Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 20
Pistill frá Kenya eftir Sigurd Jónsson Er sebrahestur svartur með hvítum röndum — eða öfugt? UM morguninn hafði ég ekið rúma þrjú hundruð kílómetra frá El- doret, þar sem ég bý, til bæjar- ins Nyeri — vegna fundar með starfs- bræðrum mínum. Nú sat ég úti í garði hjá finnskum félaga og sötraði öl í skini olíuluktar. Það snarkaði nota- lega af og til, þegar regndropar smugu inn undir luktarhjálminn. Hin venju- legu kvöldhljóð skordýranna heyrðust ekki núna, og kyrrðin var einungis rof- in af regninu og snarki luktarinnar. • Hvítu hálöndin Við höfðum verið í gufubaði í litlum kofa, sem þessi félagi minn hafði gert úr kassanum utan af sjófarangri sín- um, og útbúið þar forláta sauna. Kof- inn var að utan klæddur sefgrasmott- um, og eldiviðarskýli og sturtuklefa hafði verið smekklega komið fyrir við hann. Það er mikill misskilningur, að gufu- bað sé aðeins æskilegt í köldu loftslagi. Að vísu er Nyeri í nokkurri hæð yfir sjávarmáli (1800 m), og kvöldin því svöl og notaleg eins og í Eldoret (2056), enda báðir staðirnir á því svæði, sem áður var kallað hvítu hálöndin vegna landnáms hvítra manna þarna. En ég minnist þess, að til dæmis í Dar es Salaam í Tanzaniu við strönd Ind- landshafs, þar sem hiti er mikill, leið mér aldrei eins vel og eftir gott gufu- bað. Þá naut ég best svalans frá hafinu. • Eitraðir sveppir Ég hafði verið í borginni Kisumu, sem er við strönd Viktoríuvatnsins, í vikunni áður en ég kom til Nyeri. Þar lenti ég í miklum erfiðleikum með að fá inni vegna landbúnaðarsýningar, sem stóð yfir skammt frá og dró að sér margt fólk. Öll hótel virtust yfir- full, og ég var farinn að hugsa um að sofa í bílnum. Að síðustu tókst mér þó að fá gistingu i litlu og snjáðu gisti- húsi i útjaðri bæjarins. Þetta var ekki beinlínis aðlaðandi staður, en þó betri en bíllinn. Kisumu er fjórða stærsta borg í Kenya, og þar sem hún liggur aðeins í 1146 m hæð yfir sjó i þeirri lægð, sem Viktoríu- vatnið hefur myndað eða myndaðist um leið og vatnið, þá er loftslag þarna nokkuð svipað og við strönd Indlands- hafsins. Það var fremur heitt í gisti- húsinu, og ég uppgötvaði næsta morg- un, að ég hafði fengið nokkur moskító- bit um nóttina. Það er aðeins kven- flugan sem smitar malariu eða mýrar- köldu við bit eins og kunnugt er. Ég hef aldrei lært að kyngreina moskító- flugur, enda hefði sá lærdómur verið til litils, þar sem ég varð ekki var við bitin um nóttina. Mann klæjar í þetta fram eftir næsta dégi, en siðan gleymist það. Ég veit ekki hvort það var vegna þessara flugna í Kisumu eða einhvers annars, en morguninn eftir gufubaðið í Nyeri leið mér fremur illa. Ég lauk erindi mínu um tólfleytið og þáði há- degismat hjá öðrum finnskum félaga mínum í Nyeri. í forrétt fengum við finnska sveppi, sem húsmóðirin hafði lúrt á og sagði mér að væru baneitr- aðeir þangað til þeir hefðu annað hvort verið þurrkaðir eða soðnir. Á eftir fylgdi Kareliasteik og saga þess héraðs, sem nú er hluti af Sovétríkj- unum. Ég hélt til höfuðborgarinnar, Nair- obi, eftir að hafa kvatt þessa ágætu vini mína — og leið sífellt verr. Á leið- inni var ég að hugsa um, að ef til vill hefðu sveppirnir ekki verið nægilega 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.