Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 9
ingastofunum í Hafnarstræti — fyrir 25 aura. Ég hafði mikið gagn af veru minni i Samvinnuskólanum. Meðal kennara voru Guðlaugur Rósinkranz og Þorleif- ur Þórðarson og siðast en ekki sízt sjálfur skólastjórinn, Jónas frá Hriflu. Hann kenndi okkur alltaf í fyrsta tíma — og þær morgunstundir gleymast ekki. Að námi loknu vann ég afgreiðslu- og skrifstofustörf hjá kaupfélögum, fyrst á Patreksfirði og síðan Akranesi. En þegar heimsstyrjöldinni lauk og leiðir milli landi opnuðust, brá ég mér í framhaldsnám til Svíþjóðar. Það var haustið 1945 og ströng vöruskömmtun var enn í Svíþjóð vegna striðsins. Ég dvaldist fyrst í Stokkhólmi og stundaði nám hjá Bröderna Pahlans Handelsinstitut til jóla, en eftir ára- mótin var ég tvo mánuði i Vár Gárd í Saltsjöbaden. Þar var þá enn við stjórn Harald Elldin, hinn merki brautryðjandi í skólamálum sænskra samvinnumanna. Námið í báðum þessum skólum var fyrst og fremst hagnýtt verzlunarnám og reyndist mér ómetanlegt vegarnesti i þeim störfum sem biðu mín heima. • Gamli tíminn á Djúpavogi — Og svo ertu orðinn kaupfélags- stjóri 23 ára gamall. — Ég tók við Kaupfélagi Berufjarð- ar á Djúpavogi í septembermánuði ár- ið 1946 og var þar á þriðja ár. — Þótti körlunum þú ekki full ung- ur? — Jú, það var ekki laust við það. Einn af starfsmönnum kaupfélagsins var danskur maður, Bender að nafni. Á Hafnargötu 62 er að- alaðsetur Kaupfélags Suðurnesja ásamt úti- búi frá Samvinnubank- anum og Samvinnu- tryggingum. Árið 1955 urðu þátta- skil í rekstri Kaupfé- lags Suðurnesja, þegar það keypti Hraðfrysti- hús Keflavíkur hf. Kaupfélag Suðurnesja var með þeim fyrstu sem settu upp kjörbúð á sínum tíma, og síðan tók markaður við, sem rekinn er undir nafn- inu Sparkaup. 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.