Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 35
ekki til gerfi yfir kvenleg- leika handa okkur að taka á okkur; hin íslenska kona er móðir og ekkert annað. Kveneðlinu hæfa tilþrif sem koma móðurhlutverki ekki við.Hæfir að flytja þau inn, jafnvel taka upp eftir þess- um stíllausa fjölmiðli yfir útlent efni sem við köllum íslenskt sjónvarp. í fyrstu erum við börn, sætar, litlar telpur í uppáhaldi hjá pabba sínum, þá tauga- veiklaðir táningar með sam- kynseinkenni þeirra ára, svo förum við að verða mömmulegar. í þvi farinu sitjum við að minnsta kosti fram á breytingaraldurinn; upp úr honum teljumst við þó ef til vill konulegar. Átt við móðursýniseinkenni; til- gerð, útlit sem brotið hefur upp lögulegra form, dálítið neyðarlegan klæðaburð. Fram til þess skeiðs náum við að vera einfaldlega kvenlegar í tuttugu minútur á dag eða svo, oftast með vappi kringum karl og vægri ástleitni til að óljóst gerfið gufi ekki upp; minna má ekki gagn gera til að þjóna eðlinu. Á svokölluðum manndómsárum ykkar fáið þið karlar mömmu i stað hinnar sem þið yfirgefið nema þá að ykkur dugi ekki minna en tvær. Og þessi fáránleiki háir ykkur ekki að svo búnu þar eð þið njót- ið ekki tilfinningalífs ykkar með neinu móti og hafið ekki gert siðan þið voruð börn. Þið eruð strákar í ykk- ur, ekki satt? Þið getið ekki gert konu sér vitandi um tilfinningar ykkar öðru vísi en haga ykkur eins og þið væruð tólf ára eða yngri og hún beri sig jafnframt eins og hún væri móðir ykkar, ykkur hefur verið innrætt að tilfinningasemi sé veik- leikamerki hjá eldri manni. Þótt sá sé auðvitað sterkast- ur sem þarf ekki að fela það sem í honum býr. Ef þið viljið bæta þjóðfélagið þá temjið ykkur virðingu fyrir konunni sem slíkri. Jóni varð ómótt þegar hér var komið ræðu. Leitaði út- göngudyranna. Kona Þú horfir í spegilinn hrukkur og beiskjudrættir dagbók liðinna ára sem þig langar til að læsa niðri með andlitsfarða Maður lætur ekki hvern sem er lesa dagbókina sína Litla dóttir þín horfir á þig Þú sérð andlit hennar í speglinum eins og óskrifað blað Þuríður Guðmundsdóttir. Aumingja Anna, sagði hann á svölunum. 4 35

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.