Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 21
Við stöðvuðum bílinn við einn slíkan hóp til að komast að raun um hvað fólkið væri að gera. Það var að borða lifandi maura; sat eða stóð við holur, sem þeir gera að búum sínum — og gómaði þá um leið og þeir komu út! Masai-stríðsmenn fyr- ir utan hús sitt. Víða í borgum Kenya er slík- ur klæðnaður bannað- ur. vel þurrkaðir, og væru það aum örlög að falla fyrir eitruðum finnskum sveppum í Afríku. Þegar ég kom til Nairobi um klukk- an 5 síðdegis, var ég löðrandi sveittur og líklega fremur fölur, þvi að af- greiðslumaðurinn á hótelinu, sem við notum ætíð i höfuðborginni, spurði hvort þetta væri nokkuð alvarlegt. Siðan svaf ég í fjórtán klukkustund- ir. • Trúarbrögð og trimm Hér í Kenya hafa bifreiðaeigendur þá áráttu að útbía bíla sína með hverj- um þeim límmiðum og merkjum, sem þeir komast yfir. Vöru- og fólksflutn- ingabilar eru auk þess gjarnan skreyttir með slagorðum og tilvitnun- um, sem máluð eru á þá á áberandi hátt. Þarna kennir margra grasa og fátt kemur manni lengur á óvart. Þó bar svo við einn morgun fyrir nokkru, þegar ég var ásamt samstarfs- manni minum að fara og fá mér morgunkaffi í kaffihúsi skammt frá skrifstofu okkar, að ég gat ekki varist brosi, þegar ég sá vörubíl standa þar fyrir utan og á hann var letrað stórum stöfum á swahili: LOFAÐUR SÉ GUÐ NR. 2. Ég þykist vita, að eigandi bílsins eigi fleiri bíla en þennan og hafi því brugðið á það ráð að tölusetja þá, en óneitanlega á kátbroslegan hátt — að minnsta kosti í augum annarra en strangtrúaðra. Trúarbrögðin hér eru ákaflega fjöl- skrúðug, og má eflaust finna flest af- brigði kristindómsins í Kenya. Skúli Svavarsson er trúboði lútersku kirkj- unnar nálægt Cheapareria, sem er þorp tæplega 140 kílómetra norðan við Eldoret. Hann segir mér, að sumir þessara kristnu safnaða hafi myndast þannig, að trúboðar hafi komið hing- að um skamma hríð og boðað sín trú- arbrögð, en síðan hafi sumir söfnuð- irnir verið skildir eftir forustulausir og i hálfgerðu reiðileysi. Allir vita að trúboð er ekkert skammtímaverkefni, og því varð raunin sú, að þessir söfn- uðir leituðu hver fyrir sig að sínu formi á grundvelli þeirrar þekkingar, sem þeir höfðu aflað sér, og útfrá sið- venjum sinum. Við hlið hinna hefð- bundnu greina kirkjunnar starfar þvi fjöldi staðbundinna kirkjudeilda, og má segja að hver syngi með sinu nefi. Ég hef hvorki vilja né getu til að meta gildi starfs þessara söfnuða, en í þvi sambandi skiptir form trúariðkana þó líklega ekki öllu máli. Einn þessara trúarflokka er þó dá- lítið sérstæður. Þar klæðast menn hvítum kuflum á sunnudagsmorgnum og nokkrir meðlimir, sem líklega eru til þess kvaddir, berja bumbur sem þeir hengja á sig og skokka svo söngl- andi um bæinn eða eftir þjóðvegun- um, þar sem stöðugt fleiri bætast í hópinn. Karlar, konur og börn mynda þannig langar halarófur og eru ótrú- lega þolin. Mér hefur oft dottið i hug, að þetta gætu veriö alveg fyrirtaks viðbótar kirkjusiðir heima á Fróni, þar sem hreyfingarleysi og neyslusjúkdómar herja á fólk — og stundum heyrist kvartað yfir dræmri kirkjusókn, sem eflaust getur bæði verið rétt og rangt eftir því hver viðmiðunin er. Margur maðurinn vill eflaust hrista af sér stofurykið og spretta úr spori, en vant- ar einhvern eða einhverja með sér. Ef til vill skiptir formið þegar á allt er litið líka einhverju máli. 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.