Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 12
Erlendur Einarsson svarar spumingum Samvinnunnar Verðlagsyfirvöld hafa ekki tekið neitt tillit til hávaxtanna, og ekki hefur verið leyfilegt að færa upp vörubirgðir á móti verðbólgunni. Verzlun í dreifbýli hefur varla nokkum rekstrargrundvöll Búið er að aðlaga marga þýðingarmikla efnahagsþætti verðbólgunni, og niður- staðan er því sjálfvirk verðbólguvél • Nýtt sölufélag í Bretlandi Þú vildir kannski í upphafi segja frá því sem markverðast gerðist innan samvinnuhreyfingarinnar hér á landi á árinu 1980? Ef nefna ætti nokkur atriði, sem markverðust gætu talist i samvinnu- starfinu á sl. ári, þá kemur mér helst til hugar eftirfarandi: □ Stofnað var nýtt sölufélag i Bret- landi á árinu, Iceland Seafood Ltd., sem er eign Sambandsins og frysti- húsa, er selja afurðir sínar fyrir milli- göngu Sjávarafurðadeildar. 60 ára af- mælis Bretlandsskrifstofu Sambands- ins var minnst á sl. ári og segja má, að vel hafi farið á því, að á þessum tíma- mótum var stofnað nýtt sölufélag ís- lensku samvinnuhreyfingarinnar þar í landi. □ Það verður að teljast markvert að Iceland Seafood Corporation skyldi takast að auka sölu sína á Banda- ríkjamarkaði á árinu 1980, bæði hvað magn og verðmæti snertir, á sama tíma og verulegur samdráttur var þar i neyslu fiskafurða. □ Pyrirheit borgaryfirvalda um lóð i miðborginni fyrir höfuðstöðvar Sam- bandsins er vissulega merkur áfangi. Gert er ráð fyrir að formleg lóðarút- hlutun fari fram fyrir lok febrúar í ár. □ Ný stórverslun Kaupfélags Hafn- firðinga er tók til starfa sl. sumar er merkur áfangi í samvinnuversluninni. □ Hvað varðar félagsmálin, þá reynd- ist unnt að hrinda i framkvæmd hug- mynd er ég varpaði fram á aðalfundi Sambandsins fyrir nokkrum árum að kaupfélög og Sambandið skyldu gang- ast fyrir sérstökum fundum á ákveðn- um svæðum. Á slíkum fundum gætu farið fram opinskáar umræður um malefni Sambandsins og kaupfélag- anna. Fyrsti svæðafundurinn var haldinn í Borgarnesi 2. september 1980. Fundur þessi þótti takast nokk- uð vel og er ákveðið að halda næsta svæðafund á Suðurlandi i vor. □ Nýtt hús Osta- og smjörsölunnar var formlega tekið i notkun 17. apríl 1980. Þetta hús er merkur áfangi i samvinnustarfinu. Þarna skapast hin ákjósanlegasta aðstaða til þess að markaðssetja vinnsluvörur mjólkur- búanna. Húsnæðið verður einnig not- að til vörukynninga á þróun og fram- leiðslu á nýjum mjólkurvörum. □ Á vegum kaupfélaganna voru marg- víslegar framkvæmdir í gangi á sl. ári. Þar gerðist ýmislegt markvert sem ekki verður tíundað hér. • Samvinnufélög árið 2000 Og hvað vakti mesta athygli þína á vettvangi norræns og alþjóðlegs sam- starfs samvinnumanna á siðasta ári? Á vettvangi alþjóða samvinnustarfs verður 27. þing Alþjóða samvinnu- sambandsins minnisstætt. Þingið var haldið i Moskvu og þrátt fyrir kalda vinda sem hafa blásið i alþjóðamálum áttu svo til öll lönd, sem aðild eiga að sambandinu, fulltrúi á þinginu, þar á meðal Bandaríkin. Aðalmál þingsins var að fjalla um málefnið: Samvinnufélög árið 2000. Kom margt fram athyglisvert, bæði í framsöguerindum og umræðum varð- andi stöðu og framþróun samvinnu- starfs næstu tvo áratugi. Þessu efni verða væntanlega gerð skil í íslensku samvinnuhreyfingunni síðar. • Stefnumótun í tölvuvinnslu Tvær nýjar deildir voru stofnaðar innan Sambandsins nýverið, Kerfis- 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.