Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 23
barna SÍÐAN Hvers vegna gelta hundarnir að tunglinu? Barnasaga eftir Ester Sjöblom Allir hundar gelta og spang- 0 a að tunglinu, þegar það er Ssegjum úti við sjóndeildar- Aringinn á kvöldin. En hvers vegna? Hvað hefur Máni karl- *nn gert á hluta hundsins? Já, Pað skaltu nú fá að heyra. Ejnu sinni fyrir langalöngu V0IU engir menn til á jörðinni, en Þá reikuðu villtir hundar í storhópum um hinar víðáttu- nriklu gresjur. Þeir áttu engan nusbónda og gerðu allt sem Þeim sýndist. Öll önnur dýr °ttuðust þessar hundahjarðir, Sem réðust jafnvel á tígrisdýr- m’ svo að þau urðu að forða ser inn í skógana. Að lokn- nm veiðiferðunum lögðust þeir mettir i grasið og sofnuðu. Já, þú hefur vafalaust veitt PVl eítirtekt, að enn þann dag 1 áag snúa hundarnir sér nokkra hringi, áður en þeir eSgjast á gólfið. Þetta er æva- gömul venja. Grasið varð þægi- legra hvílurúm, ef þeir bældu það dálítið áður. Þannig er þetta hringsól tilkomið. Jæja, svo komu mennirnir í heiminn, og hundarnir kærðu sig kollótta um þessar tvífættu skepnur. Ef til vill fannst þeim, ' að mannskepnurnar væru dálítið skritnar, en alls ekki hættulegar. Meðan nóg var um uxa og aðra gómsæta ferfætlinga, kom alls ekki neitt vatn í munninn á þeim, þó að þeir kæmu auga á þessi vesælu, snoðnu dýr, sem ekki voru nema á tveimur fótum. En aumingja sepparnir höfðu ekki ályktað rétt, og því skall ógæfan yfir þá eina nóttina. Máninn gægðist fullur yfir trjátoppana langt í burtu, og gamli forustuhundurinn geisp- aði og teygði úr sér. Hinir hundarnir gerðu slíkt hið sama, og það var geispað og teygt sig þarna í grasinu, svo að brakaði og brast í öllu, þvi að nú var veiðitíminn kominn. Áður en morgunn rynni, urðu hundarnir að hafa lagt marga uxa að velli, svo að þeir gætu sofnað aftur í grasinu, saddir og ánægðir. Þeir fylktu liði og fóru geyst um sléttuna, þefandi að vanda, en nú fundu þeir ekki indælan uxaþef eins og vanalega, held- ur andstyggilega sviðalykt. Allt í einu nam forustuhundurinn staðar og spangólaði hástöfum. Þeir litu allir upp og sáu þá tunglið, og brátt teygðu sig upp eldtungur og allt varð eldhaf, en í gegnum reykj armökkinn gægðist máninn, og þeim fannst hann vera að hlæja. Þeir sáu ekkert bál að baki sér, og nú þaut allur hópurinn óttasleginn þangað. Þeir hlupu af öllum lífs og sálar kröftum, og tungurnar löfðu langt út úr munnunum, en bálið var alveg á hælum þeirra. Öftustu hárin á rófunni á sumum voru farin að sviðna, en þá heyrðu þeir niðinn í ánni. Við erum hólpnir, kölluðu þeir allir sigri hrósandi, og svo steyptu þeir sér i ána. Það var sannarlega hressandi að koma i kalt vatnið. En á árbakkanum hinum megin stóðu mennirnir, þessar vesælu skepnur, og veifuðu ögr- andi stórum blysum. Það var aðeins eitt dálítið op á milli blysanna, og þangað syntu hundarnir. Þeir skriðu upp úr og hristu sig og þutu svo áfram. í þetta sinn komust þeir þó ekki langt, því að mennirnir höfðu girt þar fyrir. Ekki einn einasti hundur slapp úr gildr- unni. Þótt þeir æddu um gelt- andi og spangólandi, komust þeir hvergi, en allt í kringum girðinguna voru glottandi mannsandlit. Þegar hundarnir höfðu jafn- að sig svolítið eftir fyrsta æðis- kastið, litu þeir upp allir sem einn og sáu, að tunglið var nú komið hátt upp á himininn. Það var engum blöðum um það að fletta, að þetta var eins kon- ar stórt mannsandlit, sem var að hlæja að ógæfu þeirra, og nú settust þeir niður og spang- óluðu allir í einu, og annað eins spangól hefur aldrei heyrzt í heiminum siðan, enda er svona stór hópur ekki á hverju strái. Já, eftir þetta varð hundur- inn að tryggum þjóni manns- ins, og það er hann ennþá. En ætíð síðan spangólar seppi og skammast við tunglið í hvert sinn sem það gægist upp á him- inhvolfið á kvöldin. V erðlaunakrossgáta barnanna 7 2 @j 3 4 5 1 6 7 6 11 4 10 M H 11 12. n 13 (1 m 1H „Hvers vegna hafið þið ekki líka krossgátur fyrir börn?“ spurði ungur lesandi — og hér kemur hún. Við vonum, að hún sé ekki of þung. Ein verðlaun verða veitt, 500 krónur, og lausnina getið þið skrifað upp á blað til þess að klippa ekki úr heftinu. Enginn munur er gerð- ur á a og á, e og é og svo fram- vegis. Utanáskriftin er: Sam- vinnan, Suðurlandsbraut 32, Reykjavík. LÁRÉTT: 1. meiðsli 4. belti 5. berjalandi G. stórt herbergi 7. stafur 9. upphafsstafir 10. klukka 11. efsta hæð í húsi 14. óhreinindi LÓÐRÉTT: 1. á fæti 2. fisktegund 3. ungur hestur 5. gefa að borða 8. á 365 dögum 12. tveir eins 13. ólæti 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.