Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 30
Smásaga eftir Þorstein Antonsson Aumingja Anna JÓNI VAR EKKI LJÓST hvernig komið var fyr- ir honum fyrr en um seinan. Hann hafði sem sé snarast fram af svöl- unum á áttundu hæð. Féll með vindgnauð í eyr- unum. Honum leið ekki beinlinis illa en ekki vel heldur, skár þó en undir lok samkvæmisins. Hann hafði orðið að fara út á svalirnar til að fá sér ferskt loft, reykjarstybban inni verið megn og erillinn á fólkinu orðinn honum tii leiðinda; að minnsta kosti á því augnabliki sem hann snar- aðist upp frá borði sínu, glasi og sessunautum og tók að leita uppi hurðina. Hann heyrði greinilega skarkal- ann frá tónlistinni að ofan. Anna, sagði hann og fannst á þeirri andrá hann sitja við hlið hennar á Loftleiða- barnum; svo sá hann stétt- ina fyrir neðan og þrengdi sér vísvitandi i huganum til þess staðar. í minningunni var hún að segja honum af samkvæmi sem hún hafði tekið þátt í, einu af mörgum. Hún hafði flogist á við konu sem reyndi að tæla vinkonu hennar til fylgilags við sig, út úr drukkna. Mikið varð ég vond, sagði Anna. í stór grá augun kom lævísleg blika, en líkt og vísvitandi, eins og hún væri að reyna að vekja með honum þá trú að hún væri ekki eðlileg, ekki fremur en hin. Auðvit- að, hugsaði Jón i fallinu um leið. Anna hafði haft betur, komið vinkonunni í þær flíkur aftur sem fordæðunni hafði tekist að ná af henni og sér og henni heim. Hún hafði hlotið glóðarauga; Jón sá þess engin merki. Og notaði tækifærið til að lesa umkomuleysi úr freknóttu andliti hennar meðan hann leitaði þar staðfestingar þessara orða hennar. Kannski hafði umkomuleys- ið aðeins verið ímyndun hans í þetta sinn og stund- um áður þegar hann taldi sig sjá sama; Anna var hon- um kær hvort sem heldur var. Tilfinningarnar sem nærvera hennar vakti með honum voru geðþekkar og sterkar hvernig sem þær voru myndaðar i upphafinu. Og hvenær er konan sönn nema í ímynd karlmanns- ins um hana? Anna hafði verið án ann- ars félagsskapar á barnum þegar hann kom en af- greiðslumanns sem hafði allt á hornum sér, ristur dökkum skuggalænum í svip sem speglar á bak við hann gerðu óefnislegri en hann raunar var. Barþjónn- inn fleygði tusku fram og aftur um afgreiðsluborðið og merkingarlaust bros lék um varir hans meðan hann nöldraði viðstöðulaust við nokkra menn sem stóðu fyrir framan hann, allir með samskonar þolinmæðisvip, líkt og þeir segðu við sjálf- an sig að þeir þekktu sitt heimafólk. Sér við borð sat Anna yfir glasi og hafði sett í herðarnar. Leiddist henni? Óyndislegt afgreiðslufólk. Rökkurfull salarkynni. Myndir af stíllausum flutn- ingatækjum á veggjunum. Fáir menn, stakir, hljóðlát- ir í básum við veggina. Nei, hún hafði lært að draga andann óþvingað á stöðum sem þessum; einkum þó hér. Á kostnað fjölbreytni. Ef hún kom á gras setti að henni hnerra. Jón naut sín betur við ilm frá grasi. Við söng fugls á grein. En hann kunni einn- ig að meta brennivínsstaup á barnum að kvöldi vinnu- dags. Vindil og staup eða tvö.eftir að hafa haft í nös- unúm allan daginn lyktina af filmum á auglýsingastof- unni; klígjulegan keim sem þó var ekki vondur ensljóvg- andi til lengdar. Þreytandi. í fyrsta sinn sem þau sátu saman við borð á barnum, Jón og Anna, sagði hann eftir að hafa hvolft í sig úr brennivínsstaupi og tekið sér gott hlé. Ég á konu og þrjú börn. Ég vinn að mynd- gerð. — Anna hafði reyndar ekki spurt en honum hafði fundist hún vera að því komin. Alltént viðeigandi að hún vissi hvar hún stæði gagnvart honum. Og nú sat hún við borðið uppi. Hann hafði séð hana eina eða með öðrum nokkrum sinnum á barnum áður en hann gaf sig að henni. Geð- ug stúlka, hugsaði hann. En ógn er hún þunglyndisleg. Svq hafði hann tekið að telja að rökkursælt um- hverfið setti á hana þennan svip fremur en hann væri henni eiginlegur. Eitt kvöld- ið hafði hann hlammað sér niður við hlið hennar eftir að hafa tekið staup sitt og vindil við barinn. Hann hafði ekki getað betur séð en hún brosti til hans það- an sem hún sat. HANN ók henni heim þetta kvöld. Einu sinni hafði hún tek- ið inn tuttugu valiumtöflur, sagði hún þá. Þetta hafði hún gert eftir að hún kom heim úr partii. Fór gang- andi á slysavarðstofuna. Þau sátu í bílnum fyrir framan heimili hennar. Svona langt, hugsaði hann. Sagði: Þetta hlýtur að hafa verið leiðinlegt partí. Hann hafði sagt staðinn þægilegan þegar hann sett- ist hjá henni. Kosturinn við hann að ekki væri hætta á að fullir menn væru að þrengja að sér með kunn- ingjaklappi og háværum einræðum eins og víðast; þessi íslenski siður. Við er- um farin að þekkjast þótt við höfum ekki talast við fyrr; þykir þér verra þótt ég setjist? Hún var áreiðanlega áratug yngri en hann. Hún var gráföl i skímunni og hún var kinnfiskasogin. Skolleitt, stuttklippt hárið var i flóka svo langt sem það náði. Augun ein virtust búa yfir ferskleik. Hún var lögulega vaxin, grönn. Nei, mér hundleiðist sagði hún. En ég er leiðinleg. Ég er þreytt. Ég er fædd þreytt. Vonleysi er ekki það versta, sagði hann. Hann hafði staðið stutt við og þegar hann hafði hvolft í sig sjússunum og bjó sig undir að kveðja spurði hún hvort hann væri á bíl og hvort hún mætti nota ferðina þegar hann hafði svarað játandi. Eitthvað er hún langt niðri þessi, hugsaði hann þegar hann var orðinn einn i bílnum. Þannig kynntust þau. Síðan hittust þau alloft á Loftleiðabarnum, fyrst fyr- ir hendingu, svo tóku þau að mæla sér mót. Einkum þar. Anna varð Jóni per- sónugerfingur langstaðinna leiðinda i sálarlifi hans sjálfs. Honum lá ekki á heim úr vinnunni, fjölskyld- an hætt að hittast við 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.