Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 10
Staða samvinnuhreyfingar- innar nú á dögum er sterk Kaupfélag Suðurnesja rekur nú níu verzlanir af ýmsu tagi, matvörukjörbúðir, vöru- markað, vefnaðarvörubúð, raftækjabúð, bygginga- og útgerðarvöruverzlun, sem starfar undir heitinu Járn og skip. Hér að neðan sjáum við nokkrar af verzlununum. Hann hafði unnið við verzlun á Djúpavogi i áraraðir; spaugsamur karl og talaði skemmtilega prent- smiðjudönsku. Eitt sinn kom maður inn og spurði eftir kaupfélagsstjóran- um. Ég var ekki við, og þegar spurt var hvar ég væri, svaraði Bender gamli: „Jeg er ikke barnapía for kaupfé- lag!“ Þessi ár mín á Djúpavogi eru eftir- minnileg á margan hátt. Ég var svo heppinn að koma rétt i tæka tið til að kynnast gamla tímanum, því að skeið mikilla framfara var í vændum. Bryggja var ekki komin, svo að upp- skipun fór fram á bátum. Vegurinn fyrir Berufjörðinn hafði ekki verið lagður, svo að bílar komu úr héraðinu og óku niður á strönd og síðan var fólk og farangur ferjað yfir á trillu. Frysti- húsið var ekki tekið til starfa, en var í smíðum og orðið fokhelt. Enginn stór bátur var enn kominn til sögunnar, heldur aðeins um trilluútgerð að ræða. Já, það var verulega skemmtilegt að koma þarna og fá að kynnast þessu mannlífi gamla tímans. — En það hefur verið stórhugur í mönnum? — Jájá. Nútíminn var á næsta leiti. Þó gátu framkvæmdir ekki orðið stór- ar í sniðum, þar sem íbúar voru ekki nema 280. Kaupfélagið annaðist afgreiðslu fyr- ir Eimskipafélag íslands, og eitt sinn þegar einn af fossunum kom fór ég um borð eins og venjulega. Skipstjór- inn virti fyrir sér staðinn úr brúnni og spurði meðal annars, hvað þetta nýja frystihús mundi kosta. „Það á að kosta 800 þúsund krónur,“ svaraði ég. „Nú, það er svona eins og meðal- íbúð í Reykjavík," sagði skipstjórinn þá — og þótti litið koma til stórfram- kvæmdar okkar. Þótt þessi tími sé ánægjulegur i minningunni, var hann mér erfiður á ýmsan hátt — sérstaklega fyrst í stað. Starfsemi kaupfélagsins var svo marg- breytileg, og ég hafði enga reynslu af mörgum þáttum hennar. Þarna var lifrarbræðsla, fiskur, bæði saltaður og þurrkaður, dúnn keyptur og selskinn, kjöt saltað til útflutnings og margt fleira sem ég hafði ekki kynnzt áður. Ég kom alveg af fjöllum fyrst, þegar 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.