLfllarÍð. °g erfitt við síld að Ve'ft Felögin tvö stunduðu f 1 arnar að mestu saman og £ ngu tæpar 2000 tunnur í allt. q- reysta má frásögn Austra ■ • 1885) af sildveiðum Norð- anna hér við land þessi ár, ru fjögur norsk nótalög við b6.and 1879 á níu skipum, á lrn 72 menn og öfluðu sam- s 3000 tunnur. Eftir þvi að ma, hafa tveir þriðju veið- nnar fengizt hér í firðinum. Árið eftir voru fluttar út frá Eskifirði 32870 tunnur, 45356 árið 1881, en 31249 árið 1882. Alkunna er, að sildveiðar Norðmanna á seinustu áratug- um nitjándu aldar hleyptu feiknalegri grósku i austfirzku sjávarþorpin, sérstaklega Eski- fjörð og Seyðisfjörð. í Eskju I má sjá, að fyrir komu Norð- manna voru ekki önnur hús utan við Lambeyri en þrír litlir torfbæir: gamla Grund, Hóll og Hlíðarendi. Sé síðan hugað að þvi, hvaða hús voru reist hér í plássinu frá 1880 til alda- móta, kemur byltingin i ljós. Þessi mokafli stóð ekki nema fáein ár. Þegar mesta dýrðin var um garð gengin, hurfu flestir norsaranna á brott. En nokkrir urðu eftir. Af þeim hrepptu Eskfirðingar heiðurs- karlana Pétur Randulff frá Stafangri og Friðrik Klausen frá Björgvin. Hitt var ekki minna um vert, að íslendingar höfðu sjálfir lært veiðilistina og eignazt eigin bassa, áður en Norðmenn hurfu til síns heima. Fyrsti eskfirzki nótabassinn mun verið hafa Hallgrímur Jónsson, faðir Hallgríms á Pósthúsinu og þeirra systkina. Var á þessum árum lagður grundvöllur að siðari sildveið- um íslendinga, en þær hafa gjörbreytt svo öllu þjóðlífinu, að út yfir fær enginn séð. Að gullárunum liðnum hófst biðin langa eftir „hinni réttu“ sild, því að þeir sem kynnzt höfðu uppgripunum á níunda tug 19. aldar sættu sig ekki við neinn peðring, en lifðu í endur- minningu um auðsuppsprett- una miklu og von um endur- komu þeirra sælu daga. Þeir héldu við veiðarfærum sinum, húsum, bryggjum og bátum, voru alltaf viðbúnir að taka við stóra vinningnum. Rækist torfa og torfa inn í fjörð, voru þeir óðar búnir að smala saman körlum til útróðra og öfluðu stundum bærilega. En það var ekki „hin rétta“, jafnvel þótt stöku ár öðlaðist heiðursnafnið síldarár til aðgreiningar frá ördeyðutímanum á undan og eftir. Fyrsta kynslóð tók að safn- ast til feðra sinna, án þess að ævintýrið mikla hefði vitjað hennar á ný. Önnur kynslóð var fædd með sildarhitann í blóðinu og tók fúslega við hlut- verki áa sinna jafnt af innri þörf sem ættarskyldu. En eftir því sem árum fjölgaði, varð örðugra og örðugra að standa gegn andstyggð eyðingarinnar: bátar gisnuðu í sól og vindi, hve vel sem þeir voru tjargaðir á vorin, hús og bryggjur byrj- Sveinbjörn Egilsson Gaman er að stökkva á stöng*) ef stöngin þín er nógu löng. Sveinbjörn átti stöng og stökk, hann stökk og flaug um loftin dökk að morgni dags á myrkurtíð og mýrin undir djúp og víð. Gráan poka á baki bar, bækur Hómers lágu þar. Þá var öldin önnur, er Sveinbjörn stökk á stöng, þá var ei til Bessastaða leiðin löng. Sveinbjörn tróð hin tæru loft sem tímavilltur helíkopt. Hómer þýddi í huga sér, húfu bar með loðið der. Hnausþykk kalmúkkskápan blá með krögum lamdist til og frá. Á Bessastöðum bakvið dyr biðu skólapiltarnir. Þá var öldin önnur, er Sveinbjörn stökk á stöng, þá var ei til Bessastaða leiðin löng. En okkur skortir allan dug, við eigum ekki slíkan hug. Enginn Hómer, ekki neitt, ekkert nema rövlið eitt. Margt eitt fól þó stökkvi á stöng er stefnan bæði lág og röng. Staðreyndin er semsagt sú að Sveinbjörn heitir Valbjörn nú. Þá var öldin önnur, er Sveinbjörn stökk á stöng, þá var ei til Bessastaða leiðin löng. Þórarinn Eldjárn. *) Sbr: „Faðir minn var með minni meðalmönnum á vöxt, grannur og vel vaxinn, ekki sterkur, en snarpur og liðugur, lipur sjómaður frá Viðey og kunni ágætlega að stýra. Á Bessastöðum gekk hann á stutttreyju eins og gullsi og skóiapiltarnir, en seinna tók hann upp kjól og frakka; á vetrum hafði hann bláa kalmúkkskápu tii hlifðar með fjórum eða þrem krögum eins og þá var títt, og ioðna skinnhúfu á höfðinu; vegurinn frá Eyvindarstöðum að Bessastöðum var opt illur yfirferðar, og fór faðir minn þangað i skól- ann á hverjum morgni kl. 9 og 10; hann hafði langan broddstaf og var svo Ijettur að hann henti sig á honum yfir breiðar grafir og dý." Sjá Benedikt Gröndal: Dægradvöl, Reykjavik 1923, bls. 101. 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.