Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 46
Á áttrœðisafmœli Tómasar Mannúðarviðhorf hans, ljúfmennska og fáguð framkoma leynir sér ekki. „gullöld öryggisins.“ En á unglingsár- um Tómasar Guðmundssonar brustu þær vonir, og fyrri heimsstyrjöldin skilaði kynslóð hans i arf heimi, sem var flakandi í sárum. En sú kynslóð fékk líka ísland sjálft í arf, fagnaði fullvalda ríki i skugga striðs og eyð- ingar. Á vori lifsins horfði æskan fram á bjart sumar eftir langan vetur. Úr jarðvegi nýrómantikurinnar óx hvert skáldið af öðru og kvað um and- stæður lífsins í fögnuði og trega á mörkum tveggja siða í heimi og landi. Eitt þeirra var Tómas Guðmundsson. Fyrsta bók hans, „Við sundin blá,“ virðist ekki hafa skorið sig sérstak- lega úr, borið saman við önnur ljóða- kver ungra og óráðinna skálda á líku reki. En okkur getur nú virst sem hún hafi bent fram á við, þvi að hún var i senn trú sínum tíma, blæ dægranna upp úr 1920, og forleikur „Fögru ver- aldar.“ Þetta litla kver má heita sam- felldur óður til ástar og fegurðar í anda rómantískra hugmynda, sem ekki voru þó orðnar ýkja samsettar eða margbrotnar, en sú ögun og smekkvísi, sem lýsti sér i umgengni höfundarins við ljóðlistina, lofaði góðu og er nú löngu hætt að koma lesend- um hans á óvart. Svo liðu átta ár. En haustið 1933 gerðist eitt af ævintýrum íslenskrar bókmenntasögu, þegar „Fagra veröld“ kom út. Hafi Tómas Guðmundsson vaknað einn morgun og verið þá orð- inn frægur, gerði hann Reykjavík jafn fræga á svipstundu. íbúar þessarar smávöxnu höfuðborgar, sem orðið hafði kveikja svo margra af ljóðun- um í þessari bók, vöknuðu skyndilega til vitundar um hana og sig eins og margoft hefur verið lýst. Borgin sjálf og hlutveruleiki hennar, húsin, göt- urnar, garðarnir, farartækin og fólk- ið, golan, særinn og sólin og hið iðandi lif, sem þar var lifað, var þá eftir allt saman slungin einhverjum dularfull- um og kitlandi töfrum. Það þurfti að- eins alla skerpu skilningarvitanna og skáld til þess að skynja þetta og lýsa þvi í ljóði, svo að lesendurnir gætu áttað sig á því og tileinkað sér það. Og af svo mikilli hind voru ljóðin gjör, að í hinni gullnu birtu, sem af þeim staf- aði og um þau lék, gat orðið erfitt að átta sig á því, hvar draumur og veru- leiki mættust og hvernig orsakasam- bandi þeirra var háttað við það hug- arástand, sem ljóðin ollu. Þannig gaf Tómas Guðmundsson Reykjavík nýja og örvandi sjálfsvitund, sem lengi mótaði hugmyndir Reykvikinga og annarra landsmanna um höfuðborg- ina. Það eimir eftir af þeim enn í dag, því að þótt margt sé breytt, gengur lif- ið sinn gang eins og forðum, og í ljóð- um Tómasar lifir borgin sjálfstæðu lifi, sem fátt bendir til, að sé hætta búin. Til voru þeir, sem töldu það goðgá að yrkja af skilyrðislausum trúnaði um fegurðina í kreppunni miðri og sök- uðu Tómas Guðmundsson um það, þegar ógnir seinni heimstyrjaldarinn- ar stefndu öllu lifi hnattarins i voða, að taka ekki nógu afdráttarlausan þátt í baráttunni. „Skilyrðislaus dýrk- un á óraunsærri, jafnvel dulúðugri ljóðrænni fegurð," sem áttu að vera skammaryrði um ljóð hans, fór þó ekki framhjá þeim, og kvæði hans frá striðsárunum eru sjálf til vitnis um, hve óréttmætar sakir voru á hann bornar. Og mikil var sú gæfa Tómasar að svikja hvorki sjálfan sig né aðra á tímum stríðs og kreppu, þó að kalt blési, heldur halda dyggan vörð um vígi hreinnar ljóðrænnar fegurðar í skugga skelfingar og vonbrigða. Einn- ig það er að sinu leyti hetjuleg vörn og heiðarleg afstaða, því að hversu færi, ef allir vikju af þeim verði? Þess vegna er nú unnt að þakka Tómasi Guðmundssyni ljóð hans af heilli hug en ella. Töfrum þeirra lýsir hins vegar enginn með venjulegum orðum úr sinni hversdagsorðabók. Við verðum að láta nægja að minna á fögnuð okkar yfir ljóðmáli hans og stíl, myndauðgi ljóðanna, þverstæðu- fullum samleik skops og alvöru, óvænt- um hugmyndatengslum, hrynjandi orðanna, hljómi þeirra, blæ og lit, fögnuð okkar yfir öruggri formskynj- un og fáguðum smekk Tómasar og öllu, sem lesa má milli línanna. En ekki er þó minnst um vert mannúð hans og siðferðilega alvöru, sem undir býr, hið holla og mannbætandi við- horf hans til lífsins og tilverunnar í gamni og alvöru, sem gerir þetta mikla skáld ljóðrænna tilfinninga að vini hvers venjulegs lesanda, sem tekur tryggð við hann á annað borð. Þess gerist ekki þörf að nefna hér sérstaklega fleiri bækur Tómasar Guð- mundssonar en gert hefur verið. Það mætti segja, að mörg ljóðanna i „Fögru veröld“ séu um Reykjavík eða að sum kvæðin í „Stjörnum vorsins" séu um útlend yrkisefni, hvort sem þau yrkisefni eru huglæg eða hlutlæg. Samt væri það einungis formsatriði. Öll ljóð Tómasar eru auðvitað „um“ eitthvað á ytra borði, en þó aldrei nema um tvennt. Annaðhvort eru þau fagnandi lofsöngvar um fegurð lífsins og jarðarinnar eða harmljóð um fall- valtleik beggja. Þau lifa í spennunni 46

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.