Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 14
Erlendur Einarsson svarar spurningum Samvinnunnar ■K* Nýtt hús Osta- og smjörsölunnar var formlega tekið í notkun 17. april 1980. Þetta hús er merkur áfangi í samvinnu- starfinu. Það er alveg ljóst, að við komumst skammt í því að ná verðbólgunni niður, nema launþegar taki á sig einhverja fórn í trausti þess, að lagður sé grundvöllur að því að kaupmátturinn aukist. Fyrsti svæðafundurinn var haldinn í Borgarnesi 2. september 1980 og þótti tak- ast vel. hafa fjallað um málið á deildafundum eða öðrum sérstökum fundum og/eða í umræðuhópum. Stefnt er að því, að ný stefnuskrá samvinnuhreyfingar- innar verði tilbúin á næsta ári. • Alþjóðlegt kvennaþing á afmælis- árinu Nú verður samvinnuhreyfingin hundraS ára í byrjun næsta árs — eða hinn 20. febrúar 1982. Á hvern hátt verður þessa merka afmælis minnst? Ákveðið var á sl. ári að fela sér- stakri afmælisnefnd að gera tillögur um á hvern hátt afmælisins skuli minnst. í nefndinni eru fulltrúar frá Kf. Þingeyinga og Sambandinu. Tillögur nefndarinnar liggja ekki fyrir, en væntanlega verða þær til umfjöllunar á næsta stjórnarfundi Sambandsins. Aldarafmælið býður upp á margvís- lega möguleika til kynningar á fram- lagi samvinnuhreyfingarinnar til efnahagslegra, verklegra og félags- legra framtaka á íslandi sl. 100 ár. Gera verður ráð fyrir, að fjölmiðlar þjóðarinnar vilji gera þessu nokkur skil. Þá hefur verið gert ráð fyrir eft- irtöldum atriðum: □ Út kemur í febrúar 1982 ein bók af þriggja binda safni Helga Skúla Kjartanssonar sagnfræðings um Sögu samvinnuhreyfingarinnar á íslandi og fjallar það bindi um síðustu árin í 100 ára sögu hreyfingarinnar. □ 100 ára saga Kaupfélags Þingeyinga á að koma út á árinu, Andrés Kristj- ánsson rithöfundur hefur tekið sam- an. □ Parið hefur verið fram á, að Póst- stjórnin gefi út sérstakt frímerki i tilefni aldarafmælisins. □ Tímaritið Samvinnan á að koma út í hátiðarbúningi. □ Stefnuskrá samvinnuhreyfingar- innar á að verða tilbúin og samþykkt af aðalfundi Sambandsins 1982. □ Kvennanefnd Alþjóðasamvinnu- sambandsins mun þinga á íslandi á afmælisárinu. Þá verður að gera ráð fyrir, að aðal- fundir Kf. Þingeyinga og Sambandsins verði með hátiðarsniði, en Sambandið á jú einnig merkisafmæli 20. febrúar 1982, það verður þá 80 ára. Afmælisnefndin mun örugglega koma fram með ýmsar fleiri hug- myndir en hér liefur verið minnst á. 0 Sjálfvirk verðbólguvél Er ljóst orðið, hvernig rekstur Sam- bandsins gekk á síðasta ári? Rekstrarniðurstaða Sambandsins liggur ekki fyrir þegar þetta er ritað. Ljóst er, að nokkrar rekstrareiningar gengu sæmilega á sl. ári, aðrar verr. Óvíst er hve vaxtakostnaðurinn setur stórt strik i reikninginn. Þar getur munað miklu til eða frá. Annars var á árinu áframhaldandi barátta við verðbólguna og afleiðingar hennar en hún hélt sínum hlut enda ekki að furða, þegar búið er að aðlaga marga þýðingarmikla efnahagsþætti verðbólgunni, svo sem vísitölu fram- færslu á laun, gengissig og nú nýjast að tengja vaxtafótinn við skottið á verðbólgunni. Niðurstaðan er því sjálfvirk verðbólguvél. Áhrifa hávaxtanna er nú farið að gæta miklu meira í flestum greinum atvinnurekstrar. Eins og nú horfir er mikil hætta á þvi að atvinnuuppbygg- ing dragist mikið saman, nema takist að ná verðbólgunni verulega niður. Með minnkandi verðbólgu á vaxta- kostnaðurinn að lækka. • Ranglæti sem verður að afnema Hvað er vitað um afkomu kaupfé- laganna á árinu 1980? Þar gildir sama og með Sambandið, að rekstrarniðurstöður liggja ekki enn fyrir. Vitað er þó, að afkoman er mjög 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.