Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 38
Tómas Oli Jónsson segir frá sölu landbúnaðar- vöru á Norðurlöndunum Útflutningur landbúnaðarvöru er ekki háður framboði og eftirspurn HINN 20. janúar síðastliðinn gengust samtökin Viðskipti og verslun fyrir almennri kynningu á íslenzkri útflutnings- verzlun. Kunnugir menn voru fengnir til að greina frá, hvernig sölustarfsemi á útflutningsvörum okkar fer fram í hinum ýmsu löndum. Tómas Óli Jónsson svar- aði til að mynda á fróðlegan hátt spurningunni: Hvemig á að selja lambakjöt á Norðurlöndum — og hefur hann veitt Samvinnunni góð- fúslegt leyfi til að birta svarið: 0 Þörf á útflutningi Hér á undan hefur því verið lýst hvernig er að selja sjávarafurðir og iðnaðarvörur á mismunandi mörk- uðum i hinum ýmsu heimsálfum. Allt eru þetta vörur sem öllum þyk- ir eðlilegt og raunar sjálfsagt að séu framleiddar hér á landi og þær síðan seldar til sem flestra landa. Nokkuð öðru máli gegnir um landbúnaðarvörur. Þar sýnist sitt hverjum. Þessar mismunandi skoðanir tengjast pólitískri stefnu um upp- byggingu. landbúnaðar hvort sem er á íslandi eða í helstu viðskipta- löndum okkar. Miðað við íslenska landbúnaðar- stefnu þá er þörf á útflutningi til- tekins magns landbúnaðarafurða ár hvert og einkennir hún alla markaðssetningu. Þessi þörf skap- ast vegna umframframleiðslu sem getur verið mjög mismunandi eftir árum. Útflutningur landbúnaðarafurða er tiltölulega einhæfur þar sem dilkakjöt er um 70% af heildar- verðmæti. Þvi mun ég einskorða umfjöllun mína við dilkakjöt. Umframframleiðsla dilkakjöts hefur á undanförnum árum verið um 4000—5000 tonn á ári. Framleiðsla og sala á kindakjöti 77/78 78/79 79/80 Tonn Tonn Tonn Framleiðsla S a 1 a : 13.964 15.379 15.130 Innanlands 9.022 10.816 9.678 Mismunur 4.942 4.563 5.452 Útflutningur 5.191 4.620 4.608 Helstu markaðslönd dilkakjöts í dag eru Noröurlönd og þá einkum Noregur. Það sem einkennir markaðssetn- ingu á dilkakjöti er: □ Verðsamkeppni □ Innflutningskvótar □ Neysluvenjur 0 Dæmi um markaðsverð Verð á dilkakjöti i V-Evrópu markast fyrst og fremst af fram- boði á kjöti frá Nýja-Sjálandi, sem er um 300 þús. tonn á ári, og niður- greiðslum í hinum ýmsu markaðs- löndum. Verð á Smithfield-markaði í Lundúnum endurspeglar mjög vel markaðsverð á hverjum tíma. Hér á eftir verður nefnt dæmi um kjöt á Smithfield-markaði í London, og miðast verðlistinn við 30. des. 1980. Nýja-Sjálands lambakjöt Heilir skrokkar 1. fl. Verð pr. kg. 121/2 kg. eða minna . kr. 1.661 13—16 kg.................. — 1.468 16y2—19 kg................ — 1.403 Gengi 30.12. 1980 1£ = kr. 1.463. Hér er um að ræða verð til smá- sala og er þá 10% innflutnings- tollur, kostnaður innflytjanda, kostnaður og álagning heildsala innifalinn. Áætla má að innflutn- ingsverð sé um 20% lægra eða um 1120—1330 kr. pr. kg. Verð á 1. fl. íslensku lambakjöti á Norðurlöndum (cif-verð) er nokk- uð hærra eða Verð pr. kg. Til Noregs kr. 1.533 Til Sviþjóðar — 1.313 Til Danmerkur — 1.252 Miðað er við gengi 30. des. 1980. Þetta verð dugar samt sem áður engan veginn til að mæta grund- vallarverði til bóndans sem var í desember sl. kr. 2.706,70. Á sama tíma var heildsöluverð 1. fl. án niðurgreiðslna kr. 3.497. Til þess að mæta þessu verði og gera útflutning mögulegan greiðir ríkissjóður útflutningsbætur. Innflutningskvótar og tollaíviln- anir hafa breytt markaðssamsetn- ingunni. 0 Tollfrjáls innflutningur Um margra ára skeið var Bret- land aðalmarkaðssvæði fyrir út- flutt lambakjöt. En er ísland gerð- ist aðili að EFTA, Fríverslunarsam- tökum Evrópu, árið 1970, tókust samningar við Norðmenn, Svía og 38

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.