Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 16
ER VINSÆL UM VÍÐAVERÖLD Jón Arnþórsson segir frá konunum í Suður-Þingeyjarsýslu og lopapeysunum þeirra, sem eru mjög eftirsóttar í Bandaríkjunum Jón Arnþórsson, fulltrúi hjá Iðnaðar- deild Sambandsins á Akureyri: — Áður fór smábandið til Sjálands, en nú fara peysurnar til Princeton. FYRIRSÖGNIN á þessari grein er mörgum kunnug af þvi að hún er upphaf auglýsingar frá Iðn- aðardeild Sambandsins vegna sameig- inlegra innkaupa deildarinnar og kaupfélaganna á lopapeysum um land allt. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem leiðir Sambandsins og hand- prjónafólks í landinu hafa legið sam- an. • Smáband til Sjálands Þegar flett er upp i skýrslum Kaup- mannahafnarskrifstofu Sambandsins frá árinu 1915 kemur í ljós að prjón- les er þar strax á skrá sem útflutn- ingsvara. Á þeim árum gekk prjón- lesið undir nafninu smáband enda að- allega um sokka og sjóvettlinga að ræða. Miklu fyrr, á 17. og 18. öld, var prjónles mikilvæg verslunarvara í út- flutningi landsmanna, og á ofanverðri 19. öld sýna skýrslur að eitt árið varð útflutningurinn tæp 100 þús. pör af sokkum og um 54 þús. af sjóvettling- um. • Peysur til Princeton Nú víkur sögunni til ársins 1969, en þá efndi ullarverksmiðjan Gefjun til hugmyndasamkeppni um bestu hand- unnar vörur úr ull og skinni. Almenn þátttaka og góður árangur varð til þess, að Iðnaðardeild hóf innkaup á margskonar handprjóni til útflutnings sem síðan hefur stóraukist frá ári til árs, við sívaxandi vinsældir. í Bandaríkjunum er góður markað- ur fyrir útflutningsvörur Sambands- ins þ. á m. fyrir handprjónaðar lopa- peysur. Einn viðskiptavinur þar i New Jer- sey hafði sérstakar óskir varðandi liti og útlit á peysunum. Ef hægt væri að uppfylla þessar kröfur, voru líka stór- ar pantanir vísar. Til þess að leysa þennan vanda tókst farsælt samstarf við fjölda prjónafólks í nokkrum hreppum i Suður-Þingeyjarsýslu. Blaðið íslendingur á Akureyri sagði frá þessu fyrir nokkru undir fyrir- sögninni: Suður-Þing og New Jersey skiptast á peysum og peningum. í greininni er m. a. sagt frá því að: „Fjöldi kvenna í Ljósavatnshreppi, Fnjóskadal, Köldukinn og Bárðardal prjóna lopapeysur svo hundruðum skiptir sem öllum er það sammerkt að vera ljósdrappar að lit, með rennilás í stað hnappa, en að öðru leyti eins og andinn innblæs hverju sinni hvað munstrið snertir. Peysurnar eru hver annarri fallegri 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.