Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 15
Iceland Seafood Corporation tókst að auka sölu sína á Bandaríkjamarkaði á ár- inu 1980. misjöfn, enda rekstrara'ðstaða mis- munandi. Það veldur miklum áhyggjum, að verslun kaupfélaga í dreifbýli hefur varla nokkurn rekstrargrundvöll. Há- vaxtakostnaðurinn veldur gífurlegri aukningu á rekstrarkostnaði verslun- arinnar. f dreifbýli, þar sem vöru- birgðir þurfa að vera miklu meiri og veltuhraðinn er mjög lítill, er vaxta- byrðin sérstaklega mikil. Verðlagsyfir- völd hafa ekki tekið neitt tillit til há- vaxtanna, og ekki hefur verið leyfi- legt að færa upp vörubirgðir á móti verðbólgunni. — Már virðist augljóst, að þessar ákvarðanir yfirvalda eiga enga stoð i lögum. Hvað myndi t.d. einstaklingur segja, ef hann væri skyldaður með boði þeirra að selja bifreið, sem hann keypti fyrir einu til tveim árum síðan, á sama verði og hann keypti hana á? — En. þetta er algjörlega hliðstætt. í mörgum tilfell- um liggja vörur eitt til tvö ár, t. d. varahlutir, áður en þær seljast. Ég tel að stjórnvöld taki á sig mikla ábyrgð að ganga þannig á rétt fyrirtækja eins og raun ber vitni nú. Það skyldi eng- inn ætla, að það sé hagsmunamál byggðarlaganna í landinu að brjóta niður verslunarþjónustu dreifbýlisins. Hvað kaupfélögin varðar, þá hafa þau víðast hvar verið burðarásar í byggð- arlögunum, bæði hvað varðar ýmsa þjónustu við íbúana auk þess að hafa verið i forustu um atvinnuuppbygg- ingu. Nú ætla stjórnvöld að brjóta niður þessa burðarása með ákvörðun- um í verðlagsmálum sem ekki fást staðist lagalega séð. Samvinnuhreyf- ingin krefst þess að þetta óréttlæti verði afnumið án tafar. Við læknum ekki verðbólguna með þvi að setja nokkur kaupfélög út á kaldan klaka. 0 Ekki samstaða um róttækari aðgerSir Að lokum: Hvert er álit þi)tt á gjaldmiðilsbreytingunni og þeim efna- Kaupfélag Hafnfirðinga opnaði stórverzl- un í Miðvangi. Myndin er frá umferðar- kennslu þar. „Spurningin er kannski sú, hvort núllin hefðu ekki átt að vera þrjú,“ segir Er- lendur um gjaldmiðiisbreytinguna. hagsráðstöfunum, sem ríkisstjómin hefur gert i sambandi við hana? Ég tel, að það hafi verið orðið tima- bært að skera núll af gjaldmiðlinum okkar. Spurningin er kannski sú, hvort núllin hefðu ekki átt að vera þrjú. Það eru hins vegar vonbrigði, að ekki skyldi jafnframt gjaldmiðils- breytingunni nást samstaða um á- hrifameiri aðgerðir til niðurfærslu á verðbólgunni. Varðandi efnahagsmálaráðstafanirn- ar sem gerðar voru um áramótin, þá voru þær jákvæðar svo langt sem þær náðu. Þær gengu bara of skammt. Á hinn bóginn verða menn að skilja, að ekki reyndist unnt að ná samstöðu um róttækari aðgerðir. Trúlega sátu menn fastir í samþykkt Alþýðusam- bandsþings, þar sem krafist var, að það ákvæði i vísitöluútreikningi, er tæki að hluta mið af viðskiptakjörum þjóðarinnar yrði afnumið. Launþega- samtökin voru mótfallin frekari að- gerðum í vísitölumálum. Það ber vissulega að harma þessa afstöðu. Vísitala og launamál er mikill áhrifa- valdur á framgang verðbólgunnar, en fyrir launþega er aukning kaupmátt- arins það sem mestu máli skiptir. Það er alveg ljóst, að við komumst skammt í því að ná verðbólgunni niður, nema launþegar taki á sig einhverja fórn í trausti þess að lagður sé grundvöllur að þvi að kaupmátturinn aukist. Þeir hafa líka mestra hagsmuna að gæta þegar allt kemur til alls. Sérstaklega hefur láglaunafólk mikilla hagsmuna að gæta í þessum efnum, vegna þess að verðbólgan fer verst með þeirra hlut, það sýnir reynslan okkur. Ég tel nauðsynlegt að ríkisstjórnin, sem hefur sett sér það mark að ná verðbólgunni niður í 40% i lok þessa árs, geri ráðstafanir til þess að þessu marki verði náð. Að sjálfsögðu er það hægara sagt en gert og trúlega byggist það nokkuð á því, hvort launþegar vilja stuðla að því að markinu verði náð og þar með merkum áfanga i því að treysta efnahagslíf þjóðarinnar. 4 Stjórnarráðið hefur tílnefnt þrjá menn til viðræðna um sölu Sambandshússins við Sölvhólsgötu. Stefnt er að því, að ný stefnuskrá sam- vinnuhreyfingarinnar verði tilbúin á næsta ári. 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.