Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.11.1974, Blaðsíða 24
Menntunarkröfur sífellt að aukast Samvinnuskólinn að Bifröst var settur við hátíðlega athöín 24. september kl. 18. Hinn nýi skólastjóri, Haukur Ingibergsson, cand. mag., bauð gesti velkomna og gerði í upp- hafi máls síns grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á starfsliði skólans. Af störfum hafa látið: Sr. Guðmundur Sveinsson skólastjóri, Guðlaug Einarsdóttir húsmóðir skóla, Snorri Þorsteinsson yfirkenn- ari, Sigurður Hreiðar Hreiðars- son tómstundakennari og Benedikt Jónasson húsvörður. Auk hins nýja skólastjóra, Hauks Ingibergssonar cand. mag., hafa komið til kennslu- starfa Guðbrandur Gíslason M.A., Jóhanna Margrét Guð- jónsdóttir B.A., Guðmundur Arnaldsson tómstundakennari og Svavar Lárusson B.A., sem er yfirkennari við framhalds- deild skólans í Reykjavík. Helga Karlsdóttir tók við stöðu húsmóður og Grétar Ingimars- son við stöðu húsvarðar. Umsækjendur um skólavist í 1. bekk skólans voru um 200 talsins, en húsnæðisins vegna var einungis unnt að taka á móti 42 nemendum, og segir það í senn sína sögu um gott Haukur Ingibergsson, skólastjóri. orðspor skólans sem og hús- næðisvandræði. Nemendur í 2. bekk eru 36 og alls eru því 78 manns við nám að Bifróst í vetur. Þetta er annað árið sem framhaldsdeild skólans starfar í Reykjavík og stunda 20 nem- endur nám í 3. og 4. bekk skól- ans, sem þar eru til húsa. Rakti skólastjóri nokkuð þau rök, sem lágu til stofnunar framhaldsdeildarinnar. í fyrsta lagi væru menntun- arkröfur alltaf að aukast, sem og þekkingarforðinn, og ef tek- ið væri tillit til þióðfélagsþró- Nemendur í 3. og 4. bekk fram- haldsdeildar Samvinnuskólans, er stofnuð var í fyrra. unar og allra aðstæðna væri það fjógurra vetra nám, sem Samvinnuskólinn byði upp á nú, næsta sambærilegt við tveggja ára nám skólans fyrir 20 árum. Svo mikið hefðu menntunarkröfur aukizt. í framhaldsdeild væri mest á- herzla lögð á hagnýtt nám í tungumálum og verzlunar- og stærðfræðigreinum. f öðru lagi sagði skólastjóri, að Samvinnuskólinn hefði ver- ið blindgata í skólakerfinu. Þótt nemendur hefðu hugað á framhaldsnám, hefði .-. engin greið leið verið opin hér innan- lands, þótt Samvinnuskóla- menn væru velkomnir til náms við ýmsar erlendar mennta- stofnanir. Með framhaldsdeild opnuðust nýir möguleikar til frekara náms. í þriðja lagi hefði Samvinnu- skólanum verið ætlað mikið og verðskuldað hlutverk í frum- varpi til laga um viðskipta- menntun á framhaldsskóla- stigi, sem lagt hefði verið fyrir seinasta reglulegt Alþingi, en ekki orðið útrætt. Væri stofn- un framhaldsdeildar nauðsyn- leg, ef Samvinnuskólinn ætti að geta gegnt hlutverki sínu með sóma í framtíðinni. MINNING ívar ívarsson, kaupfélagsstjóri ívar ívarsson, kaupfélags- stjóri, Kirkjuhvammi í Rauða- sandshreppi, er látinn. Hann var jarðsettur í heimabyggð sinni að Saurbæ á Rauðasandi 17. september síðastliðinn. ívar var fæddur 25. septem- ber árið 1889 í Kirkjuhvammi, sonur ívars Magnússonar bónda þar og konu hans Rósu Benjamínsdóttur. Hann gerð- ist bóndi á Kirkjuhvammi árið 1930 og bjó þar til dauðadags. Samhliða búskapnum hafði ív- ar á hendi fjölda trúnaðar- starfa fyrir sveit sína og sýslu. Merkustu þættirnir í lífsstarfi hans voru þó störf í þágu sam- vinnufélaganna, en hann var í meira en þrjá áratugi kaup- félagsstjóri eins minnsta og af- skekktasta kaupfélags lands- ins, Kaupfélags Rauðasands á Hvalskeri. Samvinnumenn minnast hans að leiðarlokum með virðingu og þakklæti. Kynntu sér verzlunina í Svíþjóð Dagana 22.—30. sept. sið- astliðinn efndi Skipulags- og fræðsludeild Sambandsins til kynnisferðar til Svíþjóðar fyrir verzlunarstjóra og verzlunar- ráðunauta samvinnufélaganna. Þátttakendur voru 14 frá ýms- um stöðum á landinu, en f arar- stjóri var Sigurður Jónsson, verzlunarráðunautur. Ferðin var skipulögð i samráði við KF - sænska samvinnusambandið. Skoðaðar voru allar helztu gerðir samvinnuverzlana x Stokkhólmi, Lundi, Malmö og víðar, bæði vörumarkaðir og vöruhús, og einnig var birgða- stöð KF í Bro heimsótt, en hún er hin stærsta sinnar tegundar í norðurálfu. Þátttakendurnir kynntust vel rekstri sænskra samvinnuverzlana svo og nýj- ungum í útbúnaði þeirra og að- stöðu, en ör þróun og miklar breytingar hafa orðið á þessu sviði í Svíþjóð undanfarin ár. 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.