Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 26
Hjalti Pálsson segir frá grunnvörum á grunnverði Tilraun til að lœkka verð á helztu nauðsynjavörum HINN 3. febrúar síðastliðinn hófst samtímis í öllum kaupfélögum landsins sala á grunnvörum á grunnverði. Hér er um að ræða nýj- ung á vegum samvinnuverzlunarinnar, stórathyglisverða tilraun til að lækka verulega verð á nokkrum helztu nauð- synjavörum. í tilefni af þessu hafði Samvinnan samband við Hjalta Fáls- son, framkvæmdastjóra Innflutnings- deildar, og bað hann að svara fáeinum spurningum. 0 Dagverð á sykri og hveiti Hvernig varð hugmyndin að þessu i nýja fyrirkomulagi vöruafsláttar kaupfélaganna til? Þessi hugmynd er árangur af stöð- ugri viðleitni okkar til að finna nýjar leiðir til að lækka vöruverð. En þetta er engan veginn auðvelt, og sem dæmi um það get ég nefnt, að það er dag- verð á ákveðnum vörutegundum. Margir eiga erfitt með að trúa þessu, en það er staðreynd engu að siður. Við fáum um hádegisbilið á hverjum degi verð á sykri sem gildir — til kvölds. Og það hefur breytzt líklega um einar 40 danskar krónur pr. hundrað kiló á siðustu tíu dögum. Hið sama er að segja um hveiti og maís. En hvað sem þvi liður, þá kom þessi hugmynd fram og síðan var ákveðið í markaðsráði og á kaupfélagsstjórafundinum í nóvem- Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri Inn- flutningsdeildar Sambandsins: — Ég vona . sannarlega að verðskyn almennings aukist með tilkomu nýju krónunnar. Ég sé, að menn eru aftur farnir að ganga með budd- ur og mér finnst það góðs viti. bermánuði að taka upp nýtt vöruaf- sláttarfyrirkomulag frá Birgðastöð 1981 og þessari hugmynd hefur nú ver- ið hrundið í framkvæmd. Hvaða vörutegundir eru það, sem þið kallið grunnvörur? Það eru allt nauðsynjavörur, sem hvert heimili þarf að nota daglega, svo sem hafragrjón, ljósaperur, strásykur, tekex, sápa, smjörlíki, salernispappir, ávextir og sitthvað fleira. AIls eru það 18 vörutegundir, sem valdar hafa ver- ið til að mynda grunnvöruheildina. Hve miklu lægra er grunnverðið en almennt gerist? Það er erfitt að nefna eina ákveðna tölu i því sambandi, en ég get nefnt sem dæmi verð á þremur vöruteg- undum: Venjl. verð Gr.verð Sykur, 2 kg. 19,00 17,00 Leni salernisp., 8 rl. 25,45 21,50 Leni eldhúsrúllur, 2 rl. 9,75 8,25 Eins og þessi dæmi sýna er hér um verulega lækkun að ræða og þetta hef- ur tekizt með sérstökum samningum við framleiðendur, flytjendur, tryggj- endur, heildsölu og smásölu. Þessar dagvörur verða seldar á sínu lága grunnverði allt árið án annarra verð- breytinga er verða kunna af utanað- komandi áhrifum, t.d. gengisbreyting- um. Grunnverðið er bundið þvi skil- yrði, að keypt sé ákveðið magn, einn pallur, sem flestir munu koma til fé- laganna óhreyfðir beint frá framleið- endum. 0 Átján vörutegundir 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.