Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.06.1981, Blaðsíða 14
Búálfurinn Frásögn eftir Isaac Bashevis Singer í SUMRIN þegar búið var að borða ZX aðalmáltíð hvíldardagsins sagði * *■ Jentel mágkona oft sögur á meðan Jósef frændi fékk sér hana- blund. Hún settist á bekkinn framan við húsið og læðan Dvosja lagðist þar henni til samlætis. Á hvíldardaginn fékk kötturinn það sem af gekk við aðalmáltíðina — fisk- og kjötleifar. Dvosja lagðist makindalega við tærnar á Jentel. Hún kunni því vel að heyra hana segja frá. Læðan sperrti eyrun þannig og lygndi augunum, sem voru græn eins og stikilsber, að það benti til þess að hún skildi það sem Jentel mágkona var að segja. Á hvíldardaginn var Jentel í kjól með serknesku munstri og bar hettu með glerperlum og grænum, rauðum og bláum borðum. Eftir dálitla stund kom mamma út ásamt tveimur grann- konum, Rivu og Scheindel. Síðastur allra kom ég og tyllti mér á koll. Auk þess sem mér þótti gaman að hlusta á sögurnar hennar Jentel vissi ég að ég mundi fyrr eða síðar fá hjá henni hvíldardagsávöxtinn — epli, peru eða fáeinar plómur. Stundum gaf hún mér sabbatsköku með kanel og rúsínum. Þegar hún gaf mér þetta var við- kvæðið ætíð hið sama: — Þetta eykur þér afl til að læra. Ir ÞETTA sinn snerist samtalið um ára eða anda sem kallaður er búálfur. Jentel þótti gaman að tala um ára, anda og dvergálfa og ég heyrði að hún sagði: — Búálfur? Það er enginn vafi á því að til eru búálfar. Fólk trúir ekki á slíkt nú á dögum, en þegar ég var upp á mitt besta vissi það að skynsemin dugir ekki til þess að skýra alla hluti. Heimurinn er fullur af leyndardómum. Búálfur er eins konar ári, en hann er ekki illviljaður. Hann reynir þvert á móti að hjálpa heimilisfólkinu eftir bestu getu. Hann er eiginlega eins og einn úr fjölskyldunni. Oftast er hann ósýnilegur, en stundum kemur fyrir að maður getur séð hann. Hvar þeir eiga heima? Stundum niðri í kjallara, stundum í eldiviðargeymslunni, stund- um á bakvið ofninn hjá húskrybbun- um. Búálfum og húskrybbum er mjög vel til vina. Þeir fæða þær og skilja mál þeirra. „Heyrðu, Jentel, þegar ég verð stór ætla ég að læra húskrybbumál, gall í mér. Jentel mágkona hló svo að andlitið á henni varð ekkert nema hrukkur. — Það mál getur enginn lært, barnið gott. Salómon konungur var sá eini sem kunni dýramál. Hann gat talað við Ijónin, birnina og úlfana og þar að auki við alla fugla. En nú skulum við snúa okkur aftur að búálfinum. Það var búálfur heima hjá pabba og mömmu. Á sumrin hafðist hann við i eldiviðargeymslunni, á veturna bakvið ofninn. Við sáum hann ekki, en stund- um heyrðum við í honum. Einu sinni þegar Keila systir mín hnerraði sagði hann: „Guð hjálpi þér!“ Við heyrðum það öll. Búálfinum þótti vænt um okk- ur öll, en vænst þótti honum um Keilu. Þegar hún gifti sig og fluttist til tengdaforeldra sinna í Lúblín — ég var þá ekki nema átta ára — þá kom bú- álfurinn til hennar síðustu nóttina sem hún var heima til þess að kveðja. Um miðja nótt heyrði Keila eitthvert þrusk og dyrnar opnuðust sjálfkrafa. Búálfurinn kom alla leið að rúminu hennar og mælti fram þessa þulu: Handaþvottur, þvottapottur, hnúður, snúður, nú áttu að vita, ef nokkuð er. að einn verður eftir, þá annar fer. Keilu brá svo að hún varð orðlaus. Hann kyssti hana á ennið og hvarf svo á augabragði. Langa hríð lá Keila þarna gjörsamlega snarrugluð, síðan kveikti hún ljós. Keila var alveg vit- laus í möndlukökur. Þegar mamma, megi hún hvíla í friði, bakaði möndlu- kökur vegna lögmálshátíðarinnar eða púrím-dagsins var Keila vön að gleypa i sig helminginn af þeim. Hvað sem því líður, þá kveikti hún ljós og sá þá hvar glóðvolg möndlukaka lá ofan á teppinu. Hún fór að hljóða og við þustum öll til hennar. Ég sá möndlu- kökuna með eigin augum. Hvar búálf- urinn hafði orðið sér úti um hana, hef ég ekki hugmynd um. Hugsast gæti að einhver grannkonan hefði verið nýbú- in að baka möndlukökur og hann hnuplað einni þeirra eða hann hafi ef til vill kunnað að baka þær sjálfur. Keila át ekki alla kökuna, hún faldi hana og hún varð grjóthörð. r IBÆNUM okkar, Janów, átti heima kennari sem átti veika konu og dóttur sem fæddist blind. Skyndi- lega dó kennarinn og báðar konurnar urðu ósjálfbjarga einstæðingar. Því heyrðist fleygt að þær yrðu settar á fátækraheimilið, en hver vill fara á fátækraheimili? Þar lá fólk á hálm- dýnum á beru gólfinu og maturinn var ekki góður heldur. Þegar forstöðumað- urinn kom að sækja mæðgurnar og ætlaði að fara þangað með þær byrj- uðu þær báðar að kvarta og kveina: — Heldur viljum við deyja en rotna lifandi á fátækraheimilinu! Enginn verður neyddur til þess að fara á fátækraheimili. Forstöðumað- urinn hugsaði sem svo: „Kennarinn hefur kannski átt fáein gyllini og á meðan þær eiga nokkurn brauðbita eftir halda þær áfram að þráast við. En þegar sulturinn sverfur nógu fast að þeim, þá munu þær þakka guði fyrir að til skuli vera stofnanir eins og fátækraheimili." Dagar og vikur liðu, en samt gáfust mæðgurnar ekki upp. Bæjarbúar tóku að furða sig á þessu — hvernig gat eiginlega í þessu legið? Móðirin var rúmföst og dóttirin blind. Til er blint fólk sem lætur sjá sig úti við og fer ferða sinna, en dóttir kennarans — Tzirel hét hún — fór aldrei út úr garð- inum heima hjá sér. Ég get enn séð hana fyrir mér — með rauðleitt hár, bjarta á hörund, grannvaxna. Hún var bláeyg og augun eins og þau áttu að sér, en hún sá ekki neitt. Fólk var farið að ímynda sér að mæðgurnar lumuðu á meira fé en álitið hafði verið, en það gat ekki staðist. í fyrsta lagi hafði kennarinn verið fátækur og í öðru lagi fóru mæðgurnar aldrei út fyrir hússins dyr. Hvorug þeirra sást í nokkurri búð. Hvaðan fengu þær matinn, jafnvel þó að þær ættu pen- inga til þess að kaupa hann fyrir? ELSKURNAR mínar, það var bú- álfur hjá þeim og þegar hann áttaði sig á því að þær voru bún- ar að missa fyrirvinnuna og áttu ekki fyrir næstu máltið, tók hann á sig byrðina. Eruð þið að hlæja? Þetta er ekkert hlægilegt. Hann færði þeim allt 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.