Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 70

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 70
hafa allt flott og glæsilegt. Sú breyting ætti að verða höfuð- viðfangsefni samvinnumanna næstu árin. Ég tek sem dæmi, að félögin gætu gefið viðskipta- mönnum kost á að kaupa vör- ur í stærri heildum gegn stað- greiðslu. Það gæti sparað bæði umbúða- og afgreiðslukostnað. Heyrzt -hefur að S.Í.S. hafi fækkað starfsmönnum um 13%. Það er spor í áttina. En hvað um tímaritið Samvinn- una? Er hún ekki flottasta tímarit landsins, prentuð á sveliþykkan glanspappír? Má ekki spara þar? Mér dettur í hug, að hugsunarháttur þjóð- arinnar sé eitthvað að breyt- ast. Við erum nýbúin að kjósa forseta. Við áttum um að velja glæsilegan heimsmann, full- þjálfaðan í veizluhöldum og samkvæmislífi, veraldarvanan sendiherra, en hins vegar hæg- látan hámenntaðan vísinda- mann, sem varið hafði starfs- kröftum sínum til rannsókna á sögu okkar og þjóðlegri menningu. Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar völdu þann, sem bar minni ytri glæsileik í starfsferli. Ég þakka þér, ritstjóri góður, fyrir síðustu grein þína í Sam- vinnunni. Ég er þér sammála um það, að bókmenntir eru mikilsverðastar til þess að varðveita sérstæða, þjóðlega menningu. Þær einar blíva, þegar önnur fjölmiðlunartæki, svo sem kvikmyndir og sjón- varp og útvarp, hverfa okkur eins og gusturinn, sem þýtur hjá. Þessi hverfulu tæki ættu umfram allt að styðja þjóðleg- ar bókmenntir og vekja á þeim athygli. Vel færi á að kvik- mynda og sýna í sjónvarpi og lesa í útvarpi snilldarverk eldri og yngri, en þá verður að gera það af list, sem eykur á þeim skilning. Hvers vegna flytur útvarpið okkur, dreifbýlismönnum, ekki vinsælustu leikrit Þjóðleikhúss- ins og Leikfélags Reykjavíkur, þegar þau hafa gengið sér til húðar í höfuðstaðnum? Sigurður Nordal hefur ritað um órofið samhengi í íslenzk- um bókmenntum og menningu og gert okkur ljóst, að það hef- ur varað frá landnámsöld. í grein þinni minnist þú á tvo nútímahöfunda, sem mér virð- ist að segi sig úr lögum og ætt- artengslum við allar íslenzkar bókmenntahefðir og rjúfa sam- hengið, sem flestir viðurkenna með Nordal. Þessir höfundar eru Guðbergur Bergsson og Steinar Sigurjónsson. Mér virð- ist þú telja þá góða höfunda, sem ættu skilið mikla viður- kenningu. Þar er ég á gagn- stæðri skoðun. Ég hef reynt að lesa nýjustu bækur beggja, en hent þeim frá mér hvað eftir annað í réttlátri reiði. Ég hef talað við marga hér nyrðra, sem hafa sömu sögu að segja. Báðir þessir höfundar leggja aðaláherzlu á það að þver- brjóta allar stílreglur, forðast létt mál og ljósa frásögn og einfalda. Megin-árátta þeirra er að rita afkáralega og hrúga saman grófum smekkleysum. Er þetta það sem koma skal? Á þverbrestur að koma í bók- menntasamhengið? — Ég verð að viðurkenna, að í metsölu- bókinni eru þó til góðar setn- ingar og vel sagðar, jafnvel heilar blaðsíður, þar sem höf- undurinn kemur til sjálfs sín og sviptir af sér úlpu afkára- leikans. Mér virðist hins sama gæta í öðrum listgreinum. Löngun til að brjóta samhengið við gamlar erfðir. Atómskáldin, sumhver, kasta ekki aðeins stuðlum og höfuðstöfum, held- ur einnig skáldlegri meðferð efnis, leggja áherzlu á að vera sérkennilega afkáralegir. Eng- an þekki ég, sem kann atóm- ljóð utanbókar, svo nokkru nemi. Málverk og teikningar nútím- ans virðast stundum meira í ætt við frumteikningar barna og hellisristur frummanna en málverk Ásgríms og Kjarvals eða þjóðsagnamyndir Muggs. — Sumar standmyndir sýnast mér óskiljanlegt járnarusl og ekkert í ætt við höggmyndir Einars Jónssonar. Fleira mætti telja til, þar sem nútíminn er að brjóta af sér sem allra flestar fornar hefðir, rjúfa samræmið við fortíðina. Vill nú ekki Samvinnan ræða þessi mál i næstu heftum? Virðingarfyllst Jón Sigurffsson. Herra ritstjóri: í öðru hefti Samvinnunnar þetta ár gerði ég athugasemd við grein, er Magnús T. Ólafs- son fyrrverandi ritstjóri Þjóð- viljans hafði skrifað í tímarit- ið um Vietnam. í grein sinni vitnaði hann til ýmiss konar heimilda eftir því, sem hent- aði málefninu. Ekki kom yfir- leitt annað fram, en heimildir væru tilfærðar af höfundinum sjálfum. Á einum stað vitnaði Magnús beint í endurminningabók Eisenhowers fyrrverandi Bandaríkjaforseta, nefndi nafn hennar og blaðsíðutal þar sem heimildina væri að finna og sagði með eigin orðum: „Eisenhower fyrrverandi for- seti skýrir svo frá,“ o. s. frv. Undirritaður hafði lesið bókina og veitt því athygli, að hér var freklega brenglað málum, til- færð orð forsetans tekin úr sambandi og tengd öðrum mál- um og felldir niður setninga- hlutar í þeim auðsæja tilgangl að villa mönnum sýn. Ég met slíkar vinnuaðferðir að verð- leikum og lét það í ljósi í at- hugasemd í „bréfi til ritstjór- ans“. Magnús svarar þessu í síðasta hefti Samvinnunnar. Færir hann þar sér til afsökun- ar, að hann hafi skrökvað því í grein sinni að heimildina hafi hann úr bók Eisenhowers og hafi þar verið milliliður, sem hann hafi tekið í góðri trú. Svo traustum fótum þykist hann nú standa með slíkum vinnubrögðum, að hann þen- ur út fjaðurhaminn og hrópar: „Ég lýsi því Þóri Baldvinsson ósannindamann að því, að ég hafi falsað orð Eisenhowers í einu né neinu.“ Þar með hefur hinn djarfi rökhugsuður Magnús T. Ólafs- son talað. Hví skyldi hann bera ábyrgð á eigin skrifum? Hvað varðar hann um réttmæti heimilda? Hefur hann ekki skrifað hundruð greina um al- þjóðamál í 20 ár eins og hann upplýsir af lítillæti sínu? O-jæja. — Aumingja mað- urinn! Eða væri kannski sönnu nær að segja: Aumingja þjóð- in? Þórir Baldvinsson. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.